Ekki góðir dagar fyrir nýja Liverpool manninn í undankeppni HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 08:01 Luis Diaz í leiknum á móti Argentínu í undankeppni HM í nótt. Liðið varð helst að vinna á móti Messi lausu argentínsku liði sem var komið áfram en tókst ekki. AP/Gustavo Garello Það lítur ekki út fyrir að Luis Díaz og félagar í kólumbíska landsliðinu séu á leiðinni á HM í Katar eftir stigalausan glugga í undankeppni HM. Kólumbíska landsliðinu tókst ekki að skora í leikjum sínum á móti Argentínu og Perú og tapaði báðum leikjunum 1-0. Díaz lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum en tókst ekki að skora frekar en liðsfélögum hans. Díaz fékk heimsókn frá fulltrúum Liverpool í glugganum og gekk frá félagsskiptum sínum yfir til enska stórliðsins frá Porto en á sama tíma varð landsliðið hans af dýrmætum stigum. A message from our new Red #VamosLuis pic.twitter.com/Be82uaW5wq— Liverpool FC (@LFC) January 30, 2022 Kólumbía er í sjöunda sæti Suðurameríkuriðilsins með 17 stig. Liðið er fimm stigum á eftir Úrúgvæ sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur beint sæti á HM. Perú er í fimmta sætinu, fjórum stigum á undan Kólumbíu, en það sæti gefur þátttökurétt í umspili með liðum frá öðrum álfum. Næst á dagskrá hjá Luis Díaz er að hitta nýju liðsfélaga sína hjá Liverpool en það á samt eftir að koma í ljós hvernig Jürgen Klopp ætlar að nota hann til að byrja með. Það eykur þó líkurnar að hann fá fljótt tækifæri af því að þeir Mo Salah og Sadio Mane eru á fullu í Afríkukeppninni. Luis Diaz adds another dimension to Liverpool's attack pic.twitter.com/MlWLGTLYhR— GOAL (@goal) January 30, 2022 Síle er heldur ekki í alltof góðum málum með tveimur stigum meira en Kólumbía en aðeins tvær umferðir eru eftir. Ekvador er í þriðja sætinu með 25 stig og hefur þegar tryggt sér að minnsta kosti sæti í umspilinu. Alexis Sanchez skoraði tvívegis fyrir Síle í 3-2 útisigri á Bólivíu og hélt því HM von liðsins á lífi en útlitið er ekki bjart ekki frekar en hjá Kólumbíu. Brasilía og Argentína eru hins vegar þegar búin að tryggja sér sæti á HM. Þau bættu enn frekar stöðu sína með sigurleikjum í nótt. Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu þökk sé sigurmarki Lautaro Martinez á 29. mínútu en Argentínumenn léku þarna 29 leikinn í röð án þess að tapa og hinn taplausi Emiliano Martinez hélt marki sínu enn einu sinni hreinu. Lionel Messi lék ekki með Argentínu í þessum glugga en það stoppaði ekki liðið. Brasilía vann 4-0 sigur á Paragvæ þar sem Leedsarinn Raphinha og Aston Villa maðurinn Philippe Coutinho komu liðinu í 2-0. Það voru síðan ungu strákarnir Antony hjá Ajax og Rodrygo hjá Real Madrid sem innsigluðu sigurinn undir lokin. 4-0 1-0 1-1 4-1 2-3 #WCQ | #WorldCup | @CONMEBOL pic.twitter.com/B2ycY0QmUK— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 2, 2022 HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Kólumbíska landsliðinu tókst ekki að skora í leikjum sínum á móti Argentínu og Perú og tapaði báðum leikjunum 1-0. Díaz lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum en tókst ekki að skora frekar en liðsfélögum hans. Díaz fékk heimsókn frá fulltrúum Liverpool í glugganum og gekk frá félagsskiptum sínum yfir til enska stórliðsins frá Porto en á sama tíma varð landsliðið hans af dýrmætum stigum. A message from our new Red #VamosLuis pic.twitter.com/Be82uaW5wq— Liverpool FC (@LFC) January 30, 2022 Kólumbía er í sjöunda sæti Suðurameríkuriðilsins með 17 stig. Liðið er fimm stigum á eftir Úrúgvæ sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur beint sæti á HM. Perú er í fimmta sætinu, fjórum stigum á undan Kólumbíu, en það sæti gefur þátttökurétt í umspili með liðum frá öðrum álfum. Næst á dagskrá hjá Luis Díaz er að hitta nýju liðsfélaga sína hjá Liverpool en það á samt eftir að koma í ljós hvernig Jürgen Klopp ætlar að nota hann til að byrja með. Það eykur þó líkurnar að hann fá fljótt tækifæri af því að þeir Mo Salah og Sadio Mane eru á fullu í Afríkukeppninni. Luis Diaz adds another dimension to Liverpool's attack pic.twitter.com/MlWLGTLYhR— GOAL (@goal) January 30, 2022 Síle er heldur ekki í alltof góðum málum með tveimur stigum meira en Kólumbía en aðeins tvær umferðir eru eftir. Ekvador er í þriðja sætinu með 25 stig og hefur þegar tryggt sér að minnsta kosti sæti í umspilinu. Alexis Sanchez skoraði tvívegis fyrir Síle í 3-2 útisigri á Bólivíu og hélt því HM von liðsins á lífi en útlitið er ekki bjart ekki frekar en hjá Kólumbíu. Brasilía og Argentína eru hins vegar þegar búin að tryggja sér sæti á HM. Þau bættu enn frekar stöðu sína með sigurleikjum í nótt. Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu þökk sé sigurmarki Lautaro Martinez á 29. mínútu en Argentínumenn léku þarna 29 leikinn í röð án þess að tapa og hinn taplausi Emiliano Martinez hélt marki sínu enn einu sinni hreinu. Lionel Messi lék ekki með Argentínu í þessum glugga en það stoppaði ekki liðið. Brasilía vann 4-0 sigur á Paragvæ þar sem Leedsarinn Raphinha og Aston Villa maðurinn Philippe Coutinho komu liðinu í 2-0. Það voru síðan ungu strákarnir Antony hjá Ajax og Rodrygo hjá Real Madrid sem innsigluðu sigurinn undir lokin. 4-0 1-0 1-1 4-1 2-3 #WCQ | #WorldCup | @CONMEBOL pic.twitter.com/B2ycY0QmUK— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 2, 2022
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira