Lögreglan stuðlar að dreifingu amfetamíns — kyndir hún næst undir morðum? Einar Steingrímsson skrifar 1. febrúar 2022 14:01 Í nýlegri frétt á RÚV má lesa eftirfarandi: „... lögreglan hafi farið í leynilega húsleit á heimili mannsins í desember fyrir þremur árum þar sem hún fann lítra af amfetamínbasa og rúmlega 400 grömm af amfetamíni. Í ákærunni segir að lögregla hafi skipt út amfetamínbasanum fyrir annan vökva en látið amfetamínið vera vegna rannsóknarhagsmuna. ... Mánuði eftir leynilegu húsleitina kom lögreglan aftur á staðinn. Maðurinn framvísaði þá því amfetamíni sem eftir var eða rúmlega 200 grömmum.“ Nú má deila um hvort vit sé í að hafa afskipti af vímuefnaneyslu fólks. En ríkið eyðir líklega milljörðum á ári, ef allt er talið, í stríð sem vissulega er vonlaust, en samt endalaust háð af réttarkerfinu. Það er gert á þeirri forsendu að það sé betra fyrir samfélagið en að hætt verði að banna neyslu vímuefna, annarra en þeirra sem eru ríkinu þóknanleg (þótt þau valdi væntanlega mun meiri skaða en hin ólöglegu). Og meðan ríkið rekur þetta stríð, og lögreglan beitir í því aðferðum af þessu tagi, þá er ekki furða að spurt sé hvað sé næst. Eða, eins og kunningi minn einn orðaði það: „Ég hef stundum líkt þessu við að lögreglan fái inná borð til sín til rannsóknar manndrápstilraun, þar sem eiginmaður reynir að drepa konu sína, og lögreglan ákveður að sleppa honum við kæru í von um að honum takist ætlunarverkið næst og fái þarmeð mun þyngri dóm.“ Þetta hljómar auðvitað fáránlega. En þegar réttarkerfið þykist vera að vernda almenning gegn stórkostlegri hættu með stríðinu gegn vímuefnum, hvernig getur lögreglan þá réttlætt að hún láti 400 grömm af amfetamíni óhreyfð, vitandi að þau muni að öllum líkindum rata til neytenda? Er svarið kannski að lögreglan viti að þetta stríð hennar er verra en tilgangslaust, og að þar á bæ sé fólk bara í bófahasar, af því það langi svo að líta út eins og liðið í nýjustu löggutöffaraseríunni? Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt á RÚV má lesa eftirfarandi: „... lögreglan hafi farið í leynilega húsleit á heimili mannsins í desember fyrir þremur árum þar sem hún fann lítra af amfetamínbasa og rúmlega 400 grömm af amfetamíni. Í ákærunni segir að lögregla hafi skipt út amfetamínbasanum fyrir annan vökva en látið amfetamínið vera vegna rannsóknarhagsmuna. ... Mánuði eftir leynilegu húsleitina kom lögreglan aftur á staðinn. Maðurinn framvísaði þá því amfetamíni sem eftir var eða rúmlega 200 grömmum.“ Nú má deila um hvort vit sé í að hafa afskipti af vímuefnaneyslu fólks. En ríkið eyðir líklega milljörðum á ári, ef allt er talið, í stríð sem vissulega er vonlaust, en samt endalaust háð af réttarkerfinu. Það er gert á þeirri forsendu að það sé betra fyrir samfélagið en að hætt verði að banna neyslu vímuefna, annarra en þeirra sem eru ríkinu þóknanleg (þótt þau valdi væntanlega mun meiri skaða en hin ólöglegu). Og meðan ríkið rekur þetta stríð, og lögreglan beitir í því aðferðum af þessu tagi, þá er ekki furða að spurt sé hvað sé næst. Eða, eins og kunningi minn einn orðaði það: „Ég hef stundum líkt þessu við að lögreglan fái inná borð til sín til rannsóknar manndrápstilraun, þar sem eiginmaður reynir að drepa konu sína, og lögreglan ákveður að sleppa honum við kæru í von um að honum takist ætlunarverkið næst og fái þarmeð mun þyngri dóm.“ Þetta hljómar auðvitað fáránlega. En þegar réttarkerfið þykist vera að vernda almenning gegn stórkostlegri hættu með stríðinu gegn vímuefnum, hvernig getur lögreglan þá réttlætt að hún láti 400 grömm af amfetamíni óhreyfð, vitandi að þau muni að öllum líkindum rata til neytenda? Er svarið kannski að lögreglan viti að þetta stríð hennar er verra en tilgangslaust, og að þar á bæ sé fólk bara í bófahasar, af því það langi svo að líta út eins og liðið í nýjustu löggutöffaraseríunni? Höfundur er stærðfræðingur.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar