Fasteignasali metur jarðirnar 70 milljón krónum verðmætari en FSRE Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2022 08:26 Ágúst greindi frá því á dögunum að hann hygðist ekki sækjast eftir því að sinna áfram störfum sveitarstjóra eftir kosningarnar í vor. Jarðirnar Eystri-Kirkjubær og Vestri-Kirkjubær hafa verið metnar á 171 milljón króna af fasteignasala. Ríkiskaup höfðu metið jarðirnar á 105 milljónir króna árið 2019, þegar Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, óskaði fyrst eftir því að fá að kaupa þær. Samkvæmt svörum frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum er málið nú í skoðun, meðal annars hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þess ber að geta að verðmat fasteignasalans er unnið að beiðni FSRE og er hefðbundin þáttur í sölu eigna ríkisins til almennra borgara. Í fasteignamatinu kemur fram að á jörðunum, sem eru samliggjandi, séu fasteignir sem séu í eigu Ágústs og því ekki undir í matinu. Ágúst hefur ekki verið búsettur á Kirkjubæ en FSRE telur hann engu að síður uppfylla lagaskilyrði til að kaupa þær á grundvelli ákvæða um ábúðarkaup sem er að finna í jarðarlögum. Fjölskylda hans hefur stundað hrossarækt á Eystri-Kirkjubæ í áratugi. Almennt hektaraverð metur fasteignasalinn vera 400 þúsund krónur fyrir gróið land og land undir túnum, 220 þúsund krónur fyrir annað gróið land, að hluta votlendi, og 35 þúsund krónur fyrir úthaga, votlendi áreyrar, rýrt land og mela. Jarðirnar eru samtals um það bil 1.540 hektarar að stærð. Á ekki tilkall til Reyðarvatns Vísir greindi frá því í janúar að nokkur kurr væri í mönnum í sveitinni vegna fyrirhugaðra sölu á eignunum til Ágústs, bæði þar sem hann hefði ekki haft fasta búsetu á jörðunum og á þeim forsendum að kaupverðið væri langt undir raunvirði. Þá barst Vísi ábending um það að salan á jörðunum hefði ekki verið borin undir sveitarstjórn, líkt og kveðið er á um í jarðarlögum, heldur byggðarráð. Umræddan fund byggðarráðs sátu Ágúst og tveir samflokksmenn hans og einn fulltrúi minnihlutans. Ágúst vék hins vegar af fundi á meðan fjallað var um söluna og þá var samþykki byggðarráðs síðar staðfest af sveitarstjórn. Í fyrirspurnum Vísis til FSRE var einnig spurt um skráningu í lögbýlaskrá þar sem segir að eigendur jarðarinnar Reyðarvatns, sem er einnig í Rangárþingi ytra, séu ríkissjóður og „ábúandi Kirkjubæjar“. Í svari FSRE segir meðal annars: „Ríkisjörðin Reyðarvatn, L164544, er ekki hluti af byggingarbréfi ábúanda Kirkjubæjarjarðanna (Ágústs). Ábúandi Kirkjubæjar (Ágúst) á ekki kauprétt að jörðinni Reyðarvatni. Þessi skráning í lögbýlisskránni byggir á skráningu hjá sýslumanni. Ástæðan er þinglýst samkomulag frá 1962 um uppskiptingu á landi. Búið er að ganga frá þessari landsskiptingu með afmörkun á Kirkjubæjarjörðunum í mars 2020, en samkomulagið er enn þinglýst.“ Rangárþing ytra Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Samkvæmt svörum frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum er málið nú í skoðun, meðal annars hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þess ber að geta að verðmat fasteignasalans er unnið að beiðni FSRE og er hefðbundin þáttur í sölu eigna ríkisins til almennra borgara. Í fasteignamatinu kemur fram að á jörðunum, sem eru samliggjandi, séu fasteignir sem séu í eigu Ágústs og því ekki undir í matinu. Ágúst hefur ekki verið búsettur á Kirkjubæ en FSRE telur hann engu að síður uppfylla lagaskilyrði til að kaupa þær á grundvelli ákvæða um ábúðarkaup sem er að finna í jarðarlögum. Fjölskylda hans hefur stundað hrossarækt á Eystri-Kirkjubæ í áratugi. Almennt hektaraverð metur fasteignasalinn vera 400 þúsund krónur fyrir gróið land og land undir túnum, 220 þúsund krónur fyrir annað gróið land, að hluta votlendi, og 35 þúsund krónur fyrir úthaga, votlendi áreyrar, rýrt land og mela. Jarðirnar eru samtals um það bil 1.540 hektarar að stærð. Á ekki tilkall til Reyðarvatns Vísir greindi frá því í janúar að nokkur kurr væri í mönnum í sveitinni vegna fyrirhugaðra sölu á eignunum til Ágústs, bæði þar sem hann hefði ekki haft fasta búsetu á jörðunum og á þeim forsendum að kaupverðið væri langt undir raunvirði. Þá barst Vísi ábending um það að salan á jörðunum hefði ekki verið borin undir sveitarstjórn, líkt og kveðið er á um í jarðarlögum, heldur byggðarráð. Umræddan fund byggðarráðs sátu Ágúst og tveir samflokksmenn hans og einn fulltrúi minnihlutans. Ágúst vék hins vegar af fundi á meðan fjallað var um söluna og þá var samþykki byggðarráðs síðar staðfest af sveitarstjórn. Í fyrirspurnum Vísis til FSRE var einnig spurt um skráningu í lögbýlaskrá þar sem segir að eigendur jarðarinnar Reyðarvatns, sem er einnig í Rangárþingi ytra, séu ríkissjóður og „ábúandi Kirkjubæjar“. Í svari FSRE segir meðal annars: „Ríkisjörðin Reyðarvatn, L164544, er ekki hluti af byggingarbréfi ábúanda Kirkjubæjarjarðanna (Ágústs). Ábúandi Kirkjubæjar (Ágúst) á ekki kauprétt að jörðinni Reyðarvatni. Þessi skráning í lögbýlisskránni byggir á skráningu hjá sýslumanni. Ástæðan er þinglýst samkomulag frá 1962 um uppskiptingu á landi. Búið er að ganga frá þessari landsskiptingu með afmörkun á Kirkjubæjarjörðunum í mars 2020, en samkomulagið er enn þinglýst.“
Rangárþing ytra Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira