Fótbolti

Þjálfari For­est í skýjunum: „Frá­bær dagur fyrir alla“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Steve Cooper er að gera ótrúlega hluti með Nottingham Forest.
Steve Cooper er að gera ótrúlega hluti með Nottingham Forest. Nottingham Forest

Steve Cooper, þjálfari Nottingham Forest, var eðlilega hæstánægður eftir magnaðan 4-1 sigur sinna manna á ríkjandi bikarmeisturum Leicester City í 32-liða úrslitum FA-bikarsins í dag.

„Þetta snýst um að vera í augnablikinu, vera einbeittur og halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera. Strákarnir héldu áfram, skoruðu fjögur, skutu í slá og hefðu getað skorað eitt til tvö í viðbót. Við spiluðum frábærlega og ég er mjög ánægður og stoltur af þeim fyrir hönd félagsins,“ sagði Copper sem sveif um á bleiku skýi að leik loknum.

„Við erum að reyna byggja eitthvað hérna. Við þurfum að fara til Blackburn á miðvikudaginn og við þurfum að spila jafn vel þá. Þetta snýst um hvað gerist eftir svona leiki, við viljum halda áfram að byggja ofan á trú félagsins. Við viljum byggja eitthvað sem endurspeglar daginn í dag, við þurfum að gera það með réttu hugarfari og auðmýkt.“

„Við þurfum virkilega að einbeita okkur að miðvikudeginum en í Championship-deildinni virðist vera leikur annan hvern dag. Við megum ekki hugsa of lengi um þennan leik og þurfum að einbeita okkur að næsta verkefni.“

„Þetta var frábær dagur fyrir alla tengda Nottingham Forest,“ sagði Cooper að endingu sem vill svo sannarlega ekki að gott gengi liðsins í FA-bikarnum stígi mönnum til höfuðs.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×