Fordæmi fyrir skjálfta upp á 5,5 á hrinusvæði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 14:42 Um 550 skjálftar hafa mælst í yfirstandandi skjálftahrinu vestan við Ok í Borgarfirði. Veðurstofa Íslands Stóri skjálftinn sem reið yfir laust eftir miðnætti vestan við Ok í Borgarfirði er sá stærsti sem mælst hefur í árafjöld, en hann mældist 3,7 að stærð. Fordæmi er fyrir skjálfta upp á 5,5 á svæðinu en hann varð í námunda við það svæði sem undir er í yfirstandandi hrinu. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hrinan sé um margt sérstök. Um innflekaskjálfta sé að ræða þar sem staðsetning þeirra sé utan flekaskila og eldvirkra svæða. Innflekaskjálftar geta orðið vegna láréttrar tognunar í jarðskorpunni. „Þessi skjálfti sem varð í nótt er stærsti í þessari hrinu og jafnframt stærsti skjálftinn á þessu svæði í dágóðan tíma. Síðast var skjálftahrina á svæðinu árið 1974 en þá mældust stærri skjálftar, meðal annars 5,5 að stærð þannig að það eru dæmi um aðeins stærri skjálfta en við sáum í nótt.“ Umræddur skjálfti sem Einar vísar í varð aðeins norðar en það svæði sem undir er í yfirstandandi hrinu. Frásagnir eru um grjóthrun og lítilsháttar sprungur og skemmdir eftir þann stóra árið 1974. „Skjálftahrinan stóð yfir í meira en tvo mánuði og við erum komin í um það bil mánuð með þessa hrinu þannig að hún gæti haldið eitthvað áfram.“ Einar Bessi segist alls ekki vilja vekja ugg hjá fólki með því að minnast á stóra skjálftann frá 1974 en hann sé þó ágætis áminning um stærri skjálftar gætu orðið í þessari hrinu og því alltaf gott að fara að öllu með gát. Jarðskjálftahrinan hófst seinni hluta desembermánaðar og stendur enn. Um 550 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá upphafi hrinu. Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Tengdar fréttir Skjálfti 3,7 á Vesturlandi skömmu eftir miðnætti Skjálfti 3,7 að stærð varð um tíu kílómetra vestur af Oki á Vesturlandi um fimm mínútur yfir miðnætti í nótt. 1. febrúar 2022 07:25 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hrinan sé um margt sérstök. Um innflekaskjálfta sé að ræða þar sem staðsetning þeirra sé utan flekaskila og eldvirkra svæða. Innflekaskjálftar geta orðið vegna láréttrar tognunar í jarðskorpunni. „Þessi skjálfti sem varð í nótt er stærsti í þessari hrinu og jafnframt stærsti skjálftinn á þessu svæði í dágóðan tíma. Síðast var skjálftahrina á svæðinu árið 1974 en þá mældust stærri skjálftar, meðal annars 5,5 að stærð þannig að það eru dæmi um aðeins stærri skjálfta en við sáum í nótt.“ Umræddur skjálfti sem Einar vísar í varð aðeins norðar en það svæði sem undir er í yfirstandandi hrinu. Frásagnir eru um grjóthrun og lítilsháttar sprungur og skemmdir eftir þann stóra árið 1974. „Skjálftahrinan stóð yfir í meira en tvo mánuði og við erum komin í um það bil mánuð með þessa hrinu þannig að hún gæti haldið eitthvað áfram.“ Einar Bessi segist alls ekki vilja vekja ugg hjá fólki með því að minnast á stóra skjálftann frá 1974 en hann sé þó ágætis áminning um stærri skjálftar gætu orðið í þessari hrinu og því alltaf gott að fara að öllu með gát. Jarðskjálftahrinan hófst seinni hluta desembermánaðar og stendur enn. Um 550 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá upphafi hrinu.
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Tengdar fréttir Skjálfti 3,7 á Vesturlandi skömmu eftir miðnætti Skjálfti 3,7 að stærð varð um tíu kílómetra vestur af Oki á Vesturlandi um fimm mínútur yfir miðnætti í nótt. 1. febrúar 2022 07:25 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Skjálfti 3,7 á Vesturlandi skömmu eftir miðnætti Skjálfti 3,7 að stærð varð um tíu kílómetra vestur af Oki á Vesturlandi um fimm mínútur yfir miðnætti í nótt. 1. febrúar 2022 07:25
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent