Norðmenn stíga stórt skref í átt að takmarkaleysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2022 20:27 Jonas Gahr Støre er forsætisráðherra Noregs. EPA/Kay Nietfeld Norðmenn áætla að vera búnir að afnema allar takmarkanir vegna kórónuveirunnar þann 17. febrúar næstkomandi. Strax í kvöld verður stórum hluta takmarkana þó aflétt. „Miðað við allt sem við vitum í dag, þá er rétt að afnema flestar takmarkanir, með undantekningum þó,“ hefur VG eftir Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, sem ávarpaði fréttamenn á fundi í dag. Klukkan ellefu í kvöld að staðartíma, tíu að íslenskum tíma, verður ýmsum takmörkunum aflétt í Noregi. Þannig falla allar fjöldatakmarkanir úr gildi, sem og fjarlægðarmörk á sitjandi viðburðum. Bann við afgreiðslu áfengis á veitinga- og skemmtistöðum fellur sömuleiðis úr gildi, og skólar hvattir til þess að taka upp fulla staðkennslu að nýju. Þá verður vinnuveitendum sjálfum gert að meta hversu mikil þörf er á heimavinnu starfsmanna sinna, en ítrekað að vinnustaðir geri ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að margir úr starfsliðinu veikist á sama tíma. Þá verður ekki lengur gerð krafa um að ferðamenn undirgangist kórónuveirupróf við komuna til Noregs. Eins metra regla og dansbann „Ég vil þó ítreka: Faraldrinum er ekki lokið. Hvorki í Noregi né úti í heimi. Það verða áfram ráðleggingar og reglur í gildi,“ sagði forsætisráðherrann á fundinum. Eins metra fjarlægðarregla verður enn í gildi á ýmsum stöðum, og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhafa hana. Þá verður ekki leyfilegt að dansa á skemmtistöðum, sem þó geta nú haft opið inn í nóttina. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að eins metra reglan gildi áfram, en eðli málsins samkvæmt samræmist dans á skemmtistöðum ekki þeirri reglu. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
„Miðað við allt sem við vitum í dag, þá er rétt að afnema flestar takmarkanir, með undantekningum þó,“ hefur VG eftir Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, sem ávarpaði fréttamenn á fundi í dag. Klukkan ellefu í kvöld að staðartíma, tíu að íslenskum tíma, verður ýmsum takmörkunum aflétt í Noregi. Þannig falla allar fjöldatakmarkanir úr gildi, sem og fjarlægðarmörk á sitjandi viðburðum. Bann við afgreiðslu áfengis á veitinga- og skemmtistöðum fellur sömuleiðis úr gildi, og skólar hvattir til þess að taka upp fulla staðkennslu að nýju. Þá verður vinnuveitendum sjálfum gert að meta hversu mikil þörf er á heimavinnu starfsmanna sinna, en ítrekað að vinnustaðir geri ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að margir úr starfsliðinu veikist á sama tíma. Þá verður ekki lengur gerð krafa um að ferðamenn undirgangist kórónuveirupróf við komuna til Noregs. Eins metra regla og dansbann „Ég vil þó ítreka: Faraldrinum er ekki lokið. Hvorki í Noregi né úti í heimi. Það verða áfram ráðleggingar og reglur í gildi,“ sagði forsætisráðherrann á fundinum. Eins metra fjarlægðarregla verður enn í gildi á ýmsum stöðum, og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhafa hana. Þá verður ekki leyfilegt að dansa á skemmtistöðum, sem þó geta nú haft opið inn í nóttina. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að eins metra reglan gildi áfram, en eðli málsins samkvæmt samræmist dans á skemmtistöðum ekki þeirri reglu.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira