Stoð- og stuð í Reykjavík Rannveig Ernudóttir skrifar 2. febrúar 2022 17:00 Það gleður mig að kynna fyrir ykkur nýjar og valdeflandi reglur um stoð- og stuðningsþjónustu á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, eða stoð- og stuð eins og þær eru oft kallaðar. Þær byggja á virðingu fyrir ólíkum þörfum okkar allra, valdeflingu og sjálfstæði einstaklingsins. Reglurnar eru í samræmi við fyrstu velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í fyrsta sinn þann 15. júní á síðasta ári. Markmið þeirrar stefnu eru aukin lífsgæði, að öll í Reykjavík hafi tækifæri til að lifa með reisn, veita einstaklingsmiðaða og heildstæða þjónustu og að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Nýju stoð- og stuðningsreglurnar taka mið af samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Reglurnar eru þrenns konar; stoð- og stuðningsþjónusta fyrir fatlað fólk, beingreiðslu samningar og heimastuðningur. Minni skriffinska, fleiri gæðastundir með stafrænni þjónustu Einnig er hér verið að innleiða enn frekari stafræna þjónustu Með stafrænni innleiðingu erum við að stytta afgreiðslutíma og alla tímafreka skrifstofuvinnu svo að mannleg samskipti verði betri og meiri, á kostnað skriffinskunnar. Stafræn þjónusta eru ekki bara rafrænar umsóknir og umsýsla. Hún er einnig velferðartækni, en hjá Reykjavíkurborg er í dag rekin Velferðatæknismiðja sem þróar, þarfagreinir og finnur viðeigandi tæknilausnir fyrir notendur. Dæmi um þjónustu velferðartæknismiðjunnar eru skjáheimsóknir, námskeið í tæknilæsi og stigahjálp, eða Assistep, sem er tæknibúnaður sem aðstoðar fólk við að ganga upp og niður stiga með öruggum hætti. Annað dæmi um velferðartækni í velferðarþjónustu er heimsókn í heimahús þar sem notandi og starfsmaður sitja saman yfir kaffibolla að spjalla á meðan að ryksuguvélmenni þrífur gólfin. Þannig notum við tæknina til að auka gæðastundir í þjónustu og mannlegum samskiptum. Stoð- og stuðningsþjónusta Stoð- og stuðningsþjónustan byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og viðeigandi aðlögun fyrir hvert og eitt. Þessi þjónusta á að geta veitt notandanum meiri sveigjanleika og mætt stuðningsþörfum hvers og eins á eigin forsendum. Þjónustan mætir fólki á þeirra stað í lífinu, og gefur þeim vald til að skipuleggja og sérsníða þjónustuna sem þau telja sig þurfa og sem muni gagnast þeim við að taka þátt í samfélaginu sem og veita þeim aðstoð við daglegt líf. Notandinn er hér við stjórnvölinn. Beingreiðslusamningar Beingreiðslusamningarnir byggja einnig á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og líkjast NPA samningum þar sem þeir eru notendasamningar. Þannig fær notandinn stjórn yfir því hvernig þjónustan er veitt, hvar, hvenær og hvaða aðstoðarfólk viðkomandi er með, þar sem notandinn sér sjálfur um starfsmannahaldið og sér um að ráða til sín starfsfólk. Markmiðið er að valið um þjónustuform og fyrirkomulag aðstoðar sé á höndum notenda, þeir stjórna. Heimastuðningur Ég er sérstaklega spennt fyrir heimastuðningi. Heimastuðningurinn er það sem áður kallaðist félagsleg heimaþjónusta en þykir mér þessi nafnabreyting mjög viðeigandi þar sem áherslan á þessari þjónustu byggir á hugmyndafræði um endurhæfingu í heimahúsi. Notandi er hér aftur við stjórnvölinn og setur sér markmið í þeim tilgangi að ráða við daglegt líf. Til þess fær viðkomandi stuðning við allar athafnir daglegs lífs, eins og heimilishald og þátttöku í félagsstarfi. Stuðningurinn er veittur í gegnum leiðbeiningar, þjálfun og eftirlit. Með þessu er notanda gert kleift að búa lengur á sínu heimili ásamt því að vera sjálfbjarga og félagslega virkur, með því að hvetja til aukinnar samveru og samskipta við samfélagið, nær og fjær. Þjónustan fer fram á þeirra eigin heimili og á þeirra forsendum. Einföld umsýsla og aukin þjónusta Áhersla er lögð á að einfalda alla umsýslu og er hægt að sækja um þessar mismunandi þjónustuleiðir rafrænt á vef Reykjavíkurborgar. Reglurnar tóku gildi í gær og má kynna sér þær frekar á nýrri heimasíðu Reykjavíkurborgar og þar má einnig finna hvar sótt er um þessar þjónustuleiðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og fulltrúi í velferðarráði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Píratar Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Félagsmál Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það gleður mig að kynna fyrir ykkur nýjar og valdeflandi reglur um stoð- og stuðningsþjónustu á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, eða stoð- og stuð eins og þær eru oft kallaðar. Þær byggja á virðingu fyrir ólíkum þörfum okkar allra, valdeflingu og sjálfstæði einstaklingsins. Reglurnar eru í samræmi við fyrstu velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í fyrsta sinn þann 15. júní á síðasta ári. Markmið þeirrar stefnu eru aukin lífsgæði, að öll í Reykjavík hafi tækifæri til að lifa með reisn, veita einstaklingsmiðaða og heildstæða þjónustu og að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Nýju stoð- og stuðningsreglurnar taka mið af samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Reglurnar eru þrenns konar; stoð- og stuðningsþjónusta fyrir fatlað fólk, beingreiðslu samningar og heimastuðningur. Minni skriffinska, fleiri gæðastundir með stafrænni þjónustu Einnig er hér verið að innleiða enn frekari stafræna þjónustu Með stafrænni innleiðingu erum við að stytta afgreiðslutíma og alla tímafreka skrifstofuvinnu svo að mannleg samskipti verði betri og meiri, á kostnað skriffinskunnar. Stafræn þjónusta eru ekki bara rafrænar umsóknir og umsýsla. Hún er einnig velferðartækni, en hjá Reykjavíkurborg er í dag rekin Velferðatæknismiðja sem þróar, þarfagreinir og finnur viðeigandi tæknilausnir fyrir notendur. Dæmi um þjónustu velferðartæknismiðjunnar eru skjáheimsóknir, námskeið í tæknilæsi og stigahjálp, eða Assistep, sem er tæknibúnaður sem aðstoðar fólk við að ganga upp og niður stiga með öruggum hætti. Annað dæmi um velferðartækni í velferðarþjónustu er heimsókn í heimahús þar sem notandi og starfsmaður sitja saman yfir kaffibolla að spjalla á meðan að ryksuguvélmenni þrífur gólfin. Þannig notum við tæknina til að auka gæðastundir í þjónustu og mannlegum samskiptum. Stoð- og stuðningsþjónusta Stoð- og stuðningsþjónustan byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og viðeigandi aðlögun fyrir hvert og eitt. Þessi þjónusta á að geta veitt notandanum meiri sveigjanleika og mætt stuðningsþörfum hvers og eins á eigin forsendum. Þjónustan mætir fólki á þeirra stað í lífinu, og gefur þeim vald til að skipuleggja og sérsníða þjónustuna sem þau telja sig þurfa og sem muni gagnast þeim við að taka þátt í samfélaginu sem og veita þeim aðstoð við daglegt líf. Notandinn er hér við stjórnvölinn. Beingreiðslusamningar Beingreiðslusamningarnir byggja einnig á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og líkjast NPA samningum þar sem þeir eru notendasamningar. Þannig fær notandinn stjórn yfir því hvernig þjónustan er veitt, hvar, hvenær og hvaða aðstoðarfólk viðkomandi er með, þar sem notandinn sér sjálfur um starfsmannahaldið og sér um að ráða til sín starfsfólk. Markmiðið er að valið um þjónustuform og fyrirkomulag aðstoðar sé á höndum notenda, þeir stjórna. Heimastuðningur Ég er sérstaklega spennt fyrir heimastuðningi. Heimastuðningurinn er það sem áður kallaðist félagsleg heimaþjónusta en þykir mér þessi nafnabreyting mjög viðeigandi þar sem áherslan á þessari þjónustu byggir á hugmyndafræði um endurhæfingu í heimahúsi. Notandi er hér aftur við stjórnvölinn og setur sér markmið í þeim tilgangi að ráða við daglegt líf. Til þess fær viðkomandi stuðning við allar athafnir daglegs lífs, eins og heimilishald og þátttöku í félagsstarfi. Stuðningurinn er veittur í gegnum leiðbeiningar, þjálfun og eftirlit. Með þessu er notanda gert kleift að búa lengur á sínu heimili ásamt því að vera sjálfbjarga og félagslega virkur, með því að hvetja til aukinnar samveru og samskipta við samfélagið, nær og fjær. Þjónustan fer fram á þeirra eigin heimili og á þeirra forsendum. Einföld umsýsla og aukin þjónusta Áhersla er lögð á að einfalda alla umsýslu og er hægt að sækja um þessar mismunandi þjónustuleiðir rafrænt á vef Reykjavíkurborgar. Reglurnar tóku gildi í gær og má kynna sér þær frekar á nýrri heimasíðu Reykjavíkurborgar og þar má einnig finna hvar sótt er um þessar þjónustuleiðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og fulltrúi í velferðarráði Reykjavíkurborgar.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun