Breivik fær ekki reynslulausn en er búinn að áfrýja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 15:47 Breivik verður ekki sleppt lausum í bráð virðist vera. EPA-EFE/Ole Berg-Rusten Fjöldamorðinginn Anders Breivik fær ekki reynslulausn. Þetta úrskurðaði Héraðsdómur Telemark í dag en Breivik hefur þegar áfrýjað úrskurðinum. Breivik var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsisvist fyrir að myrða 77 manneskjur í sprengingu í Osló og skotárá í Útey. Hægt er að framlengja fangelsisvistinni þannig að hann sitji inni það sem eftir er ævinnar en hann gat í fyrsta sinn núna, tíu árum eftir að hann var dæmdur, sótt um reynslulausn. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, óskaði eftir því þegar mál hans var tekið fyrir fyrr í þessum mánuði að notast væri við gamla nafn skjólstæðings síns, Anders Behring Breivik, í stað þess nafns sem hann tók upp fyrir nokkrum árum, Fjotolf Hansen. Saksóknarar höfðu ekkert á móti því. Hafi enga samúð með fórnarlömbunum Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að dómurinn meti Breivik enn sem mikla hættu við samfélag manna og ástæða sé til að hræðast að hann muni beita ofbeldi aftur. „Sakborningurinn virtist algerlega laus við samúð með fórnarlömbum hryðjuverkanna,“ segir í úrskurðinum sem vísað er í í frétt norska ríkisútvarpsins. Storrvik tilkynnti eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp að Breivik sé búinn að áfrýja. Breivik hefur kvartað yfir aðbúnaði sínum í fangelsinu og segir hann stangast á við Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist ekki sá sem skipulagði árásirnar Við aðalmeðferð umsóknarinnar fór fram geðrænt mat á Breivik og mat geðlæknirinn Randi Rosenqvist það svo að hann væri enn jafn hættulegur í dag og hann var fyrir tíu árum, þegar hann var sakfelldur fyrir hryðjuverkin. Mikil hætta sé á því að verði honum veitt reynslulausn muni hann brjóta aftur af sér. Þegar umsókn Breiviks um reynslulausn var tekin fyrir í Skien-fangelsinu þann 18. janúar síðastliðinn heilsaði Breivik að nasistasið þegar hann gekk inn í íþróttasal fangelsisins, sem var nýttur sem réttarsalur. Þá hélt hann því fram að hann hefði í raun ekki verið sá sem var á bak við hryðjuverkaárásirnar, heldur hafi honum verið innrættar róttækar skoðanir hægri öfgamanna af öfgasamtökum áður en hryðjuverkin áttu sér stað. Noregur Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Umsókn Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag Umsókn norska fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn verður tekin fyrir í Skien-fangelsinu, suðvestur af Osló í dag. 18. janúar 2022 09:33 Breivik sækist eftir reynslulausn Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut. 27. ágúst 2021 11:55 „Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Breivik var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsisvist fyrir að myrða 77 manneskjur í sprengingu í Osló og skotárá í Útey. Hægt er að framlengja fangelsisvistinni þannig að hann sitji inni það sem eftir er ævinnar en hann gat í fyrsta sinn núna, tíu árum eftir að hann var dæmdur, sótt um reynslulausn. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, óskaði eftir því þegar mál hans var tekið fyrir fyrr í þessum mánuði að notast væri við gamla nafn skjólstæðings síns, Anders Behring Breivik, í stað þess nafns sem hann tók upp fyrir nokkrum árum, Fjotolf Hansen. Saksóknarar höfðu ekkert á móti því. Hafi enga samúð með fórnarlömbunum Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að dómurinn meti Breivik enn sem mikla hættu við samfélag manna og ástæða sé til að hræðast að hann muni beita ofbeldi aftur. „Sakborningurinn virtist algerlega laus við samúð með fórnarlömbum hryðjuverkanna,“ segir í úrskurðinum sem vísað er í í frétt norska ríkisútvarpsins. Storrvik tilkynnti eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp að Breivik sé búinn að áfrýja. Breivik hefur kvartað yfir aðbúnaði sínum í fangelsinu og segir hann stangast á við Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist ekki sá sem skipulagði árásirnar Við aðalmeðferð umsóknarinnar fór fram geðrænt mat á Breivik og mat geðlæknirinn Randi Rosenqvist það svo að hann væri enn jafn hættulegur í dag og hann var fyrir tíu árum, þegar hann var sakfelldur fyrir hryðjuverkin. Mikil hætta sé á því að verði honum veitt reynslulausn muni hann brjóta aftur af sér. Þegar umsókn Breiviks um reynslulausn var tekin fyrir í Skien-fangelsinu þann 18. janúar síðastliðinn heilsaði Breivik að nasistasið þegar hann gekk inn í íþróttasal fangelsisins, sem var nýttur sem réttarsalur. Þá hélt hann því fram að hann hefði í raun ekki verið sá sem var á bak við hryðjuverkaárásirnar, heldur hafi honum verið innrættar róttækar skoðanir hægri öfgamanna af öfgasamtökum áður en hryðjuverkin áttu sér stað.
Noregur Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Umsókn Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag Umsókn norska fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn verður tekin fyrir í Skien-fangelsinu, suðvestur af Osló í dag. 18. janúar 2022 09:33 Breivik sækist eftir reynslulausn Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut. 27. ágúst 2021 11:55 „Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Umsókn Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag Umsókn norska fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn verður tekin fyrir í Skien-fangelsinu, suðvestur af Osló í dag. 18. janúar 2022 09:33
Breivik sækist eftir reynslulausn Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut. 27. ágúst 2021 11:55
„Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30