Covid-greiningum fjölgað um 100 milljónir á aðeins mánuði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2022 10:38 Allar líkur eru á að mun fleiri hafi smitast af kórónuveirunni en opinberar tölur benda til, meðal annars vegna þess að fólk hefur haft mjög misgreiðan aðgang að skimunum. epa/Evert Elzinga Í gær höfðu 400 milljónir einstaklinga greinst með Covid-19 í heiminum. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að aðeins mánuður er síðan 300 milljónir höfðu greinst. Leiða má líkur að því að ástæða hinnar hröðu útbreiðslu sé annars vegar hið bráðsmitandi ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar og hins vegar, og því tengt, aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við breyttum faraldri. Kórónuveirufaraldurinn hafði staðið yfir í meira en ár þegar þekkt smit á heimsvísu náðu 100 milljónum en fyrstu einstaklingarnir greindust seint á árinu 2019 og 100 milljónasta manneskjan í janúar 2021. Fjöldi greininga náði 200 milljónum sjö mánuðum seinna og nú, sex mánuðum eftir að fjöldinn stóð í 200 milljónum, hefur hann tvöfaldast. Samkvæmt frétt New York Times hafa um fimm milljarðar manna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. Fjöldi bólusettra og hið ívið mildara ómíkron-afbrigði hafa gert það að verkum að fjöldi greindra en ekki lengur notað sem helsta viðmiðið við ákvörðun sóttvarnaaðgerða, heldur fjöldi þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús og gjörgæslu eða látast af völdum sjúkdómsins. Í New York hafa til að mynda 541 prósent fleiri greinst með Covid-19 í vetur en síðasta vetur en dauðsföllum fjölgað um 44 prósent. Stjórnvöld í fjölda ríkja, meðal annars á Íslandi, hafa vegna þess ákveðið að stíga tiltölulega hröð skref í átt að afléttingum en vísindamenn vara en við því að ónæmi gegn Covid-19 minnki með tímanum og þá sé alltaf hætta á að enn eitt afbrigðið skjóti upp kollinum sem er illvígara en það sem nú er allsráðandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Leiða má líkur að því að ástæða hinnar hröðu útbreiðslu sé annars vegar hið bráðsmitandi ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar og hins vegar, og því tengt, aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við breyttum faraldri. Kórónuveirufaraldurinn hafði staðið yfir í meira en ár þegar þekkt smit á heimsvísu náðu 100 milljónum en fyrstu einstaklingarnir greindust seint á árinu 2019 og 100 milljónasta manneskjan í janúar 2021. Fjöldi greininga náði 200 milljónum sjö mánuðum seinna og nú, sex mánuðum eftir að fjöldinn stóð í 200 milljónum, hefur hann tvöfaldast. Samkvæmt frétt New York Times hafa um fimm milljarðar manna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. Fjöldi bólusettra og hið ívið mildara ómíkron-afbrigði hafa gert það að verkum að fjöldi greindra en ekki lengur notað sem helsta viðmiðið við ákvörðun sóttvarnaaðgerða, heldur fjöldi þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús og gjörgæslu eða látast af völdum sjúkdómsins. Í New York hafa til að mynda 541 prósent fleiri greinst með Covid-19 í vetur en síðasta vetur en dauðsföllum fjölgað um 44 prósent. Stjórnvöld í fjölda ríkja, meðal annars á Íslandi, hafa vegna þess ákveðið að stíga tiltölulega hröð skref í átt að afléttingum en vísindamenn vara en við því að ónæmi gegn Covid-19 minnki með tímanum og þá sé alltaf hætta á að enn eitt afbrigðið skjóti upp kollinum sem er illvígara en það sem nú er allsráðandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira