Valencia heimsótti sterkt lið Lenovo Tenerife til eyjunnar fögru og úr varð hörkuleikur þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna.
Fór að lokum svo að gestirnir unnu tveggja stiga sigur, 78-80.
Martin lék aðeins níu mínútur í leiknum og skoraði tvö stig auk þess að gefa þrjár stoðsendingar.
Valencia í fjórða sæti deildarinnar.