Ekki góðir dagar fyrir nýja Liverpool manninn í undankeppni HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 08:01 Luis Diaz í leiknum á móti Argentínu í undankeppni HM í nótt. Liðið varð helst að vinna á móti Messi lausu argentínsku liði sem var komið áfram en tókst ekki. AP/Gustavo Garello Það lítur ekki út fyrir að Luis Díaz og félagar í kólumbíska landsliðinu séu á leiðinni á HM í Katar eftir stigalausan glugga í undankeppni HM. Kólumbíska landsliðinu tókst ekki að skora í leikjum sínum á móti Argentínu og Perú og tapaði báðum leikjunum 1-0. Díaz lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum en tókst ekki að skora frekar en liðsfélögum hans. Díaz fékk heimsókn frá fulltrúum Liverpool í glugganum og gekk frá félagsskiptum sínum yfir til enska stórliðsins frá Porto en á sama tíma varð landsliðið hans af dýrmætum stigum. A message from our new Red #VamosLuis pic.twitter.com/Be82uaW5wq— Liverpool FC (@LFC) January 30, 2022 Kólumbía er í sjöunda sæti Suðurameríkuriðilsins með 17 stig. Liðið er fimm stigum á eftir Úrúgvæ sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur beint sæti á HM. Perú er í fimmta sætinu, fjórum stigum á undan Kólumbíu, en það sæti gefur þátttökurétt í umspili með liðum frá öðrum álfum. Næst á dagskrá hjá Luis Díaz er að hitta nýju liðsfélaga sína hjá Liverpool en það á samt eftir að koma í ljós hvernig Jürgen Klopp ætlar að nota hann til að byrja með. Það eykur þó líkurnar að hann fá fljótt tækifæri af því að þeir Mo Salah og Sadio Mane eru á fullu í Afríkukeppninni. Luis Diaz adds another dimension to Liverpool's attack pic.twitter.com/MlWLGTLYhR— GOAL (@goal) January 30, 2022 Síle er heldur ekki í alltof góðum málum með tveimur stigum meira en Kólumbía en aðeins tvær umferðir eru eftir. Ekvador er í þriðja sætinu með 25 stig og hefur þegar tryggt sér að minnsta kosti sæti í umspilinu. Alexis Sanchez skoraði tvívegis fyrir Síle í 3-2 útisigri á Bólivíu og hélt því HM von liðsins á lífi en útlitið er ekki bjart ekki frekar en hjá Kólumbíu. Brasilía og Argentína eru hins vegar þegar búin að tryggja sér sæti á HM. Þau bættu enn frekar stöðu sína með sigurleikjum í nótt. Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu þökk sé sigurmarki Lautaro Martinez á 29. mínútu en Argentínumenn léku þarna 29 leikinn í röð án þess að tapa og hinn taplausi Emiliano Martinez hélt marki sínu enn einu sinni hreinu. Lionel Messi lék ekki með Argentínu í þessum glugga en það stoppaði ekki liðið. Brasilía vann 4-0 sigur á Paragvæ þar sem Leedsarinn Raphinha og Aston Villa maðurinn Philippe Coutinho komu liðinu í 2-0. Það voru síðan ungu strákarnir Antony hjá Ajax og Rodrygo hjá Real Madrid sem innsigluðu sigurinn undir lokin. 4-0 1-0 1-1 4-1 2-3 #WCQ | #WorldCup | @CONMEBOL pic.twitter.com/B2ycY0QmUK— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 2, 2022 HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira
Kólumbíska landsliðinu tókst ekki að skora í leikjum sínum á móti Argentínu og Perú og tapaði báðum leikjunum 1-0. Díaz lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum en tókst ekki að skora frekar en liðsfélögum hans. Díaz fékk heimsókn frá fulltrúum Liverpool í glugganum og gekk frá félagsskiptum sínum yfir til enska stórliðsins frá Porto en á sama tíma varð landsliðið hans af dýrmætum stigum. A message from our new Red #VamosLuis pic.twitter.com/Be82uaW5wq— Liverpool FC (@LFC) January 30, 2022 Kólumbía er í sjöunda sæti Suðurameríkuriðilsins með 17 stig. Liðið er fimm stigum á eftir Úrúgvæ sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur beint sæti á HM. Perú er í fimmta sætinu, fjórum stigum á undan Kólumbíu, en það sæti gefur þátttökurétt í umspili með liðum frá öðrum álfum. Næst á dagskrá hjá Luis Díaz er að hitta nýju liðsfélaga sína hjá Liverpool en það á samt eftir að koma í ljós hvernig Jürgen Klopp ætlar að nota hann til að byrja með. Það eykur þó líkurnar að hann fá fljótt tækifæri af því að þeir Mo Salah og Sadio Mane eru á fullu í Afríkukeppninni. Luis Diaz adds another dimension to Liverpool's attack pic.twitter.com/MlWLGTLYhR— GOAL (@goal) January 30, 2022 Síle er heldur ekki í alltof góðum málum með tveimur stigum meira en Kólumbía en aðeins tvær umferðir eru eftir. Ekvador er í þriðja sætinu með 25 stig og hefur þegar tryggt sér að minnsta kosti sæti í umspilinu. Alexis Sanchez skoraði tvívegis fyrir Síle í 3-2 útisigri á Bólivíu og hélt því HM von liðsins á lífi en útlitið er ekki bjart ekki frekar en hjá Kólumbíu. Brasilía og Argentína eru hins vegar þegar búin að tryggja sér sæti á HM. Þau bættu enn frekar stöðu sína með sigurleikjum í nótt. Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu þökk sé sigurmarki Lautaro Martinez á 29. mínútu en Argentínumenn léku þarna 29 leikinn í röð án þess að tapa og hinn taplausi Emiliano Martinez hélt marki sínu enn einu sinni hreinu. Lionel Messi lék ekki með Argentínu í þessum glugga en það stoppaði ekki liðið. Brasilía vann 4-0 sigur á Paragvæ þar sem Leedsarinn Raphinha og Aston Villa maðurinn Philippe Coutinho komu liðinu í 2-0. Það voru síðan ungu strákarnir Antony hjá Ajax og Rodrygo hjá Real Madrid sem innsigluðu sigurinn undir lokin. 4-0 1-0 1-1 4-1 2-3 #WCQ | #WorldCup | @CONMEBOL pic.twitter.com/B2ycY0QmUK— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 2, 2022
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira