„Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu“ Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2022 14:32 Jóhann Páll segir óboðlegt með öllu að láta eins og forseti Alþingis, sem er einmitt Birgir Ármannsson sem sést í bakgrunni þessarar myndar, hafi eitthvert húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, segir færslu á ríkisendurskoðanda yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri, stangast á við þrískiptingu ríkisvaldsins og geti ekki talist heimil. Þetta kom fram í ræðu Jóhanns Páls á þingi nú fyrir skömmu. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að honum hafi hreinlega runnið í skap við að flytja ræðuna. Nýlega hafi þingmönnum verið tilkynnt að forseti Alþingis hefði fallist á beiðni menningarráðherra um að ríkisendurskoðandi yrði fluttur yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri. En um er að ræða þau Lilju Dögg Alfreðsdóttur og Skúla Eggert Þórðarson. Þetta mun vera gert á grundvelli 36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en samkvæmt ákvæðinu „getur stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi, enda óski það stjórnvald eftir því“. Ríkisendurskoðun ekki hluti af framkvæmdavaldinu Jóhann Páll segir að ef greinargerðin frá því að starfsmannalög voru sett þá komi þar skýrt fram að ákvæðið snúist um heimildir ráðherra, að „heimilt sé að flytja mann úr einu embætti í annað þótt embættin heyri undir tvo ráðherra“. Jóhann Páll segir að það skipti máli, að um tvo ráðherra sé að ræða. „Því við skulum hafa það alveg á hreinu að ríkisendurskoðun er ekki hluti af framkvæmdavaldinu og ríkisendurskoðandi heyrir ekki undir neinn ráðherra – þetta er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis rétt eins og umboðsmaður Alþingis.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en Jóhann Páll sakar hana um að hafa haft þrískiptingu ríkisvaldsins að engu með skipan Skúla Eggerts.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn fullyrðir að með þessum gjörningi sé verið að misbeita 36. gr. starfsmannalaga. „Það myndi engum detta það í hug að ráðherra gæti til dæmis teygt sig yfir á svið dómsvaldsins og flutt dómara yfir í ráðuneytið sitt, en lögin gera heldur ekki ráð fyrir að ráðherra teygi sig yfir á svið löggjafarvaldsins og eftirlitsstofnana þess og sæki sér þangað embættismann,“ segir Jóhann Páll. Stórhættulegt fordæmi Þingmaðurinn bendir á að skaðlegt að beita lögunum með þeim hætti. „Og óboðlegt að láta eins og forseti Alþingis hafi eitthvert húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda, að forseti „fallist á“ flutning hans yfir til ráðuneytis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður í sínum störfum, hann er trúnaðarmaður Alþingis, kosinn af Alþingi og honum verður ekki vikið úr starfi nema með samþykki Alþingis.“ Jóhann Páll telur einsýnt að hér sé sett hættulegt fordæmi og hann mótmælir því: Þetta stríði gegn þrískiptingu ríkisvalds, þetta sé virðingarleysi gagnvart Alþingi og stjórnskipulegri stöðu þeirra eftirlitsstofnana sem starfa á vegum þess. „Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu.“ Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Jóhanns Páls á þingi nú fyrir skömmu. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að honum hafi hreinlega runnið í skap við að flytja ræðuna. Nýlega hafi þingmönnum verið tilkynnt að forseti Alþingis hefði fallist á beiðni menningarráðherra um að ríkisendurskoðandi yrði fluttur yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri. En um er að ræða þau Lilju Dögg Alfreðsdóttur og Skúla Eggert Þórðarson. Þetta mun vera gert á grundvelli 36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en samkvæmt ákvæðinu „getur stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi, enda óski það stjórnvald eftir því“. Ríkisendurskoðun ekki hluti af framkvæmdavaldinu Jóhann Páll segir að ef greinargerðin frá því að starfsmannalög voru sett þá komi þar skýrt fram að ákvæðið snúist um heimildir ráðherra, að „heimilt sé að flytja mann úr einu embætti í annað þótt embættin heyri undir tvo ráðherra“. Jóhann Páll segir að það skipti máli, að um tvo ráðherra sé að ræða. „Því við skulum hafa það alveg á hreinu að ríkisendurskoðun er ekki hluti af framkvæmdavaldinu og ríkisendurskoðandi heyrir ekki undir neinn ráðherra – þetta er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis rétt eins og umboðsmaður Alþingis.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en Jóhann Páll sakar hana um að hafa haft þrískiptingu ríkisvaldsins að engu með skipan Skúla Eggerts.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn fullyrðir að með þessum gjörningi sé verið að misbeita 36. gr. starfsmannalaga. „Það myndi engum detta það í hug að ráðherra gæti til dæmis teygt sig yfir á svið dómsvaldsins og flutt dómara yfir í ráðuneytið sitt, en lögin gera heldur ekki ráð fyrir að ráðherra teygi sig yfir á svið löggjafarvaldsins og eftirlitsstofnana þess og sæki sér þangað embættismann,“ segir Jóhann Páll. Stórhættulegt fordæmi Þingmaðurinn bendir á að skaðlegt að beita lögunum með þeim hætti. „Og óboðlegt að láta eins og forseti Alþingis hafi eitthvert húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda, að forseti „fallist á“ flutning hans yfir til ráðuneytis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður í sínum störfum, hann er trúnaðarmaður Alþingis, kosinn af Alþingi og honum verður ekki vikið úr starfi nema með samþykki Alþingis.“ Jóhann Páll telur einsýnt að hér sé sett hættulegt fordæmi og hann mótmælir því: Þetta stríði gegn þrískiptingu ríkisvalds, þetta sé virðingarleysi gagnvart Alþingi og stjórnskipulegri stöðu þeirra eftirlitsstofnana sem starfa á vegum þess. „Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu.“
Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda