Bætum lagaumhverfi tæknifrjóvgana og treystum tilvonandi foreldrum Hildur Sverrisdóttir skrifar 3. febrúar 2022 09:00 Það er ekki sjálfsagður hlutur að eignast barn. Það reynist mörgum erfitt og stundum þarf aðstoð tækninnar við. Tæknifrjóvgun er langt, kostnaðarsamt ferli og reynir oft mjög á fólk. Barneignir er flestum sjálfsögð og jákvæð upplifun en getur fyrir aðra einkennst af erfiðu sálrænu og líkamlegu kapphlaupi og átökum við blákalda tölfræði og endurtekin vonbrigði. Í þessari strembnu vegferð er mikilvægt að fólk upplifi að umgjörð laganna og reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þess fyrir brjósti og miði að því að þeim sé treyst fyrir verkefninu. Góður ásetningur en breytinga þörf Kerfið í kringum tæknifrjóvganir er að mörgu leyti ágætt en lögin eru upphaflega frá árinu 1996 og ollu þá straumhvörfum. Ég hugsa með mikilli hlýju og samúðar til allra þeirra sem áður stóðu í eflaust mjög sársaukafullri baráttu til að eignast barn, án þeirrar þekkingar, tækni og umræðu sem við búum við nú. En þótt lagaumhverfi tæknifrjóvgana hafi tekið breytingum síðan þá má endurskoða það svo ríkisvaldið sé frekar til aðstoðar en trafala gagnvart fólki sem langar einfaldlega til að skapa líf og hlúa að því. Af illskiljanlegum ástæðum er sem dæmi lagt bann við því í lögum að gefa tilbúinn fósturvísi þótt bæði sé heimilt að gefa sæði og egg. Fólk sem vill fara í tæknifrjóvgun skal sömuleiðis vera skráð í staðfesta sambúð eða hjúskap. Við skilnað er sama fólki bannað að nýta fósturvísi sinn jafnvel þótt einstaklingarnir vilji samt eignast barnið saman eða fyrir liggi samþykki beggja aðila fyrir því að annað þeirra nýti fósturvísinn. Treystum fólki Þetta stríðir gegn þeirri einföldu reglu að fullorðnu fólki skuli vera frjálst að haga lífi sínu eins og það vill svo fremi sem það er öðrum að skaðlausu. Ríkisvaldið á ekki að óþörfu að miðstýra því hvernig fólk kýs að búa til fjölskyldu. Við eigum þvert á móti að treysta fólki til að finna lífi sínu þann farveg sem það telur best. Reglur eiga að vera fáar og skýrar eins og kostur er. Annars skapast í þessu eins og öðru flókið regluverk sem sífellt þarf að plástra og bæta við nýjum reglum til að koma til móts við ólík sjónarmið. Það sem meira er; ríkið á þá enn erfiðara með að bregðast við því að samfélagið er í sífelldri mótun. Breytt viðmið, sem betur fer Hið opinbera hefur til dæmis áður sett íþyngjandi reglur sem var svo horfið frá með breyttum tímum. Það er t.d. ekki ýkja langt síðan afnumið var bann við því að systir konu gæti gefið egg þar sem þá var talið of erfitt að alast upp í svo flóknu fjölskyldumynstri. Sömuleiðis takmarkaði ríkið áður rétt samkynhneigðra til að eignast börn með þeim rökum að það væri of erfitt að alast upp hjá samkynja foreldrum. Allt eru þetta atriði sem okkur finnst blessunarlega sjálfsagt að séu heimil í dag. Reglur eiga að vera fyrir fólk og við eigum aldrei að vera hrædd við að endurskoða þær. Ég hef því sett af stað vinnu á Alþingi við að taka til endurskoðunar þau atriði hér hefur verið tæpt á varðandi tæknifrjóvganir og fleiri þætti sem snúa að auknu frelsi og tækifærum fólks til að búa til fjölskyldu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Alþingi Stjórnsýsla Hildur Sverrisdóttir Frjósemi Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfsagður hlutur að eignast barn. Það reynist mörgum erfitt og stundum þarf aðstoð tækninnar við. Tæknifrjóvgun er langt, kostnaðarsamt ferli og reynir oft mjög á fólk. Barneignir er flestum sjálfsögð og jákvæð upplifun en getur fyrir aðra einkennst af erfiðu sálrænu og líkamlegu kapphlaupi og átökum við blákalda tölfræði og endurtekin vonbrigði. Í þessari strembnu vegferð er mikilvægt að fólk upplifi að umgjörð laganna og reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þess fyrir brjósti og miði að því að þeim sé treyst fyrir verkefninu. Góður ásetningur en breytinga þörf Kerfið í kringum tæknifrjóvganir er að mörgu leyti ágætt en lögin eru upphaflega frá árinu 1996 og ollu þá straumhvörfum. Ég hugsa með mikilli hlýju og samúðar til allra þeirra sem áður stóðu í eflaust mjög sársaukafullri baráttu til að eignast barn, án þeirrar þekkingar, tækni og umræðu sem við búum við nú. En þótt lagaumhverfi tæknifrjóvgana hafi tekið breytingum síðan þá má endurskoða það svo ríkisvaldið sé frekar til aðstoðar en trafala gagnvart fólki sem langar einfaldlega til að skapa líf og hlúa að því. Af illskiljanlegum ástæðum er sem dæmi lagt bann við því í lögum að gefa tilbúinn fósturvísi þótt bæði sé heimilt að gefa sæði og egg. Fólk sem vill fara í tæknifrjóvgun skal sömuleiðis vera skráð í staðfesta sambúð eða hjúskap. Við skilnað er sama fólki bannað að nýta fósturvísi sinn jafnvel þótt einstaklingarnir vilji samt eignast barnið saman eða fyrir liggi samþykki beggja aðila fyrir því að annað þeirra nýti fósturvísinn. Treystum fólki Þetta stríðir gegn þeirri einföldu reglu að fullorðnu fólki skuli vera frjálst að haga lífi sínu eins og það vill svo fremi sem það er öðrum að skaðlausu. Ríkisvaldið á ekki að óþörfu að miðstýra því hvernig fólk kýs að búa til fjölskyldu. Við eigum þvert á móti að treysta fólki til að finna lífi sínu þann farveg sem það telur best. Reglur eiga að vera fáar og skýrar eins og kostur er. Annars skapast í þessu eins og öðru flókið regluverk sem sífellt þarf að plástra og bæta við nýjum reglum til að koma til móts við ólík sjónarmið. Það sem meira er; ríkið á þá enn erfiðara með að bregðast við því að samfélagið er í sífelldri mótun. Breytt viðmið, sem betur fer Hið opinbera hefur til dæmis áður sett íþyngjandi reglur sem var svo horfið frá með breyttum tímum. Það er t.d. ekki ýkja langt síðan afnumið var bann við því að systir konu gæti gefið egg þar sem þá var talið of erfitt að alast upp í svo flóknu fjölskyldumynstri. Sömuleiðis takmarkaði ríkið áður rétt samkynhneigðra til að eignast börn með þeim rökum að það væri of erfitt að alast upp hjá samkynja foreldrum. Allt eru þetta atriði sem okkur finnst blessunarlega sjálfsagt að séu heimil í dag. Reglur eiga að vera fyrir fólk og við eigum aldrei að vera hrædd við að endurskoða þær. Ég hef því sett af stað vinnu á Alþingi við að taka til endurskoðunar þau atriði hér hefur verið tæpt á varðandi tæknifrjóvganir og fleiri þætti sem snúa að auknu frelsi og tækifærum fólks til að búa til fjölskyldu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar