„Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu“ Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2022 14:32 Jóhann Páll segir óboðlegt með öllu að láta eins og forseti Alþingis, sem er einmitt Birgir Ármannsson sem sést í bakgrunni þessarar myndar, hafi eitthvert húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, segir færslu á ríkisendurskoðanda yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri, stangast á við þrískiptingu ríkisvaldsins og geti ekki talist heimil. Þetta kom fram í ræðu Jóhanns Páls á þingi nú fyrir skömmu. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að honum hafi hreinlega runnið í skap við að flytja ræðuna. Nýlega hafi þingmönnum verið tilkynnt að forseti Alþingis hefði fallist á beiðni menningarráðherra um að ríkisendurskoðandi yrði fluttur yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri. En um er að ræða þau Lilju Dögg Alfreðsdóttur og Skúla Eggert Þórðarson. Þetta mun vera gert á grundvelli 36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en samkvæmt ákvæðinu „getur stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi, enda óski það stjórnvald eftir því“. Ríkisendurskoðun ekki hluti af framkvæmdavaldinu Jóhann Páll segir að ef greinargerðin frá því að starfsmannalög voru sett þá komi þar skýrt fram að ákvæðið snúist um heimildir ráðherra, að „heimilt sé að flytja mann úr einu embætti í annað þótt embættin heyri undir tvo ráðherra“. Jóhann Páll segir að það skipti máli, að um tvo ráðherra sé að ræða. „Því við skulum hafa það alveg á hreinu að ríkisendurskoðun er ekki hluti af framkvæmdavaldinu og ríkisendurskoðandi heyrir ekki undir neinn ráðherra – þetta er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis rétt eins og umboðsmaður Alþingis.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en Jóhann Páll sakar hana um að hafa haft þrískiptingu ríkisvaldsins að engu með skipan Skúla Eggerts.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn fullyrðir að með þessum gjörningi sé verið að misbeita 36. gr. starfsmannalaga. „Það myndi engum detta það í hug að ráðherra gæti til dæmis teygt sig yfir á svið dómsvaldsins og flutt dómara yfir í ráðuneytið sitt, en lögin gera heldur ekki ráð fyrir að ráðherra teygi sig yfir á svið löggjafarvaldsins og eftirlitsstofnana þess og sæki sér þangað embættismann,“ segir Jóhann Páll. Stórhættulegt fordæmi Þingmaðurinn bendir á að skaðlegt að beita lögunum með þeim hætti. „Og óboðlegt að láta eins og forseti Alþingis hafi eitthvert húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda, að forseti „fallist á“ flutning hans yfir til ráðuneytis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður í sínum störfum, hann er trúnaðarmaður Alþingis, kosinn af Alþingi og honum verður ekki vikið úr starfi nema með samþykki Alþingis.“ Jóhann Páll telur einsýnt að hér sé sett hættulegt fordæmi og hann mótmælir því: Þetta stríði gegn þrískiptingu ríkisvalds, þetta sé virðingarleysi gagnvart Alþingi og stjórnskipulegri stöðu þeirra eftirlitsstofnana sem starfa á vegum þess. „Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu.“ Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Jóhanns Páls á þingi nú fyrir skömmu. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að honum hafi hreinlega runnið í skap við að flytja ræðuna. Nýlega hafi þingmönnum verið tilkynnt að forseti Alþingis hefði fallist á beiðni menningarráðherra um að ríkisendurskoðandi yrði fluttur yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri. En um er að ræða þau Lilju Dögg Alfreðsdóttur og Skúla Eggert Þórðarson. Þetta mun vera gert á grundvelli 36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en samkvæmt ákvæðinu „getur stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi, enda óski það stjórnvald eftir því“. Ríkisendurskoðun ekki hluti af framkvæmdavaldinu Jóhann Páll segir að ef greinargerðin frá því að starfsmannalög voru sett þá komi þar skýrt fram að ákvæðið snúist um heimildir ráðherra, að „heimilt sé að flytja mann úr einu embætti í annað þótt embættin heyri undir tvo ráðherra“. Jóhann Páll segir að það skipti máli, að um tvo ráðherra sé að ræða. „Því við skulum hafa það alveg á hreinu að ríkisendurskoðun er ekki hluti af framkvæmdavaldinu og ríkisendurskoðandi heyrir ekki undir neinn ráðherra – þetta er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis rétt eins og umboðsmaður Alþingis.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en Jóhann Páll sakar hana um að hafa haft þrískiptingu ríkisvaldsins að engu með skipan Skúla Eggerts.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn fullyrðir að með þessum gjörningi sé verið að misbeita 36. gr. starfsmannalaga. „Það myndi engum detta það í hug að ráðherra gæti til dæmis teygt sig yfir á svið dómsvaldsins og flutt dómara yfir í ráðuneytið sitt, en lögin gera heldur ekki ráð fyrir að ráðherra teygi sig yfir á svið löggjafarvaldsins og eftirlitsstofnana þess og sæki sér þangað embættismann,“ segir Jóhann Páll. Stórhættulegt fordæmi Þingmaðurinn bendir á að skaðlegt að beita lögunum með þeim hætti. „Og óboðlegt að láta eins og forseti Alþingis hafi eitthvert húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda, að forseti „fallist á“ flutning hans yfir til ráðuneytis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður í sínum störfum, hann er trúnaðarmaður Alþingis, kosinn af Alþingi og honum verður ekki vikið úr starfi nema með samþykki Alþingis.“ Jóhann Páll telur einsýnt að hér sé sett hættulegt fordæmi og hann mótmælir því: Þetta stríði gegn þrískiptingu ríkisvalds, þetta sé virðingarleysi gagnvart Alþingi og stjórnskipulegri stöðu þeirra eftirlitsstofnana sem starfa á vegum þess. „Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu.“
Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent