Hefur mjólkað kýr í 80 ár – Engin kulnun í starfi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. febrúar 2022 21:30 Guðni Guðmundsson, 88 ára bóndi á bænum Þverlæk í Holtum, sem fer í fjós á hverjum degi og þá er mjaltagrifjan aðalstaðurinn hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Guðmundsson, bóndi á bænum Þverlæk í Holtum er sennilega sá maður á Íslandi, sem hefur mjólkað kýr hvað lengst, eða í átta tíu ár. Guðni, sem er áttatíu og átta ára í dag fer í fjós á hverjum degi alla daga vikunnar. Guðni á Þverlæk, sem er bær í Holtunum í Rangárþing ytra er léttur á fæti þrátt fyrir að hann nálgist óðum í að verða níræður. Hann fer í fjós daglega en sonur hann er með myndarlegt kúabú á bænum. Mjaltagrifjan er staðurinn hans Guðna en hann gengur að sjálfsögðu í öll störf í fjósinu. Mjólkurferill Guðna skiptist í fjögur jafn löng tímabil. „Já, það eru handmjaltir fyrst, svo mjaltavél með fötukerfi, síðan mjaltir í rörmjaltakerfi og nú síðast mjaltagryfjan og þetta eru allt saman í kringum tuttugu ára tímabil,“ segir Guðni. Guðni segist mjög ánægður með sitt hlutverk við mjaltir og það sé alltaf jafn gaman að mjólka kýrnar þó að þær geti stundum verið þrjóskar. „Það er engin kulnun í starfi eins og kallað er. Það er alveg óþarfi að finna upp þetta nýyrði en það er til gamalt og gott íslenskt orð yfir þetta fyrirbrigði en það var kallað léti hérna í gamla daga,“ segir hann léttur í bragði. Guðni gengur í öll störf í fjósinu og hefur alltaf jafn gaman að umgangast skepnurnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kýrnar, eru þær ekki mismunandi karakterar? „Jú heldur betur og það kemur miklu betur í ljós þegar þær eru í lausagöngu þeirra sérstöku einkenni. Þetta eru allt saman sérstakar persónur. Ég hef nú sagt það við hestamenn að hestamennska og kúabúskapur byggjast á nákvæmlega sama atriðinu og það er þetta sálræna samband og þeir viðurkenna það,“ segir Guðni. Á bænum er rekið myndarlegt kúabú en bærinn er í Holtum í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni segist helst kvíða því núna ef syni hans dettur í hug að fá sér mjaltaþjón í fjósið. „Já, þá er sjálfhætt, það segir sig sjálft.“ Það vekur sérstaka athygli að Guðni og Margrét Þórðardóttir á Þverlæk eiga sex afkomendur, sem stunda kúabúskap. Þar ber fyrsta að nefna Kristinn son þeirra á Þverlæk og svo bæði börnin hans en það eru þau Berglind, sem er kúabóndi á Hrafnagili í Eyjafirði og Hafsteinn á Þverlæk. Þá eru þrjú önnur barnabörn kúabændur á Suðurlandi en það eru Þorgeir á Selalæk, Guðna á Helluvaði og Sigurður á Búðarhóli. Hér er mynd af hópnum, Guðni og Margrét sitja í forgrunni og síðan eru það frá vinstri, Berglind, Þorgeir, Hafsteinn, Kristinn, Sigurður og Guðni yngri.Aðsend Rangárþing ytra Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Guðni á Þverlæk, sem er bær í Holtunum í Rangárþing ytra er léttur á fæti þrátt fyrir að hann nálgist óðum í að verða níræður. Hann fer í fjós daglega en sonur hann er með myndarlegt kúabú á bænum. Mjaltagrifjan er staðurinn hans Guðna en hann gengur að sjálfsögðu í öll störf í fjósinu. Mjólkurferill Guðna skiptist í fjögur jafn löng tímabil. „Já, það eru handmjaltir fyrst, svo mjaltavél með fötukerfi, síðan mjaltir í rörmjaltakerfi og nú síðast mjaltagryfjan og þetta eru allt saman í kringum tuttugu ára tímabil,“ segir Guðni. Guðni segist mjög ánægður með sitt hlutverk við mjaltir og það sé alltaf jafn gaman að mjólka kýrnar þó að þær geti stundum verið þrjóskar. „Það er engin kulnun í starfi eins og kallað er. Það er alveg óþarfi að finna upp þetta nýyrði en það er til gamalt og gott íslenskt orð yfir þetta fyrirbrigði en það var kallað léti hérna í gamla daga,“ segir hann léttur í bragði. Guðni gengur í öll störf í fjósinu og hefur alltaf jafn gaman að umgangast skepnurnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kýrnar, eru þær ekki mismunandi karakterar? „Jú heldur betur og það kemur miklu betur í ljós þegar þær eru í lausagöngu þeirra sérstöku einkenni. Þetta eru allt saman sérstakar persónur. Ég hef nú sagt það við hestamenn að hestamennska og kúabúskapur byggjast á nákvæmlega sama atriðinu og það er þetta sálræna samband og þeir viðurkenna það,“ segir Guðni. Á bænum er rekið myndarlegt kúabú en bærinn er í Holtum í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni segist helst kvíða því núna ef syni hans dettur í hug að fá sér mjaltaþjón í fjósið. „Já, þá er sjálfhætt, það segir sig sjálft.“ Það vekur sérstaka athygli að Guðni og Margrét Þórðardóttir á Þverlæk eiga sex afkomendur, sem stunda kúabúskap. Þar ber fyrsta að nefna Kristinn son þeirra á Þverlæk og svo bæði börnin hans en það eru þau Berglind, sem er kúabóndi á Hrafnagili í Eyjafirði og Hafsteinn á Þverlæk. Þá eru þrjú önnur barnabörn kúabændur á Suðurlandi en það eru Þorgeir á Selalæk, Guðna á Helluvaði og Sigurður á Búðarhóli. Hér er mynd af hópnum, Guðni og Margrét sitja í forgrunni og síðan eru það frá vinstri, Berglind, Þorgeir, Hafsteinn, Kristinn, Sigurður og Guðni yngri.Aðsend
Rangárþing ytra Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira