Að venju verður hægt að fylgjast með upplýsingafundinum í beinni útsendingu hér á Vísi og í textalýsingu fyrir þá sem ekki geta horf á fundinn.
Á fundinum munu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn Almannavarna fara yfir stöðu mála vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi.
Fundurinn mun eins og áður fara fram í gegn um fjarfundabúnað.