Katrín Tanja hafði betur gegn Anníe Mist á Reykjavíkurleikunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2022 23:21 Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð uppi sem sigurvegari á Reykjavíkurleikunum ásamt liðsfélaga sínum, Andre Houdet. Mynd/Instagram/Reykjavikgames Parakeppni í CrossFit fór fram á Reykjavíkurleikunum í dag þar sem fjögur lið tóku þátt. Keppt var í fimm greinum á 90 mínútum og á endanum stóðu Katrín Tanja Davíðsdóttir og Andre Houdet uppi sem sigurvegarar. Mikil spenna ríkti fyrir keppninni, en henni var lýst bæði á íslensku og ensku þar sem mikill áhugi var erlendis frá. Ein kona og einn karl var í hverju liði og liðin fjögur voru samsett af Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Andre Houdet, Anníe Mist Þórisdóttur og Khan Porter, Tola Morakinyo og Lauren Fisher og að lokum Garðari Ólafssyni og Rebecka Vitesson. Eins og áður segir var keppt í fimm greinum, en nánari upplýsingar um greinarnar má finna á heimasíðu Reykjavíkurleikanna með því að smella hér. Fyrsta greinin sem keppt var einstaklingskeppni og kallast „Feel the Burn“, en þar stóð Anníe Mist uppi sem sigurvegari kvennamegin og Andre Houdet karlamegin. Í annarri greininni sem nefnist „The Breather“ þurftu pörin að vera samtaka í æfingum sínum. Pörin gerðu réttstöðulyftur og framhnébeygjur samtaka og þar báru Katrín Tanja og Houdert sigur úr býtum. Þriðja greinin var einstaklangskeppni sem kallast einfaldlega „Liftoff“ þar se konurnar keppa í snörun og karlarnir í jafnhöttun. Anníe Mist og Rebecka Viteson deildu efsta sætinu en þær lyftu báðar 85 kg. Líkt og í fyrstu tveimur greinunum var það Andre Houdet sem stóð uppi sem sigurvegari í þriðju greininni, en hann lyfti 165 kg. Aftur var samhæfingin í fyrirrúmi í fjórðu grein dagsins sem kallast „The Workhorse“ þar sem pörin vinna meðal annars með þungan bolta. Anníe Mist og Khan Porter voru þar fremst meðal jafningja og hleyptu þar með spennu í lokagreinina. Lokagreinin kallast „The Relay“ þar sem pörin keppast við að klára sínar æfingar á sem stystum tíma. Konurnar þurftu að klára sitt áður en karlarnir máttu leggja af stað. Katrín Tanja og Andre Houdet komu fyrst í mark og tryggðu sér um leið sigur á Reykjavíkurleikunum árið 2022. CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira
Mikil spenna ríkti fyrir keppninni, en henni var lýst bæði á íslensku og ensku þar sem mikill áhugi var erlendis frá. Ein kona og einn karl var í hverju liði og liðin fjögur voru samsett af Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Andre Houdet, Anníe Mist Þórisdóttur og Khan Porter, Tola Morakinyo og Lauren Fisher og að lokum Garðari Ólafssyni og Rebecka Vitesson. Eins og áður segir var keppt í fimm greinum, en nánari upplýsingar um greinarnar má finna á heimasíðu Reykjavíkurleikanna með því að smella hér. Fyrsta greinin sem keppt var einstaklingskeppni og kallast „Feel the Burn“, en þar stóð Anníe Mist uppi sem sigurvegari kvennamegin og Andre Houdet karlamegin. Í annarri greininni sem nefnist „The Breather“ þurftu pörin að vera samtaka í æfingum sínum. Pörin gerðu réttstöðulyftur og framhnébeygjur samtaka og þar báru Katrín Tanja og Houdert sigur úr býtum. Þriðja greinin var einstaklangskeppni sem kallast einfaldlega „Liftoff“ þar se konurnar keppa í snörun og karlarnir í jafnhöttun. Anníe Mist og Rebecka Viteson deildu efsta sætinu en þær lyftu báðar 85 kg. Líkt og í fyrstu tveimur greinunum var það Andre Houdet sem stóð uppi sem sigurvegari í þriðju greininni, en hann lyfti 165 kg. Aftur var samhæfingin í fyrirrúmi í fjórðu grein dagsins sem kallast „The Workhorse“ þar sem pörin vinna meðal annars með þungan bolta. Anníe Mist og Khan Porter voru þar fremst meðal jafningja og hleyptu þar með spennu í lokagreinina. Lokagreinin kallast „The Relay“ þar sem pörin keppast við að klára sínar æfingar á sem stystum tíma. Konurnar þurftu að klára sitt áður en karlarnir máttu leggja af stað. Katrín Tanja og Andre Houdet komu fyrst í mark og tryggðu sér um leið sigur á Reykjavíkurleikunum árið 2022.
CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira