Kærir þrjú félög og NFL-deildina fyrir kynþáttamismunun og SMS frá Belichick gæti velt þungu hlassi Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2022 14:00 Brian Flores var rekinn frá Miami Dolphins í síðasta mánuði. AP/Wilfredo Lee „Fyrirgefðu. Ég klúðraði þessu illilega [e. f-ed this up]. Ég skoðaði aftur og sá að ég mislas textann. Ég held að þeir ætli að ráða Daboll. Afsakaðu þetta. BB.“ Skilaboðin hér að ofan, sem NFL-þjálfarinn sigursæli Bill Belichick sendi á fyrrverandi aðstoðarmann sinn Brian Flores, gætu verið litla þúfan sem veltir þungu hlassi varðandi stöðu svartra þjálfara í NFL-deildinni í fótbolta. Brian Flores hefur nú kært NFL-deildina og þrjú félög; New York Giants, Denver Broncos og Miami Dolphins. Flores, sem er svartur, telur sig hafa verið beittan mismunun við ráðningu Giants á nýjum þjálfara í janúar, við ráðningu Broncos á nýjum þjálfara árið 2019, og í tengslum við óvænta uppsögn sína hjá Dolphins 10. janúar. Respect to Brian Flores pic.twitter.com/ilOLrwXBO1— PFF (@PFF) February 1, 2022 Flores hafði verið aðalþjálfari Dolphins í þrjár leiktíðir. Með því að vinna átta af síðustu níu leikjum sínum í vetur endaði liðið með fleiri sigurleiki en tapleiki (9-8) annað árið í röð, í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Engu að síður var hann rekinn og Flores telur að það sé ekki vegna frammistöðu liðsins heldur vegna útbreiddrar kynþáttamismununar í NFL-deildinni. Eftir að hann var rekinn sóttist hann eftir starfi aðalþjálfara hjá Giants sem voru á höttunum eftir nýjum þjálfara. Það er í tengslum við það ráðningarferli sem skilaboð Belichicks koma til sögunnar. Flores var í þjálfarateymi Belichicks í tíu ár og New England Patriots urðu NFL-meistarar þrisvar sinnum á þeim tíma, áður en Flores var svo ráðinn aðalþjálfari Dolphins. Skilaboðin sýni að fundurinn hafi verið til málamynda Belichick taldi sig því hafa ærna ástæðu til að senda Flores skilaboð 24. janúar síðastliðinn og óska honum til hamingju með að hafa verið ráðinn þjálfari Giants, en gerði mistök. Það var nefnilega nafni Brians Flores, Brian Daboll sem er hvítur og starfaði einnig á sínum tíma undir stjórn Belichicks, sem hafði fengið starfið. Texts from Bill Belichick to Brian Flores, congratulating Brian for landing the #Giants job.Belichick thought he was texting Brian Daboll. He was texting Flores by mistake. pic.twitter.com/Y686XcjYC3— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) February 1, 2022 Gallinn var sá að Giants áttu þarna enn eftir að fá Brian Flores í sitt boðaða atvinnuviðtal, 27. janúar. Skilaboðin fullvissuðu Flores um að sá fundur væri bara til málamynda, til að uppfylla Rooney-regluna svokölluðu um að NFL-félög verði að boða að minnsta kosti einn þjálfara úr minnihlutahópi í atvinnuviðtal við ráðningu í lausa stöðu. Hafi forráðamenn Giants verið búnir að gera upp hug sinn fyrir fundinn með Flores, eins og skilaboðin frá Belichick gefa til kynna, er það skýrt brot á Rooney-reglunni. Giants réðu svo Brian Daboll 28. janúar, degi eftir fundinn með Flores. Skelþunnir forráðamenn Broncos Flores segir að svipaða sögu megi segja frá því að Broncos réði nýjan aðalþjálfara árið 2019. Hann heldur því fram að þáverandi framkvæmdastjóri Broncos, John Elway, hafi ásamt fleirum mætt á fundinn klukkutíma of seint og skelþunnur. Flores segir að hjá Dolphins hafi svo verið komið fram við hann af fyrirlitningu og látið eins og hann væri erfiður í samstarfi, eftir að hann hafi neitað að taka þátt í að ná samkomulagi við samningsbundinn leikstjórnanda frá öðru félagi. Áður hafi Stephen Ross, eigandi Dolphins, reynt að fá hann árið 2019 til að tapa leikjum viljandi og fá 100.000 dollara fyrir hvert tap, til að félagið fengi betri stöðu í nýliðavali. Brian Flores og Bill Belichick störfuðu saman í áratug hjá New England Patriots, með góðum árangri.Getty/Mark Brown Félögin hafna alfarið sök Flores hefur sótt eftir því að málið verði að hópmálsókn og lögfræðifyrirtækið sem sér um málið fyrir hans hönd leitar nú að fleiri dæmum um meinta kynþáttamismunun við ráðningar hjá NFL-félögunum. Félögin sem Flores hefur kært hafa hvert um sig sent frá sér yfirlýsingu og hafnað alfarið sök, og í yfirlýsingu frá NFL-deildinni segir að ekki sé fótur fyrir ásökununum. Einn svartur aðalþjálfari Í grein Jason Reid hjá ESPN um málið segir að það geti markað þáttaskil í sögu NFL-deildarinnar og baráttunni gegn kynþáttamismunun. Hvernig sem málarekstur Flores gangi þá muni málið varpa ljósi á það sem allir sem það kjósi geti séð; að NFL-félögin séu ekki eins litblind og þau vilji vera láta. Eins og staðan er í dag þá er Mike Tomlin, þjálfari Pittsburgh Steelers, eini svarti aðalþjálfarinn í NFL-deildinni þrátt fyrir að hátt í 70% leikmanna séu svartir. Ráðið var í sjö aðalþjálfarastöður á árunum 2020-21 en aðeins í einu tilviki var svartur maður ráðinn. Ef horft er til síðustu fjögurra ára hefur svartur þjálfari þrisvar sinnum verið ráðinn, í 27 lausar stöður. Á yfirstandandi leiktíð, sem lýkur með Ofurskálarleiknum 13. febrúar, hafa fjórar þjálfarastöður verið fylltar, allar með hvítum þjálfurum. Fimm stöður eru lausar og í grein Reids segir að óttast sé að þær verið einnig allar fylltar með hvítum þjálfurum. Tilbúinn að fórna ferlinum fyrir breytingar Flores veit fullvel að með því að leita til dómstóla gæti hann hafa minnkað verulega líkurnar á að því að hann fái nýtt starf í NFL-deildinni. Tilgangurinn er líka æðri og meiri: „Guð gaf mér sérstaka hæfileika í að þjálfa fótbolta en þörfin fyrir breytingar er mikilvægari en mín eigin markmið,“ sagði Flores í yfirlýsingu. „Með því að sækjast eftir hópmálsókn í dag veit ég vel að ég gæti verið að fórna því að þjálfa í íþróttinni sem er mér svo kær og hefur gert svo mikið fyrir fjölskyldu mína og mig. Ég vona innilega að með því að mótmæla kerfisbundinni kynþáttamismunun í NFL-deildinni þá muni fleiri taka slaginn með mér til að tryggja jákvæðar breytingar fyrir komandi kynslóðir,“ sagði Flores. NFL Kynþáttafordómar Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sjá meira
Skilaboðin hér að ofan, sem NFL-þjálfarinn sigursæli Bill Belichick sendi á fyrrverandi aðstoðarmann sinn Brian Flores, gætu verið litla þúfan sem veltir þungu hlassi varðandi stöðu svartra þjálfara í NFL-deildinni í fótbolta. Brian Flores hefur nú kært NFL-deildina og þrjú félög; New York Giants, Denver Broncos og Miami Dolphins. Flores, sem er svartur, telur sig hafa verið beittan mismunun við ráðningu Giants á nýjum þjálfara í janúar, við ráðningu Broncos á nýjum þjálfara árið 2019, og í tengslum við óvænta uppsögn sína hjá Dolphins 10. janúar. Respect to Brian Flores pic.twitter.com/ilOLrwXBO1— PFF (@PFF) February 1, 2022 Flores hafði verið aðalþjálfari Dolphins í þrjár leiktíðir. Með því að vinna átta af síðustu níu leikjum sínum í vetur endaði liðið með fleiri sigurleiki en tapleiki (9-8) annað árið í röð, í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Engu að síður var hann rekinn og Flores telur að það sé ekki vegna frammistöðu liðsins heldur vegna útbreiddrar kynþáttamismununar í NFL-deildinni. Eftir að hann var rekinn sóttist hann eftir starfi aðalþjálfara hjá Giants sem voru á höttunum eftir nýjum þjálfara. Það er í tengslum við það ráðningarferli sem skilaboð Belichicks koma til sögunnar. Flores var í þjálfarateymi Belichicks í tíu ár og New England Patriots urðu NFL-meistarar þrisvar sinnum á þeim tíma, áður en Flores var svo ráðinn aðalþjálfari Dolphins. Skilaboðin sýni að fundurinn hafi verið til málamynda Belichick taldi sig því hafa ærna ástæðu til að senda Flores skilaboð 24. janúar síðastliðinn og óska honum til hamingju með að hafa verið ráðinn þjálfari Giants, en gerði mistök. Það var nefnilega nafni Brians Flores, Brian Daboll sem er hvítur og starfaði einnig á sínum tíma undir stjórn Belichicks, sem hafði fengið starfið. Texts from Bill Belichick to Brian Flores, congratulating Brian for landing the #Giants job.Belichick thought he was texting Brian Daboll. He was texting Flores by mistake. pic.twitter.com/Y686XcjYC3— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) February 1, 2022 Gallinn var sá að Giants áttu þarna enn eftir að fá Brian Flores í sitt boðaða atvinnuviðtal, 27. janúar. Skilaboðin fullvissuðu Flores um að sá fundur væri bara til málamynda, til að uppfylla Rooney-regluna svokölluðu um að NFL-félög verði að boða að minnsta kosti einn þjálfara úr minnihlutahópi í atvinnuviðtal við ráðningu í lausa stöðu. Hafi forráðamenn Giants verið búnir að gera upp hug sinn fyrir fundinn með Flores, eins og skilaboðin frá Belichick gefa til kynna, er það skýrt brot á Rooney-reglunni. Giants réðu svo Brian Daboll 28. janúar, degi eftir fundinn með Flores. Skelþunnir forráðamenn Broncos Flores segir að svipaða sögu megi segja frá því að Broncos réði nýjan aðalþjálfara árið 2019. Hann heldur því fram að þáverandi framkvæmdastjóri Broncos, John Elway, hafi ásamt fleirum mætt á fundinn klukkutíma of seint og skelþunnur. Flores segir að hjá Dolphins hafi svo verið komið fram við hann af fyrirlitningu og látið eins og hann væri erfiður í samstarfi, eftir að hann hafi neitað að taka þátt í að ná samkomulagi við samningsbundinn leikstjórnanda frá öðru félagi. Áður hafi Stephen Ross, eigandi Dolphins, reynt að fá hann árið 2019 til að tapa leikjum viljandi og fá 100.000 dollara fyrir hvert tap, til að félagið fengi betri stöðu í nýliðavali. Brian Flores og Bill Belichick störfuðu saman í áratug hjá New England Patriots, með góðum árangri.Getty/Mark Brown Félögin hafna alfarið sök Flores hefur sótt eftir því að málið verði að hópmálsókn og lögfræðifyrirtækið sem sér um málið fyrir hans hönd leitar nú að fleiri dæmum um meinta kynþáttamismunun við ráðningar hjá NFL-félögunum. Félögin sem Flores hefur kært hafa hvert um sig sent frá sér yfirlýsingu og hafnað alfarið sök, og í yfirlýsingu frá NFL-deildinni segir að ekki sé fótur fyrir ásökununum. Einn svartur aðalþjálfari Í grein Jason Reid hjá ESPN um málið segir að það geti markað þáttaskil í sögu NFL-deildarinnar og baráttunni gegn kynþáttamismunun. Hvernig sem málarekstur Flores gangi þá muni málið varpa ljósi á það sem allir sem það kjósi geti séð; að NFL-félögin séu ekki eins litblind og þau vilji vera láta. Eins og staðan er í dag þá er Mike Tomlin, þjálfari Pittsburgh Steelers, eini svarti aðalþjálfarinn í NFL-deildinni þrátt fyrir að hátt í 70% leikmanna séu svartir. Ráðið var í sjö aðalþjálfarastöður á árunum 2020-21 en aðeins í einu tilviki var svartur maður ráðinn. Ef horft er til síðustu fjögurra ára hefur svartur þjálfari þrisvar sinnum verið ráðinn, í 27 lausar stöður. Á yfirstandandi leiktíð, sem lýkur með Ofurskálarleiknum 13. febrúar, hafa fjórar þjálfarastöður verið fylltar, allar með hvítum þjálfurum. Fimm stöður eru lausar og í grein Reids segir að óttast sé að þær verið einnig allar fylltar með hvítum þjálfurum. Tilbúinn að fórna ferlinum fyrir breytingar Flores veit fullvel að með því að leita til dómstóla gæti hann hafa minnkað verulega líkurnar á að því að hann fái nýtt starf í NFL-deildinni. Tilgangurinn er líka æðri og meiri: „Guð gaf mér sérstaka hæfileika í að þjálfa fótbolta en þörfin fyrir breytingar er mikilvægari en mín eigin markmið,“ sagði Flores í yfirlýsingu. „Með því að sækjast eftir hópmálsókn í dag veit ég vel að ég gæti verið að fórna því að þjálfa í íþróttinni sem er mér svo kær og hefur gert svo mikið fyrir fjölskyldu mína og mig. Ég vona innilega að með því að mótmæla kerfisbundinni kynþáttamismunun í NFL-deildinni þá muni fleiri taka slaginn með mér til að tryggja jákvæðar breytingar fyrir komandi kynslóðir,“ sagði Flores.
NFL Kynþáttafordómar Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sjá meira