Tekur ekki undir með Sigríði en gætu þurft að aflétta hraðar Eiður Þór Árnason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 31. janúar 2022 16:01 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill aflétta fyrr ef áfram gengur vel í baráttunni við veiruna skæðu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur ekki undir með flokkssystur sinni Sigríði Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem telur að stjórvöld brjóti lög með því að aflétta ekki strax öllum takmörkunum. Að sögn hennar ber nú ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna með frelsisskerðandi takmörkunum í samræmi við ákvæði sóttvarnalaga. „Þetta er snúið hvernig á að fara í afléttingaráformin, ég hef verið að leggja áherslu á það að þegar menn eru að þrengja persónufrelsi og atvinnufrelsi þá þarf að vera brýn nauðsyn. Þess vegna var ég þeirrar skoðunar fyrir viku síðan að við værum komin öfugum megin við línuna í þessum efnum. Í millitíðinni höfum við ráðist í tilslakanir og það hvort þær duga ræðst dálítið af því hvernig gengur dag frá degi og næstu vikur,“ sagði Bjarni að loknum ríkisráðsfundi í dag. Hann segir að það komi sér ekki á óvart að sumum þyki ekki hafa verið gengið nógu langt. „Við erum enn með gríðarlega miklar takmarkanir á samfélaginu þrátt fyrir að heilt yfir virðist þetta nýja afbrigði ekki skila sér í alvarlegum veikindum, sérstaklega fyrir þá sem eru fullbólusettir. Þó eru dæmi um veikindi og ég held að svarið við þessari spurningu muni birtast okkur dag frá degi næstu vikurnar. Ef það gengur áfram jafn vel og hefur gert undanfarna daga þá er ég þeirrar skoðunar að við gætum þurft að létta hraðar.“ Með talsvert svigrúm En ef það kemur í ljós á næstu vikum að þetta er lögbrot, mun það þá ekki hafa einhverjar afleiðingar í för með sér? „Ég ætla ekkert að spá fyrir um það nákvæmlega, ég get nú bara vísað til þess sem hefur verði skrifað um þetta efni að framkvæmdavaldinu er áskilið talsvert svigrúm skulum við segja til að framkvæma þetta meðalhóf sem verður að vera til staðar. Sumum finnst það alls ekki vera til staðar núna og ég skil það alveg ágætlega en ég geng út frá því að ef áfram gengur vel þrátt fyrir þær afléttingar sem gerðar voru í síðustu viku þá sé hægt að ganga lengra og með því væri þá meðalhófi náð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Willum Þór Þórsson mætti á ríkisráðsfund á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Staðan enn viðkvæm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist jafnframt vera ósammála þessari túlkun Sigríðar. Staðan í heilbrigðiskerfinu sé enn viðkvæm, einkum þegar horft er til sýkinga sem hafi komið upp inn á heilbrigðisstofnunum. Því þurfi að meta stöðuna jöfnum höndum. Í afléttingaráætlun stjórnvalda sem kynnt var á föstudag er miðað við að næsta skref verði tekið þann 24. febrúar og loks öllum takmörkunum aflétt 14. mars. Byggja þær dagsetningar á tillögum sóttvarnalæknis. „Ef allt gengur að óskum og gengur vel þá erum við auðvitað ekki að beita takmörkunum sem ekki skila neinu og munum aflétta fyrr,“ sagði Willum Þór Þórsson að loknum ríkisráðsfundi í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. 31. janúar 2022 12:02 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Að sögn hennar ber nú ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna með frelsisskerðandi takmörkunum í samræmi við ákvæði sóttvarnalaga. „Þetta er snúið hvernig á að fara í afléttingaráformin, ég hef verið að leggja áherslu á það að þegar menn eru að þrengja persónufrelsi og atvinnufrelsi þá þarf að vera brýn nauðsyn. Þess vegna var ég þeirrar skoðunar fyrir viku síðan að við værum komin öfugum megin við línuna í þessum efnum. Í millitíðinni höfum við ráðist í tilslakanir og það hvort þær duga ræðst dálítið af því hvernig gengur dag frá degi og næstu vikur,“ sagði Bjarni að loknum ríkisráðsfundi í dag. Hann segir að það komi sér ekki á óvart að sumum þyki ekki hafa verið gengið nógu langt. „Við erum enn með gríðarlega miklar takmarkanir á samfélaginu þrátt fyrir að heilt yfir virðist þetta nýja afbrigði ekki skila sér í alvarlegum veikindum, sérstaklega fyrir þá sem eru fullbólusettir. Þó eru dæmi um veikindi og ég held að svarið við þessari spurningu muni birtast okkur dag frá degi næstu vikurnar. Ef það gengur áfram jafn vel og hefur gert undanfarna daga þá er ég þeirrar skoðunar að við gætum þurft að létta hraðar.“ Með talsvert svigrúm En ef það kemur í ljós á næstu vikum að þetta er lögbrot, mun það þá ekki hafa einhverjar afleiðingar í för með sér? „Ég ætla ekkert að spá fyrir um það nákvæmlega, ég get nú bara vísað til þess sem hefur verði skrifað um þetta efni að framkvæmdavaldinu er áskilið talsvert svigrúm skulum við segja til að framkvæma þetta meðalhóf sem verður að vera til staðar. Sumum finnst það alls ekki vera til staðar núna og ég skil það alveg ágætlega en ég geng út frá því að ef áfram gengur vel þrátt fyrir þær afléttingar sem gerðar voru í síðustu viku þá sé hægt að ganga lengra og með því væri þá meðalhófi náð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Willum Þór Þórsson mætti á ríkisráðsfund á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Staðan enn viðkvæm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist jafnframt vera ósammála þessari túlkun Sigríðar. Staðan í heilbrigðiskerfinu sé enn viðkvæm, einkum þegar horft er til sýkinga sem hafi komið upp inn á heilbrigðisstofnunum. Því þurfi að meta stöðuna jöfnum höndum. Í afléttingaráætlun stjórnvalda sem kynnt var á föstudag er miðað við að næsta skref verði tekið þann 24. febrúar og loks öllum takmörkunum aflétt 14. mars. Byggja þær dagsetningar á tillögum sóttvarnalæknis. „Ef allt gengur að óskum og gengur vel þá erum við auðvitað ekki að beita takmörkunum sem ekki skila neinu og munum aflétta fyrr,“ sagði Willum Þór Þórsson að loknum ríkisráðsfundi í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. 31. janúar 2022 12:02 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. 31. janúar 2022 12:02