Ákvæði um verðtryggingu í samningi Bandaríkjanna um Paxlovid Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2022 10:50 Paxlovid fær markaðsleyfi á Íslandi í febrúar. epa/Yonhap Bandarísk stjórnvöld munu greiða 530 dollara, um 68 þúsund krónur, fyrir hverja meðferð af Paxlovid, lyfjameðferð Pfizer gegn Covid-19. Verðið mun hins vegar lækka ef annað stórveldi nær hagstæðari samningum við lyfjarisann. Stjórnvöld vestanhafs hafa samið um kaup á 10 milljón skömmtum en Robin Feldman, prófessor við University of California Hastings College of the Law, segir að svo virðist sem umræddur samningur sé mun hagstæðari en sá sem gerður var við Pfizer um kaup á bóluefni fyrirtækisins. „Ég held að samningurinn endurspegli þá viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu á þessum tíma,“ sagði hún í samtali við Huffington Post. Þannig hefðu bóluefnin gegn Covid-19 og þær ýmsu meðferðir sem nú væru í boði gegn sjúkdómnum dregið úr hræðslu fólks, sem gerði það að verkum að embættismenn væru í betri aðstöðu við samningaborðið. Í samningum er að finna ákvæði um verðtryggingu, sem almenningur á að kannast við. Líkt og sumar verslanir bjóða upp á að endurgreiða neytandanum mismunin ef hann finnur sömu vöru á lægra verði annars staðar, tryggir Pfizer Bandaríkjunum lægsta verð ef annað stórveldi nær samningum við fyrirtækið um lægra verð. Markaðsleyfi á Íslandi væntanlegt í febrúar Umrædd stórveldi eru sex; Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Listinn er sumsé tæmandi og þannig myndu Bandaríkjamenn ekki hagnast á því ef til dæmis Noregur næði hagstæðari samningum við Pfizer. Í samningum er einnig kveðið á um að ef neyðarheimild Pfizer fyrir notkun Paxlovid gegn Covid-19 verður af einhverjum orsökum felld úr gildi, þá sé fyrirtækið skuldbundið til að kaupa aftur þá skammta sem ekki hafa runnið út. Miklar vonir eru bundnar við Paxlovid í baráttunni gegn Covid-19. Lyfið hefur reynst afar vel í lyfjaprófunum og dregur verulega úr líkunum á því að einstaklingar veikist alvarlega af sjúkdómnum. Þá hefur lyfið þann kost að vera í töfluformi, sem gerir það að verkum að fólk getur tekið það heima hjá sér. Flest önnur lyf sem hafa verið notuð gegn Covid-19 hefur þurft að gefa í æð. Samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar er markaðsleyfi fyrir notkun Paxlovid á Íslandi væntanlegt í febrúar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitti skilyrt markaðsleyfi fyrir notkun lyfsins í aðildarríkjum sambandsins 28. janúar síðastliðinn. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Stjórnvöld vestanhafs hafa samið um kaup á 10 milljón skömmtum en Robin Feldman, prófessor við University of California Hastings College of the Law, segir að svo virðist sem umræddur samningur sé mun hagstæðari en sá sem gerður var við Pfizer um kaup á bóluefni fyrirtækisins. „Ég held að samningurinn endurspegli þá viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu á þessum tíma,“ sagði hún í samtali við Huffington Post. Þannig hefðu bóluefnin gegn Covid-19 og þær ýmsu meðferðir sem nú væru í boði gegn sjúkdómnum dregið úr hræðslu fólks, sem gerði það að verkum að embættismenn væru í betri aðstöðu við samningaborðið. Í samningum er að finna ákvæði um verðtryggingu, sem almenningur á að kannast við. Líkt og sumar verslanir bjóða upp á að endurgreiða neytandanum mismunin ef hann finnur sömu vöru á lægra verði annars staðar, tryggir Pfizer Bandaríkjunum lægsta verð ef annað stórveldi nær samningum við fyrirtækið um lægra verð. Markaðsleyfi á Íslandi væntanlegt í febrúar Umrædd stórveldi eru sex; Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Listinn er sumsé tæmandi og þannig myndu Bandaríkjamenn ekki hagnast á því ef til dæmis Noregur næði hagstæðari samningum við Pfizer. Í samningum er einnig kveðið á um að ef neyðarheimild Pfizer fyrir notkun Paxlovid gegn Covid-19 verður af einhverjum orsökum felld úr gildi, þá sé fyrirtækið skuldbundið til að kaupa aftur þá skammta sem ekki hafa runnið út. Miklar vonir eru bundnar við Paxlovid í baráttunni gegn Covid-19. Lyfið hefur reynst afar vel í lyfjaprófunum og dregur verulega úr líkunum á því að einstaklingar veikist alvarlega af sjúkdómnum. Þá hefur lyfið þann kost að vera í töfluformi, sem gerir það að verkum að fólk getur tekið það heima hjá sér. Flest önnur lyf sem hafa verið notuð gegn Covid-19 hefur þurft að gefa í æð. Samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar er markaðsleyfi fyrir notkun Paxlovid á Íslandi væntanlegt í febrúar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitti skilyrt markaðsleyfi fyrir notkun lyfsins í aðildarríkjum sambandsins 28. janúar síðastliðinn.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira