Guðni í smitgát og Elísa í sóttkví eftir að sonur þeirra greindist Atli Ísleifsson skrifar 2. febrúar 2022 08:33 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er kominn í smitgát og Eliza Reid forsetafrú í sóttkví eftir að sonur þeirra hjóna greindist með kórónuveiruna. Þetta kemur fram í færslu forsetans á Facebook. Guðni segir að sonur þeirra sé eldhress og geti verið í einangrun heima á Bessastöðum. „Sjálfur er ég í smitgát eins og forsætisráðherra, þríbólusettur. Ýmsa fundi er unnt að halda með stafrænum hætti en ekki er ráð að vera í margmenni og því þarf að fresta merkum viðburði sem til stóð að halda á morgun, veitingu nýsköpunarverðlauna forseta,“ segir forsetinn, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi einmitt frá því í gær að hún væri komin í smitgát vegna kórónuveirusmits á heimilinu. „Eliza Reid þarf að vera í sóttkví ásamt hinum börnunum þar sem hún fékk Jansen-bóluefni og aðeins er vika liðin frá þriðja skammti hennar. Við hjónin færum öllum, sem nú eru veik af veirunni, batakveðjur. Sömuleiðis fær allt fólk í sóttkví, einangrun eða smitgát góðar kveðjur. Smitrakningarteymið öfluga hefur sent spurningalista og fylgst með líðan stráksa. Allt er það mjög fagmannlega gert og við lýsum enn aðdáun okkar og þakklæti í garð heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem hafa staðið veiruvaktina í rúm tvö ár. Núna virðist hilla undir lok þeirra róttæku aðgerða sem grípa þurfti til í heimsfaraldrinum. Við þreyjum þorrann en vonandi getum við bráðum litið um öxl, strokið um frjálst höfuð og sagt: Ekki fór allt alveg eins og best var á kosið en okkur tókst þetta samt,“ segir Guðni í færslunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Forsætisráðherra í smitgát á afmælisdaginn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í smitgát vegna kórónuveirunnar, eftir að sonur hennar fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Frá þessu greinir Katrín á Facebook, en hún á afmæli í dag. 1. febrúar 2022 18:21 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu forsetans á Facebook. Guðni segir að sonur þeirra sé eldhress og geti verið í einangrun heima á Bessastöðum. „Sjálfur er ég í smitgát eins og forsætisráðherra, þríbólusettur. Ýmsa fundi er unnt að halda með stafrænum hætti en ekki er ráð að vera í margmenni og því þarf að fresta merkum viðburði sem til stóð að halda á morgun, veitingu nýsköpunarverðlauna forseta,“ segir forsetinn, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi einmitt frá því í gær að hún væri komin í smitgát vegna kórónuveirusmits á heimilinu. „Eliza Reid þarf að vera í sóttkví ásamt hinum börnunum þar sem hún fékk Jansen-bóluefni og aðeins er vika liðin frá þriðja skammti hennar. Við hjónin færum öllum, sem nú eru veik af veirunni, batakveðjur. Sömuleiðis fær allt fólk í sóttkví, einangrun eða smitgát góðar kveðjur. Smitrakningarteymið öfluga hefur sent spurningalista og fylgst með líðan stráksa. Allt er það mjög fagmannlega gert og við lýsum enn aðdáun okkar og þakklæti í garð heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem hafa staðið veiruvaktina í rúm tvö ár. Núna virðist hilla undir lok þeirra róttæku aðgerða sem grípa þurfti til í heimsfaraldrinum. Við þreyjum þorrann en vonandi getum við bráðum litið um öxl, strokið um frjálst höfuð og sagt: Ekki fór allt alveg eins og best var á kosið en okkur tókst þetta samt,“ segir Guðni í færslunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Forsætisráðherra í smitgát á afmælisdaginn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í smitgát vegna kórónuveirunnar, eftir að sonur hennar fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Frá þessu greinir Katrín á Facebook, en hún á afmæli í dag. 1. febrúar 2022 18:21 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Forsætisráðherra í smitgát á afmælisdaginn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í smitgát vegna kórónuveirunnar, eftir að sonur hennar fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Frá þessu greinir Katrín á Facebook, en hún á afmæli í dag. 1. febrúar 2022 18:21