Endurtekin og endurnýtt umræða um evruna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 5. febrúar 2022 07:31 ESB-þingmenn á Alþingi nýta nú tækifærið og reyna að tengja umræðuna um efnahagsstöðuna hérlendis við aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Gamalkunnar möntrur um kosti evrunnar og kjöraðstæður á evrusvæðinu eru rifjaðar upp og þá er ástæða til að rifja upp gamalkunn sannindi til andsvara. Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi og er langmikilvægasti viðskiptagjaldmiðill okkar bandaríkjadollar. Þannig er verðmæti útflutnings sem er seldur fyrir bandaríkjadollar langtum meiri en þess sem er seldur fyrir evrur. Það er því m.a. athyglisvert að skoða sveiflur á gengi evrunnar gagnvart dollarnum en þær virðast síst hafa verið minni en á gengi krónunnar gagnvart dollar. Ísland er sömuleiðis fremur opið hagkerfi og því háð áframhaldandi frjálsum viðskiptum. Þar skiptir EES-samningurinn höfuðmáli. Hann hefur tryggt greiðan aðgang íslenskra útflytjenda að evrópska markaðnum á þriðja áratug. Fríverslunarsamningar Íslands og gegnum EFTA eru sömuleiðis mikilvægir. Fríverslunarnet Íslands er því víðfeðmt. Samningarnir snúa að tollfrelsi eða tollalækkunum, draga úr viðskiptahindrunum og auka samkeppnishæfni. Þessi tæki, þ.e. eigið viðskiptafrelsi og aðildin að EFTA, hafa því nýst okkur vel til að skapa íslenskum fyrirtækjum besta mögulega viðskiptaumhverfið á erlendum mörkuðum. Um evrusvæðið er það að segja að vaxtaprósentan er þar eins misjöfn og löndin sem það byggja. Ekki er því hægt að setja samasemmerki milli vaxta, og annarra lánskjara, og myntar. Vaxtaprósentan segir aukinheldur ekki alla söguna þar sem vextir eru mjög lágir. Meðal annars þarf að skoða hvort stöðnun ríkir í viðkomandi ríki. Hagvöxtur er annar algildur mælikvarði og samanburður á hagvexti í Evrópusambandinu og Íslandi telst langt í frá vera aðild til framdráttar. Auglýst er eftir raunverulegum rökum fyrir aðild. Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er hagvöxtur nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru meðallaun nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er verðbólgan nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hverjar eru skuldir ríkissjóðs nú á evrusvæðinu frá landi til lands? – Það er hætt við að aðildarsinnum fallist hendur þegar staðreyndirnar blasa við. Það er skiljanlegt að ESB-sinnar nýti hvert tækifæri til að koma ESB-málum á dagskrá enda eru þau landsmönnum ekki ofarlega í huga. Kosturinn við umræðuna er hins vegar sú að efniviðurinn er síendurtekinn, enda fjölgar kostum aðildar að Evrópusambandinu ekki nema síður sé. Af þeim sökum geta pistlahöfundar eins og undirrituð sömuleiðis afritað og endurtekið andsvörin. Aftur og aftur og aftur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Evrópusambandið Íslenska krónan Utanríkismál Mest lesið Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
ESB-þingmenn á Alþingi nýta nú tækifærið og reyna að tengja umræðuna um efnahagsstöðuna hérlendis við aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Gamalkunnar möntrur um kosti evrunnar og kjöraðstæður á evrusvæðinu eru rifjaðar upp og þá er ástæða til að rifja upp gamalkunn sannindi til andsvara. Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi og er langmikilvægasti viðskiptagjaldmiðill okkar bandaríkjadollar. Þannig er verðmæti útflutnings sem er seldur fyrir bandaríkjadollar langtum meiri en þess sem er seldur fyrir evrur. Það er því m.a. athyglisvert að skoða sveiflur á gengi evrunnar gagnvart dollarnum en þær virðast síst hafa verið minni en á gengi krónunnar gagnvart dollar. Ísland er sömuleiðis fremur opið hagkerfi og því háð áframhaldandi frjálsum viðskiptum. Þar skiptir EES-samningurinn höfuðmáli. Hann hefur tryggt greiðan aðgang íslenskra útflytjenda að evrópska markaðnum á þriðja áratug. Fríverslunarsamningar Íslands og gegnum EFTA eru sömuleiðis mikilvægir. Fríverslunarnet Íslands er því víðfeðmt. Samningarnir snúa að tollfrelsi eða tollalækkunum, draga úr viðskiptahindrunum og auka samkeppnishæfni. Þessi tæki, þ.e. eigið viðskiptafrelsi og aðildin að EFTA, hafa því nýst okkur vel til að skapa íslenskum fyrirtækjum besta mögulega viðskiptaumhverfið á erlendum mörkuðum. Um evrusvæðið er það að segja að vaxtaprósentan er þar eins misjöfn og löndin sem það byggja. Ekki er því hægt að setja samasemmerki milli vaxta, og annarra lánskjara, og myntar. Vaxtaprósentan segir aukinheldur ekki alla söguna þar sem vextir eru mjög lágir. Meðal annars þarf að skoða hvort stöðnun ríkir í viðkomandi ríki. Hagvöxtur er annar algildur mælikvarði og samanburður á hagvexti í Evrópusambandinu og Íslandi telst langt í frá vera aðild til framdráttar. Auglýst er eftir raunverulegum rökum fyrir aðild. Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er hagvöxtur nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru meðallaun nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er verðbólgan nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hverjar eru skuldir ríkissjóðs nú á evrusvæðinu frá landi til lands? – Það er hætt við að aðildarsinnum fallist hendur þegar staðreyndirnar blasa við. Það er skiljanlegt að ESB-sinnar nýti hvert tækifæri til að koma ESB-málum á dagskrá enda eru þau landsmönnum ekki ofarlega í huga. Kosturinn við umræðuna er hins vegar sú að efniviðurinn er síendurtekinn, enda fjölgar kostum aðildar að Evrópusambandinu ekki nema síður sé. Af þeim sökum geta pistlahöfundar eins og undirrituð sömuleiðis afritað og endurtekið andsvörin. Aftur og aftur og aftur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun