Vestramenn halda leit sinni að arftaka Jóns Þórs áfram og þurfa að hafa hraðar hendur þar sem það styttist í að liðið hefji keppni í Lengjubikarnum síðar í þessum mánuði. Keppnistímabilið í næstefstu deild hefst svo hjá Vestra 7. maí.
Vestramenn hafa rætt við Heimi Hallgrímsson, Eið Smára Guðjohnsen og Ólaf Kristjánsson í leit sinni að nýjum þjálfara.
Í samtali við 433.is staðfesti Samúel Samúelsson úr stjórn knattspyrnudeildar Vestra að þeir hefðu allir hafnað starfinu. Samúel viðurkenndi að um langskot hefði verið að ræða en að félagið hefði einfaldlega mikinn metnað fyrir því að finna færan þjálfara.