Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2022 23:35 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Zemlianichenko Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir forsetanum, en um er að ræða fyrsta skiptið sem hann tjáir sig almennilega um ástandið sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. Hann segir markmið Bandaríkjanna vera að lokka Rússland til átaka við Úkraínu, með það að augnamiði að leggja viðskiptaþvinganir á Rússland. Þá sagði hann Bandaríkin hundsa með öllu áhyggjur Rússa af umsvifum evrópskra aðildarþjóða Atlantshafsbandalagsins í álfunni. Líkt og fjallað hefur verið um hefur viðvera rússneskra hermanna við landamæri Úkraínu valdið miklum titringi milli ríkjanna. Rússar hafa neitað ásökunum vesturlanda um að innrás í Úkraínu sé yfirvofandi. Tæp átta ár eru síðan Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu og studdu blóðuga uppreisn í austurhluta Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld hafa á móti sakað ríkisstjórn Úkraínu um að hafa látið hjá líða að fylgja eftir samkomulagi um að koma á friði í austurhluta landsins. Minnst 14.000 manns hafa fallið þar en uppreisnarmenn, studdir af Rússum, stjórna stórum svæðum þar. Segir Bandaríkin nota Úkraínu Pútin fundaði í dag með Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, að loknum fundinum sagðist hann ekki sannfærður um að heilindi lægju að baki því sem Bandaríkin hafa haldið fram um mögulega árás Rússlands inn í Úkraínu. „Mér virðist sem Bandaríkjunum sé ekki svo umhugað um öryggi Úkraínu, heldur sé aðalmarkmið þeirra að koma í veg fyrir framgang Rússlands. Að þessu leyti er Úkraína aðeins verkfæri til þess að ná þessu markmiði.“ Pútín sagði þá að Bandaríkjamenn hefðu skellt skollaeyrum við áhyggjum Rússa af öryggi í austurhluta Evrópu. Rússar hafa meðal annars farið fram á lagalega bindandi tryggingu fyrir því að Atlantshafsbandalagið teygi sig ekki lengra í austur en þegar er. Austustu Evrópuríki bandalagsins eru Eistland, Lettland og Litháen, en tvö fyrrnefndu eiga landamæri að Rússlandi til austurs. Hvorki Úkraína né Hvíta-Rússland, nágrannaríki Rússlands, eru aðildarríki Atlantshafsbandalagsins. Pútin virðist hins vegar hafa áhyggjur af því að Úkraína fái það í gegn að ganga í bandalagið, sem honum hugnast alls ekki, og gefur í skyn að Úkraína gæti þannig dregið allt bandalagið með sér í stríð við Rússland. „Segjum að Úkraína væri í bandalaginu og myndi hefja hernaðaraðgerðir [til þess að endurheimta Krímskaga]. Hvernig eigum við að berjast við Atlantshafsbandalagið? Hefur einhver hugsað um það? Svo virðist ekki vera.“ Vill hermennina burt frá landamærunum og segist til í að tala Fyrr í dag átti Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, símafund með Sergei Lavrov, kollega sínum í Moskvu, þar sem hann sagði tíma til kominn að Rússar kölluðu til baka hermennina sem nú væru við landamæri Úkraínu. Það er, ef það væri satt að Rússar hygðu ekki á innrás. Þá sagði hann Bandaríkin tilbúin að halda áfram viðræðum við Rússa um mögulegar áhyggjur þeirra síðarnefndu af öryggi í austurhluta Evrópu. Bandaríkin Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Deildu hart um ástandið á landamærum Rússlands og Úkraínu Rússar og Bandaríkjamenn deildu hart á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York í nótt. 1. febrúar 2022 07:57 „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir forsetanum, en um er að ræða fyrsta skiptið sem hann tjáir sig almennilega um ástandið sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. Hann segir markmið Bandaríkjanna vera að lokka Rússland til átaka við Úkraínu, með það að augnamiði að leggja viðskiptaþvinganir á Rússland. Þá sagði hann Bandaríkin hundsa með öllu áhyggjur Rússa af umsvifum evrópskra aðildarþjóða Atlantshafsbandalagsins í álfunni. Líkt og fjallað hefur verið um hefur viðvera rússneskra hermanna við landamæri Úkraínu valdið miklum titringi milli ríkjanna. Rússar hafa neitað ásökunum vesturlanda um að innrás í Úkraínu sé yfirvofandi. Tæp átta ár eru síðan Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu og studdu blóðuga uppreisn í austurhluta Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld hafa á móti sakað ríkisstjórn Úkraínu um að hafa látið hjá líða að fylgja eftir samkomulagi um að koma á friði í austurhluta landsins. Minnst 14.000 manns hafa fallið þar en uppreisnarmenn, studdir af Rússum, stjórna stórum svæðum þar. Segir Bandaríkin nota Úkraínu Pútin fundaði í dag með Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, að loknum fundinum sagðist hann ekki sannfærður um að heilindi lægju að baki því sem Bandaríkin hafa haldið fram um mögulega árás Rússlands inn í Úkraínu. „Mér virðist sem Bandaríkjunum sé ekki svo umhugað um öryggi Úkraínu, heldur sé aðalmarkmið þeirra að koma í veg fyrir framgang Rússlands. Að þessu leyti er Úkraína aðeins verkfæri til þess að ná þessu markmiði.“ Pútín sagði þá að Bandaríkjamenn hefðu skellt skollaeyrum við áhyggjum Rússa af öryggi í austurhluta Evrópu. Rússar hafa meðal annars farið fram á lagalega bindandi tryggingu fyrir því að Atlantshafsbandalagið teygi sig ekki lengra í austur en þegar er. Austustu Evrópuríki bandalagsins eru Eistland, Lettland og Litháen, en tvö fyrrnefndu eiga landamæri að Rússlandi til austurs. Hvorki Úkraína né Hvíta-Rússland, nágrannaríki Rússlands, eru aðildarríki Atlantshafsbandalagsins. Pútin virðist hins vegar hafa áhyggjur af því að Úkraína fái það í gegn að ganga í bandalagið, sem honum hugnast alls ekki, og gefur í skyn að Úkraína gæti þannig dregið allt bandalagið með sér í stríð við Rússland. „Segjum að Úkraína væri í bandalaginu og myndi hefja hernaðaraðgerðir [til þess að endurheimta Krímskaga]. Hvernig eigum við að berjast við Atlantshafsbandalagið? Hefur einhver hugsað um það? Svo virðist ekki vera.“ Vill hermennina burt frá landamærunum og segist til í að tala Fyrr í dag átti Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, símafund með Sergei Lavrov, kollega sínum í Moskvu, þar sem hann sagði tíma til kominn að Rússar kölluðu til baka hermennina sem nú væru við landamæri Úkraínu. Það er, ef það væri satt að Rússar hygðu ekki á innrás. Þá sagði hann Bandaríkin tilbúin að halda áfram viðræðum við Rússa um mögulegar áhyggjur þeirra síðarnefndu af öryggi í austurhluta Evrópu.
Bandaríkin Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Deildu hart um ástandið á landamærum Rússlands og Úkraínu Rússar og Bandaríkjamenn deildu hart á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York í nótt. 1. febrúar 2022 07:57 „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Deildu hart um ástandið á landamærum Rússlands og Úkraínu Rússar og Bandaríkjamenn deildu hart á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York í nótt. 1. febrúar 2022 07:57
„Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26