Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2022 14:01 Geimfarar sofandi um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. Í vísindaskáldskap hafa geimfarar lengi lagst í dvala eða fryst sig til að gera geimferðir auðveldari en nú er útlit fyrir að vísindaskáldskapur sé enn einu sinni að teygja anga sína til raunveruleikans. Þegar menn verða sendir til Mars á komandi árum gera sérfræðingar ráð fyrir því að þeir þurfi að taka með sér vatn og mat fyrir tveggja ára ferðalag. Vísindamenn ESA áætla að þegar tekið sé saman hvað fylgi hverjum geimfara á degi hverjum sé það um 30 kíló. Þar er um að ræða mat sem þeir borða, vatn sem þeir drekka, loft sem þeira anda úrgang, umbúðir sem fylgja öllum birgðum og annað. Hér má sjá hvernig vísindamenn áætla þá þyngd sem fylgir sex geimförum til Mars á degi hverjum. Þarna er borið saman hvað þyrfti í geimferð ef geimfarar eru í dvala annars vegar og ekki hins vegar. Til dæmis þyrfti 703 kíló af mat ef þeir væru í dvala og tæp sex tonn án dvala. Þó yrði eflaust hægt að draga úr því að einhverju leyti með því að rækta mat um borð í geimfarinu og endurvinna drykkjarvatn úr þvagi og saur. Allur sá búnaður sem til þyrfti myndi þó einnig vega mikið og taka mikið pláss. Burtséð frá þyngd og plássi þarf einnig að taka tillit til þess andlega álags sem langar geimferðir í takmörkuðu rými og miklu návígi valda. Birnir sambærilegastir mönnum Í nýrri grein á vef ESA segir að mörg dýr í náttúrunni hafi sýnt fram á getu til að draga verulega úr líkamsstarfsemi og leggjast í dvala til lengri tíma. Það geri þau vegna til að lifa af kulda, skort á fæðu og vatni. Vísindamenn ESA líta þó til bjarndýra. Þeir hafi margir sambærilegan massa og menn og menn ættu að þola sambærilega lækkun líkamshita og birnir upplifa í dvala. Þá eru bjarnategundir sem leggjast í dvala í sex mánuði, án þess að missa mikinn vöðvamassa. Þeir eru einungis um tuttugu daga að komast aftur í hefðbundið form. Ef maður myndi leggjast niður í sex mánuði myndi hann tapa miklum vöðvamassa og beinastyrk, auk þess sem líkurnar á hjartaáfalli myndu aukast til muna. Hér má sjá frægt atriði úr Alien þar sem áhöfn geimskipsins Nostromo vaknar úr dvala. Eins og birnir þyrftu mennskir geimfarar að safna upp fitubirgðum áður en þeir myndu leggjast í dvala. Takist vísindamönnum að leggja geimfara í dvala yrðu langar geimferðir mun auðveldari í framkvæmd en dvalinn gæti þar að auki varið geimfara gegn skaðlegri geislun sem segulsvið jarðarinnar ver okkur gegn. ESA Vísindamenn ESA, sem birtu rannsóknargrein um dvala í geimferðum í desember, segja lítið magn testósteróns virðast skipta sköpum í dvala spendýra og estrógen hafi mikla stjórn á efnaskiptum í líkamanum. Þá segja þeir vísbendingar um að auðveldara sé að setja konur í dvala en menn og því séu þær mögulega betri geimfarar í löngum geimferðum. Þeir leggja til að byggja nokkurs konar skeljar fyrir geimfara þar sem aðstæður yrðu kjörnar fyrir dvala. Birta væri lítil, hitastig undir tíu gráðum og raki mikill. Gervigreind gæti svo fylgst með heilsu geimfaranna í gegnum skynjara og sömuleiðis fylgst með ástandi geimfarsins. Hver skel ætti að vera umkringd vatni sem myndi verja geimfaranna gegn hættulegri geislun. Geimurinn Tækni Mars Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45 „Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætluninnar enn og aftur Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn einu sinni. Nú stendur til að skjóta fyrstu Space Launch System (SLS) eldflauginni út í geim með Orion-geimfar, sem á að fara hring um tunglið, í mars eða apríl. 21. desember 2021 16:20 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Í vísindaskáldskap hafa geimfarar lengi lagst í dvala eða fryst sig til að gera geimferðir auðveldari en nú er útlit fyrir að vísindaskáldskapur sé enn einu sinni að teygja anga sína til raunveruleikans. Þegar menn verða sendir til Mars á komandi árum gera sérfræðingar ráð fyrir því að þeir þurfi að taka með sér vatn og mat fyrir tveggja ára ferðalag. Vísindamenn ESA áætla að þegar tekið sé saman hvað fylgi hverjum geimfara á degi hverjum sé það um 30 kíló. Þar er um að ræða mat sem þeir borða, vatn sem þeir drekka, loft sem þeira anda úrgang, umbúðir sem fylgja öllum birgðum og annað. Hér má sjá hvernig vísindamenn áætla þá þyngd sem fylgir sex geimförum til Mars á degi hverjum. Þarna er borið saman hvað þyrfti í geimferð ef geimfarar eru í dvala annars vegar og ekki hins vegar. Til dæmis þyrfti 703 kíló af mat ef þeir væru í dvala og tæp sex tonn án dvala. Þó yrði eflaust hægt að draga úr því að einhverju leyti með því að rækta mat um borð í geimfarinu og endurvinna drykkjarvatn úr þvagi og saur. Allur sá búnaður sem til þyrfti myndi þó einnig vega mikið og taka mikið pláss. Burtséð frá þyngd og plássi þarf einnig að taka tillit til þess andlega álags sem langar geimferðir í takmörkuðu rými og miklu návígi valda. Birnir sambærilegastir mönnum Í nýrri grein á vef ESA segir að mörg dýr í náttúrunni hafi sýnt fram á getu til að draga verulega úr líkamsstarfsemi og leggjast í dvala til lengri tíma. Það geri þau vegna til að lifa af kulda, skort á fæðu og vatni. Vísindamenn ESA líta þó til bjarndýra. Þeir hafi margir sambærilegan massa og menn og menn ættu að þola sambærilega lækkun líkamshita og birnir upplifa í dvala. Þá eru bjarnategundir sem leggjast í dvala í sex mánuði, án þess að missa mikinn vöðvamassa. Þeir eru einungis um tuttugu daga að komast aftur í hefðbundið form. Ef maður myndi leggjast niður í sex mánuði myndi hann tapa miklum vöðvamassa og beinastyrk, auk þess sem líkurnar á hjartaáfalli myndu aukast til muna. Hér má sjá frægt atriði úr Alien þar sem áhöfn geimskipsins Nostromo vaknar úr dvala. Eins og birnir þyrftu mennskir geimfarar að safna upp fitubirgðum áður en þeir myndu leggjast í dvala. Takist vísindamönnum að leggja geimfara í dvala yrðu langar geimferðir mun auðveldari í framkvæmd en dvalinn gæti þar að auki varið geimfara gegn skaðlegri geislun sem segulsvið jarðarinnar ver okkur gegn. ESA Vísindamenn ESA, sem birtu rannsóknargrein um dvala í geimferðum í desember, segja lítið magn testósteróns virðast skipta sköpum í dvala spendýra og estrógen hafi mikla stjórn á efnaskiptum í líkamanum. Þá segja þeir vísbendingar um að auðveldara sé að setja konur í dvala en menn og því séu þær mögulega betri geimfarar í löngum geimferðum. Þeir leggja til að byggja nokkurs konar skeljar fyrir geimfara þar sem aðstæður yrðu kjörnar fyrir dvala. Birta væri lítil, hitastig undir tíu gráðum og raki mikill. Gervigreind gæti svo fylgst með heilsu geimfaranna í gegnum skynjara og sömuleiðis fylgst með ástandi geimfarsins. Hver skel ætti að vera umkringd vatni sem myndi verja geimfaranna gegn hættulegri geislun.
Geimurinn Tækni Mars Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45 „Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætluninnar enn og aftur Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn einu sinni. Nú stendur til að skjóta fyrstu Space Launch System (SLS) eldflauginni út í geim með Orion-geimfar, sem á að fara hring um tunglið, í mars eða apríl. 21. desember 2021 16:20 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45
„Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætluninnar enn og aftur Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn einu sinni. Nú stendur til að skjóta fyrstu Space Launch System (SLS) eldflauginni út í geim með Orion-geimfar, sem á að fara hring um tunglið, í mars eða apríl. 21. desember 2021 16:20
Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01
Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05