Heimili í hættu Oddný G. Harðardóttir skrifar 5. febrúar 2022 14:00 Það blasir við að grípa verður til aðgerða til að mæta alvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að skilja að húsnæðismál eru fyrir fólk og fjölskyldur í landinu en ekki eingöngu fjárfesta. Húsnæðismálin eru velferðarmál. Það verður að veita aukinn félagslegan stuðning því ójöfnuðurinn sem ástandinu fylgir mun bitna til lengri tíma á samfélaginu öllu. Á dögunum kynnti Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, niðurstöður könnunar á stöðu launafólks innan aðildafélaga ASÍ og BSRB. Í könnuninni kom fram að einstæðir foreldrar standa langverst, eru líklegri til að búa í leiguhúsnæði, andleg heilsa þeirra verri en hinna og þau neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu. Innflytjendur tóku á sig mikið högg í covíd faraldrinum. Misstu mörg vinnuna og þau sem hafa fengið endurráðningu eru jafnvel á lægri launum en áður. Innflytjendahópurinn er vel menntaður, um helmingur þeirra er með háskólapróf. Líkt og með einstæða foreldra eru þau líklegri til að vera leigjendur og andleg líðan þeirra bágborin. Auk þess er atvinnuleysi enn mikið. Atvinnuleysi í desember var 4,9% - 10.161 einstaklingar voru þá atvinnulausir. Atvinnuleysi á Suðurnesjum er hins vegar mun meira en landsmeðaltalið. Þar er atvinnuleysið 9,3%, 10% meðal kvenna og 8,9% meðal karla. Húsnæðiskostnaður gerður viðráðanlegur Staða fólks á leigumarkaði er erfið og ótrygg, ekki síst nú um stundir þegar verðbólgan vex og leiga sem bundin er vísitölu, hækkar sjálfkrafa. Verðbólgan og vaxtahækkanir verða til þess að húsnæðiskostnaður fólks með lágar og meðaltekjur fer enn lengra yfir viðmiðunarmörk af ráðstöfunartekjum. Markmiðið í löndum sem við viljum bera okkur saman við, er að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum heimila. Á Íslandi erum við mjög langt frá því marki og ástandið er að versna hratt þessa dagana. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi og húsnæðisbætur hér í skötulíki og ná engan veginn að bregðast við því alvarlega ástandi sem nú er uppi. Ég tek undir ályktun miðstjórnar ASÍ þar sem kallar stjórnvöld til ábyrgðar vegna hrattvaxandi verðbólgu og neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að bregðast strax við og grípa til aðgerða þegar í stað til að bæta stöðu fólksins sem verður verst úti. Einfalt er að bæta húsnæðisbótakerfið, bæði með vaxtabótum og leigubótum. Þannig má bregðast fljótt við. Barnabótakerfi með hærri greiðslum sem ná óskertar til meðaltekna er einnig skilvirkt kerfi til jöfnunar. Framtíðarlausnin er að efla til muna félagslegt íbúðarkerfi. Stjórnvöld hafa sýnt tímabundnum vanda fyrirtækja skilning. Nú er komið að heimilunum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Oddný G. Harðardóttir Húsnæðismál Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Það blasir við að grípa verður til aðgerða til að mæta alvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að skilja að húsnæðismál eru fyrir fólk og fjölskyldur í landinu en ekki eingöngu fjárfesta. Húsnæðismálin eru velferðarmál. Það verður að veita aukinn félagslegan stuðning því ójöfnuðurinn sem ástandinu fylgir mun bitna til lengri tíma á samfélaginu öllu. Á dögunum kynnti Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, niðurstöður könnunar á stöðu launafólks innan aðildafélaga ASÍ og BSRB. Í könnuninni kom fram að einstæðir foreldrar standa langverst, eru líklegri til að búa í leiguhúsnæði, andleg heilsa þeirra verri en hinna og þau neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu. Innflytjendur tóku á sig mikið högg í covíd faraldrinum. Misstu mörg vinnuna og þau sem hafa fengið endurráðningu eru jafnvel á lægri launum en áður. Innflytjendahópurinn er vel menntaður, um helmingur þeirra er með háskólapróf. Líkt og með einstæða foreldra eru þau líklegri til að vera leigjendur og andleg líðan þeirra bágborin. Auk þess er atvinnuleysi enn mikið. Atvinnuleysi í desember var 4,9% - 10.161 einstaklingar voru þá atvinnulausir. Atvinnuleysi á Suðurnesjum er hins vegar mun meira en landsmeðaltalið. Þar er atvinnuleysið 9,3%, 10% meðal kvenna og 8,9% meðal karla. Húsnæðiskostnaður gerður viðráðanlegur Staða fólks á leigumarkaði er erfið og ótrygg, ekki síst nú um stundir þegar verðbólgan vex og leiga sem bundin er vísitölu, hækkar sjálfkrafa. Verðbólgan og vaxtahækkanir verða til þess að húsnæðiskostnaður fólks með lágar og meðaltekjur fer enn lengra yfir viðmiðunarmörk af ráðstöfunartekjum. Markmiðið í löndum sem við viljum bera okkur saman við, er að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum heimila. Á Íslandi erum við mjög langt frá því marki og ástandið er að versna hratt þessa dagana. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi og húsnæðisbætur hér í skötulíki og ná engan veginn að bregðast við því alvarlega ástandi sem nú er uppi. Ég tek undir ályktun miðstjórnar ASÍ þar sem kallar stjórnvöld til ábyrgðar vegna hrattvaxandi verðbólgu og neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að bregðast strax við og grípa til aðgerða þegar í stað til að bæta stöðu fólksins sem verður verst úti. Einfalt er að bæta húsnæðisbótakerfið, bæði með vaxtabótum og leigubótum. Þannig má bregðast fljótt við. Barnabótakerfi með hærri greiðslum sem ná óskertar til meðaltekna er einnig skilvirkt kerfi til jöfnunar. Framtíðarlausnin er að efla til muna félagslegt íbúðarkerfi. Stjórnvöld hafa sýnt tímabundnum vanda fyrirtækja skilning. Nú er komið að heimilunum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar