Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var að öðru leyti lítið um meiðsli en um talsvert eignatjón var að ræða líkt og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd.

Tveir tveggja bíla árekstrar áttu sér með stað með skömmu millibili á Hafnafjarðarvegi á fimmta tímanum nærri Olís í Garðabæ. Sjúkrabíll og dælubíll var sendur á vettvang frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði og var einn fluttur með minniháttar meiðsli á slysadeild.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var að öðru leyti lítið um meiðsli en um talsvert eignatjón var að ræða líkt og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd.