Emma Raducanu: Ég er ekki lengur örugg heima hjá mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 10:31 Emma Raducanu hefur ekki alveg náð að fylgja eftir sigri sínum á Opna bandaríska meistaramótinu. EPA-EFE/JAMES GOURLEY Emma Raducanu sló óvænt í gegn aðeins átján ára gömul þegar hún vann Opna bandaríska risamótið í tennis í fyrra og varð um leið á augabragði ein stærsta íþróttastjarna Breta. Nú er hún að kynnast óhugnanlegu hliðum frægðarinnar. Nú er það orðið opinbert að 35 ára gamall maður hafi ofsótt Emmu í þrígang í lok síðasta árs. Hún segist ekki lengur vera örugg heima hjá sér. Amrit Magar hefur þegar verið dæmdur sekur en hann á eftir að fá refsingu. "I am constantly looking over my shoulder. I feel on edge and worried this could happen again. I don t feel safe in my own home."A 35-year-old man has been found guilty of stalking Emma Raducanu.— TENNIS (@Tennis) January 31, 2022 „Ég hef áhyggjur af því að fara út sérstaklega ef ég er ein. Það er búið að taka frelsið frá mér og ég er alltaf að horfa yfir öxlina á mér. Ég er ekki lengur örugg heima hjá mér lengur,“ sagði Emma Raducanu í réttarsalnum en breskir miðlar segja frá. „Ég vil flytja í nýtt hús með betra öryggiskerfi af því að ég hef áhyggjur af því að hann komi aftur. Hann veit hvar ég á heima,“ sagði Emma. 23. nóvember þóttist Magar að vera sendill og kom með blóm til hennar með korti þar sem stóð að Raducanu ætti ást skilið. Viku seinna skildi Magar eftir kort í póstkassanum þar sem kom fram leiðin frá hans heimili til heimili Emmu. Man found guilty of stalking British number one Emma Raducanu https://t.co/F8kBU2l07W— BBC News (World) (@BBCWorld) January 29, 2022 Tveimur dögum síðar skreytti hann síðan tré í garði fjölskyldunnar með jólaljósum. Hann sá síðan opnar dyr og stal skóm föður hennar. Faðir Emmu tók eftir honum í öryggiskerfinu og rak hann í burtu um leið og hann hringdi á lögregluna. Lögreglan kom og handtók þennan 35 ára gamla mann og hann var með skóna í pokanum sínum. Hann sagðist hafa viljað taka með sér minjagrip og hélt að Emma ætti þessa skó. Magar sagði fyrir dómara að hann skammaði sín fyrir þetta þegar hann frétti að hann hefði með þessu komu Emmu í uppnám. Tennis Bretland Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Nú er það orðið opinbert að 35 ára gamall maður hafi ofsótt Emmu í þrígang í lok síðasta árs. Hún segist ekki lengur vera örugg heima hjá sér. Amrit Magar hefur þegar verið dæmdur sekur en hann á eftir að fá refsingu. "I am constantly looking over my shoulder. I feel on edge and worried this could happen again. I don t feel safe in my own home."A 35-year-old man has been found guilty of stalking Emma Raducanu.— TENNIS (@Tennis) January 31, 2022 „Ég hef áhyggjur af því að fara út sérstaklega ef ég er ein. Það er búið að taka frelsið frá mér og ég er alltaf að horfa yfir öxlina á mér. Ég er ekki lengur örugg heima hjá mér lengur,“ sagði Emma Raducanu í réttarsalnum en breskir miðlar segja frá. „Ég vil flytja í nýtt hús með betra öryggiskerfi af því að ég hef áhyggjur af því að hann komi aftur. Hann veit hvar ég á heima,“ sagði Emma. 23. nóvember þóttist Magar að vera sendill og kom með blóm til hennar með korti þar sem stóð að Raducanu ætti ást skilið. Viku seinna skildi Magar eftir kort í póstkassanum þar sem kom fram leiðin frá hans heimili til heimili Emmu. Man found guilty of stalking British number one Emma Raducanu https://t.co/F8kBU2l07W— BBC News (World) (@BBCWorld) January 29, 2022 Tveimur dögum síðar skreytti hann síðan tré í garði fjölskyldunnar með jólaljósum. Hann sá síðan opnar dyr og stal skóm föður hennar. Faðir Emmu tók eftir honum í öryggiskerfinu og rak hann í burtu um leið og hann hringdi á lögregluna. Lögreglan kom og handtók þennan 35 ára gamla mann og hann var með skóna í pokanum sínum. Hann sagðist hafa viljað taka með sér minjagrip og hélt að Emma ætti þessa skó. Magar sagði fyrir dómara að hann skammaði sín fyrir þetta þegar hann frétti að hann hefði með þessu komu Emmu í uppnám.
Tennis Bretland Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira