Kórónuveiran herjar enn á England líkt og önnur lönd og nú hefur hinn 48 ára Tuchel, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, greinst með veiruna.
Tuchel tests positive for Covid-19.
— Chelsea FC (@ChelseaFC) February 5, 2022
Hann verður því fjarri góðu gamni er Chelsea mætir C-deildarliði Plymouth Argyle í 4. umferð FA-bikarsins nú eftir skamma stund. Plymouth hefur verið í fréttum fyrir leik dagsins þar sem stutt er síðan þjálfari liðsins var að þjálfa 10 ára börn.
Hann er nú mættur með lið sitt á Stamford Bridge og fær að máta sig við einn af betri þjálfurum Evrópu þar sem reikna má með að Tuchel hafi stillt öllu varðandi leik dagsins upp áður en hann greindist með Covid-19.
Útsending frá leik Chelsea og Plymouth hefst klukkan 12.20 á Stöð 2 Sport 2.

Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.