Framhaldsskólanemar kalla á hjálp Kristín Thoroddsen skrifar 31. janúar 2022 10:01 Framhaldsskólanemar hafa í gegnum heimsfaraldurinn sýnt ótrúlega þolinmæði og þurft að fórna flestu því sem við fengum að upplifa og njóta á sínum tíma. Framhaldsskólaárin eru þau ár sem móta einstaklinginn hvað mest og stuðla að þroska nemandans til að takast á við framtíðina. Undanfarið og í raun allt frá því heimsfaraldurinn tók yfir líf okkar höfum við rætt um og ritað hversu mikilvægt er að huga að andlegri heilsu þessa aldurshóps. Framhaldsskólanemar hafa kallað á hjálp, þeir hafa bent á mikilvægi þess að félagslíf sé í boði, böll, klúbbastarf og matsalir verði opnir. Ég skil því mæta vel vonbrigði þeirra þegar í ljós kom að engin breyting var á skólahaldi þessa hóps. Það var sannarlega ástæða til að standa vörð um heilsu þeirra sem og okkar allra þegar veiran var sem verst og fólk veiktist illa. Við erum með allt aðra stöðu í dag, stöðu sem hefði líklega ekki valdið neyðarástandi ein og sér. Veiran var banvæn en áframhaldandi harðar aðgerðir eru að mínu mati alvarlegri en sjúkdómurinn sjálfur fyrir unga fólkið okkar. Áskorun til ríkisstjórnarinnar! Það unga fólk sem nú situr bak við grímur sínar í skólastofum framhaldsskóla landsins er næsta kynslóð okkar. Það hefði því að mínu mati átt að vera forgangsatriði að aflétta takmörkunum sem þetta unga fólk býr við þegar farið var í fyrsta áfanga afléttingar í síðustu viku. Aðrar afléttingar háværra hópa hafa átt sér stað fyrir minna tilefni. Hlutverk framhaldsskóla er ekki aðeins það að tryggja góða menntun til framtíðar heldur einnig að styðja við félagslega getu og þroska einstaklingsins innan þess samfélags sem framhaldsskóli er. Í aðalnámskrá framhaldsskóla er fjallað um skyldur en þar segir að ekki sé síður mikilvægt að skólinn styðji við félagslegt heilbrigði nemenda með því að hvetja til virkrar þátttöku í félagslífi. Ég skora því á ríkisstjórnina að hlusta á raddir unga fólksins, standa með þeim og gera þær breytingar sem þarf á sóttvarnarlögum svo þau sitji ekki uppi með eftirköst heimsfaraldursins lengra inn í framtíðina en nauðsyn krefur. Leyfum þeim að fella grímuna og njóta lífsins, án hafta. Það er ekki eftir neinu að bíða! Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kristín Thoroddsen Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Framhaldsskólanemar hafa í gegnum heimsfaraldurinn sýnt ótrúlega þolinmæði og þurft að fórna flestu því sem við fengum að upplifa og njóta á sínum tíma. Framhaldsskólaárin eru þau ár sem móta einstaklinginn hvað mest og stuðla að þroska nemandans til að takast á við framtíðina. Undanfarið og í raun allt frá því heimsfaraldurinn tók yfir líf okkar höfum við rætt um og ritað hversu mikilvægt er að huga að andlegri heilsu þessa aldurshóps. Framhaldsskólanemar hafa kallað á hjálp, þeir hafa bent á mikilvægi þess að félagslíf sé í boði, böll, klúbbastarf og matsalir verði opnir. Ég skil því mæta vel vonbrigði þeirra þegar í ljós kom að engin breyting var á skólahaldi þessa hóps. Það var sannarlega ástæða til að standa vörð um heilsu þeirra sem og okkar allra þegar veiran var sem verst og fólk veiktist illa. Við erum með allt aðra stöðu í dag, stöðu sem hefði líklega ekki valdið neyðarástandi ein og sér. Veiran var banvæn en áframhaldandi harðar aðgerðir eru að mínu mati alvarlegri en sjúkdómurinn sjálfur fyrir unga fólkið okkar. Áskorun til ríkisstjórnarinnar! Það unga fólk sem nú situr bak við grímur sínar í skólastofum framhaldsskóla landsins er næsta kynslóð okkar. Það hefði því að mínu mati átt að vera forgangsatriði að aflétta takmörkunum sem þetta unga fólk býr við þegar farið var í fyrsta áfanga afléttingar í síðustu viku. Aðrar afléttingar háværra hópa hafa átt sér stað fyrir minna tilefni. Hlutverk framhaldsskóla er ekki aðeins það að tryggja góða menntun til framtíðar heldur einnig að styðja við félagslega getu og þroska einstaklingsins innan þess samfélags sem framhaldsskóli er. Í aðalnámskrá framhaldsskóla er fjallað um skyldur en þar segir að ekki sé síður mikilvægt að skólinn styðji við félagslegt heilbrigði nemenda með því að hvetja til virkrar þátttöku í félagslífi. Ég skora því á ríkisstjórnina að hlusta á raddir unga fólksins, standa með þeim og gera þær breytingar sem þarf á sóttvarnarlögum svo þau sitji ekki uppi með eftirköst heimsfaraldursins lengra inn í framtíðina en nauðsyn krefur. Leyfum þeim að fella grímuna og njóta lífsins, án hafta. Það er ekki eftir neinu að bíða! Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun