Forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. febrúar 2022 18:17 Oddur Árnason á vettvangi í gær. Vísir Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr. Flugvélin fannst úti á miðjum suðausturhluta Þingvallavatns í þónokkurri fjarlægð frá landi. Þetta gerir aðgerðir við að ná henni upp úr vatninu flóknar, sérstaklega vegna þess að flugvélin liggur á 48 metra dýpi. Það er erfið dýpt fyrir kafara að athafna sig í og þá er kuldi vatnsins einnig vandamál en hann er á bilinu 0 til 1 gráða. „Það getur lagt mjög hratt og þá ertu að kafa undir ís,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Fyrir tæknilega úrvinnslu þá eru áskoranir miklar í þessu. Og beinlínis hættulegar björgunarmönnum.“ Þurfa 48 tíma glugga Það eru Landhelgisgæslan og sérsveitin sem munu sjá um að reyna að ná vélinni upp úr vatninu. Til að hægt sé að ráðast í þær aðgerðir verður að skapast 48 tíma gluggi þar sem veður á svæðinu er sæmilegt. „Veðurspáin er ekki okkur í hag núna næstu daga og við munum nota þann kafla til að stilla upp og kalla til þau tæki og tól sem til þarf,“ segir Oddur. Ekki sé útlit fyrir að hægt verði að hífa vélina upp fyrr en seint í næstu viku. Þó sé til skoðunar hvort hægt verði að sækja hina látnu fyrst. „Það er forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið og hvernig það verður útfært það verður bara að koma í ljós.“ Aðstandendur komnir til landsins Oddur segir að ekki sé ljóst í hvaða tilgangi hópurinn hafi verið að fljúga á svæðinu. Lögregla mun ekkert gefa út um einstaka þætti rannsóknarinnar fyrr en henni er lokið. Íslenskur flugmaður og þrír ferðamenn voru um borð í flugvélinni. Aðstandendur ferðamannanna komu margir til landsins í dag. Oddur segist engar vísbendingar hafa um orsök slyssins. „Nei, það er ekkert í hendi með það. Og í rauninni margþætt rannsókn þannig það væri bara beinlínis rangt að fara að vera með einhverjar getgátur núna.“ Ekki er vitað hvort svokallaður svartur kassi hafi verið um borð í flugvélinni sem gæti varpað ljósi á hvað olli slysinu. Lögreglumál Fréttir af flugi Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Landhelgisgæslan Samgönguslys Tengdar fréttir Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Flugvélin fannst úti á miðjum suðausturhluta Þingvallavatns í þónokkurri fjarlægð frá landi. Þetta gerir aðgerðir við að ná henni upp úr vatninu flóknar, sérstaklega vegna þess að flugvélin liggur á 48 metra dýpi. Það er erfið dýpt fyrir kafara að athafna sig í og þá er kuldi vatnsins einnig vandamál en hann er á bilinu 0 til 1 gráða. „Það getur lagt mjög hratt og þá ertu að kafa undir ís,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Fyrir tæknilega úrvinnslu þá eru áskoranir miklar í þessu. Og beinlínis hættulegar björgunarmönnum.“ Þurfa 48 tíma glugga Það eru Landhelgisgæslan og sérsveitin sem munu sjá um að reyna að ná vélinni upp úr vatninu. Til að hægt sé að ráðast í þær aðgerðir verður að skapast 48 tíma gluggi þar sem veður á svæðinu er sæmilegt. „Veðurspáin er ekki okkur í hag núna næstu daga og við munum nota þann kafla til að stilla upp og kalla til þau tæki og tól sem til þarf,“ segir Oddur. Ekki sé útlit fyrir að hægt verði að hífa vélina upp fyrr en seint í næstu viku. Þó sé til skoðunar hvort hægt verði að sækja hina látnu fyrst. „Það er forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið og hvernig það verður útfært það verður bara að koma í ljós.“ Aðstandendur komnir til landsins Oddur segir að ekki sé ljóst í hvaða tilgangi hópurinn hafi verið að fljúga á svæðinu. Lögregla mun ekkert gefa út um einstaka þætti rannsóknarinnar fyrr en henni er lokið. Íslenskur flugmaður og þrír ferðamenn voru um borð í flugvélinni. Aðstandendur ferðamannanna komu margir til landsins í dag. Oddur segist engar vísbendingar hafa um orsök slyssins. „Nei, það er ekkert í hendi með það. Og í rauninni margþætt rannsókn þannig það væri bara beinlínis rangt að fara að vera með einhverjar getgátur núna.“ Ekki er vitað hvort svokallaður svartur kassi hafi verið um borð í flugvélinni sem gæti varpað ljósi á hvað olli slysinu.
Lögreglumál Fréttir af flugi Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Landhelgisgæslan Samgönguslys Tengdar fréttir Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58
Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“