Syrgja góðan vin og félaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2022 20:01 Flaggað var í hálfa stöng við skólann í dag. Vísir/Tryggvi. Starfsfólk og nemendur Framhaldsskólans á Laugum í Þingeyjarsveit syrgja góðan vin og félaga sem lést af slysförum við skólann í gær. Maðurinn ungi, nítján ár, lést í gær þegar var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Samfélagið á Laugum er lítið en þétt. Þar er hugur allra hjá aðstandendum nemandans sem lést. „Við erum náttúrulega ákaflega sorgmæt en stöndum þétt saman og reynum að komast í gegnum daginn og dagana hérna framundan en hugur okkar og nemenda er hjá þeirra góða vini og félaga og aðstandendum hans,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Þónokkur vitni urðu að slysinu og hefur verið boðið upp á áfallahjálp vegna þess í gær og í dag. Þá hefur mikill stuðningur borist frá nærliggjandi framhaldsskólum sem sent hafa starfsfólk sitt á Laugar til stuðnings. Fjölmennt var í skólanum í dag, þar sem nemendur, starfsfólk og aðrir nutu stuðnings hvers annars og fagaðila. „Hér er gríðarlega mikið af fólki að hjálpa okkur að halda utan um nemendur og starfsfólk og auðveldar okkur að sigla í gegnum þennan skafl,“ segir Sigurbjörn Árni sem er þakklátur fyrir stuðninginn og hlýhug sem hafi borist í Þingeyjarsveit. „Það er bara alveg ómetanlegt. Ég þakka fyrir allar góðar kveðjur sem nemendum, starfsfólki og skólanum hafa borist og mjög gott að finna að hugur allra er hjá okkur og bak við okkur,“ segir Sigurbjörn Árni. Skólastarf féll niður í dag og farið verður hægt af stað í næstu viku. „Á morgun byrjum við með samverustund í fyrramálið. Svona förum við rólega inn í daginn og leyfum þeim að koma sem vilja og vera eins og þeir vilja og smám saman munum við ná takti í næstu viku en auðvitað mun þetta hafa einhver áhrif út önnina, alveg klárlega og jafn vel lengur,“ segir Sigurbjörn Árni. Um hundrað nemendur eru í skólanum, sem er heimavistarskóli, samfélagið sem fyrr segir lítið, en þétt. „Við bara höldum mjög þétt utan um hvert annað og styðjum hvert annað. Syrgjum saman og aðstoðum eins og best verður á kosið.“ Framhaldsskólar Þingeyjarsveit Samgönguslys Banaslys á Laugum Tengdar fréttir Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13 Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Maðurinn ungi, nítján ár, lést í gær þegar var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Samfélagið á Laugum er lítið en þétt. Þar er hugur allra hjá aðstandendum nemandans sem lést. „Við erum náttúrulega ákaflega sorgmæt en stöndum þétt saman og reynum að komast í gegnum daginn og dagana hérna framundan en hugur okkar og nemenda er hjá þeirra góða vini og félaga og aðstandendum hans,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Þónokkur vitni urðu að slysinu og hefur verið boðið upp á áfallahjálp vegna þess í gær og í dag. Þá hefur mikill stuðningur borist frá nærliggjandi framhaldsskólum sem sent hafa starfsfólk sitt á Laugar til stuðnings. Fjölmennt var í skólanum í dag, þar sem nemendur, starfsfólk og aðrir nutu stuðnings hvers annars og fagaðila. „Hér er gríðarlega mikið af fólki að hjálpa okkur að halda utan um nemendur og starfsfólk og auðveldar okkur að sigla í gegnum þennan skafl,“ segir Sigurbjörn Árni sem er þakklátur fyrir stuðninginn og hlýhug sem hafi borist í Þingeyjarsveit. „Það er bara alveg ómetanlegt. Ég þakka fyrir allar góðar kveðjur sem nemendum, starfsfólki og skólanum hafa borist og mjög gott að finna að hugur allra er hjá okkur og bak við okkur,“ segir Sigurbjörn Árni. Skólastarf féll niður í dag og farið verður hægt af stað í næstu viku. „Á morgun byrjum við með samverustund í fyrramálið. Svona förum við rólega inn í daginn og leyfum þeim að koma sem vilja og vera eins og þeir vilja og smám saman munum við ná takti í næstu viku en auðvitað mun þetta hafa einhver áhrif út önnina, alveg klárlega og jafn vel lengur,“ segir Sigurbjörn Árni. Um hundrað nemendur eru í skólanum, sem er heimavistarskóli, samfélagið sem fyrr segir lítið, en þétt. „Við bara höldum mjög þétt utan um hvert annað og styðjum hvert annað. Syrgjum saman og aðstoðum eins og best verður á kosið.“
Framhaldsskólar Þingeyjarsveit Samgönguslys Banaslys á Laugum Tengdar fréttir Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13 Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13
Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01
Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48