Sá beran mann ef hún prílaði uppá stól Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2022 16:09 Ef farið væri upp á stól við ákveðinn glugga mátti greina nakinn mann í húsi í næsta nágrenni. (Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.) vísir/jakob Guðmundur Benediktsson fyrrverandi hæstaréttarlögmaður þurfti að sinna sérkennilegu útkalli þegar hann var í lögreglunni; kona sem kvartaði undan strípalingi í nágrenninu. „Þegar ég var í lögreglunni fórum við eitt sinn í útkall vegna konu sem sá oft beran mann í íbúðinni á móti hennar. Við fórum auðvitað á staðinn, en sáum engan beran mann. Jú, konan sagði hann vera þarna. Hann sæist ef farið væri upp á stól við glugga sem hún benti á og þá sæist hann,“ segir Guðmundur á Facebook-síðu Einars Gauts Steingrímssonar lögmanns. Frá góðviðrisdegi í Laugardalslaug.Vísir/Vilhelm Einar Gautur var að velta fyrir sér hneykslunargirni sem nú gengur ljósum logum um samfélagið og sagði frá því að eitt sinn hafi hann, þá ungur maður, mætt í útiskýlið í Laugardalslaugum. Þá hafi verið búið að hækka vegg í austri þannig að dró úr sólskini. Hann spurði þá hvers vegna og þá voru svör þau að konan í blokkinni fyrir ofan hefði kvartað undan því að hún sæi allsbera menn í skýlinu frá svölum sínum, ef hún væri með kíki. Einar Gautur Steingrímsson veltir fyrir sér hneysklunargirni landsmanna. „Mér finnst að þeir sem hneykslast eigi ekki að leita í dyrum og dyngjum af hneykslunarefnum. Af nógu er að taka samt,“ segir Einar Gautur. Guðmundur segir söguna sannleikanum samkvæmt í samtali við Vísi. Stundum gerist eitt og annað þegar fólk sé einmana. „Oft var í það minnsta áður til dæmis hringt á nóttinni og eitt og annað áhyggjuefni rætt. Þessum hringingum var venjuleg vel tekið ef haldið var að hjálp væri af samtalinu.“ Téð útkall var líklega í kringum 1980 og var það í Reykjavík. Guðmundur telur óþarfi að tiltaka nánar staðsetningu, það skipti ekki máli. Svipað atriði var í Áramótaskaupi fyrir margt löngu, það hefur þá byggt á sannsögulegum atburðum þó ótrúlegt væri. Guðmundur segir að þetta hafi auðvitað þótt fyndið og gengið eitthvað. „En þetta truflaði aumingja konuna.“ Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira
„Þegar ég var í lögreglunni fórum við eitt sinn í útkall vegna konu sem sá oft beran mann í íbúðinni á móti hennar. Við fórum auðvitað á staðinn, en sáum engan beran mann. Jú, konan sagði hann vera þarna. Hann sæist ef farið væri upp á stól við glugga sem hún benti á og þá sæist hann,“ segir Guðmundur á Facebook-síðu Einars Gauts Steingrímssonar lögmanns. Frá góðviðrisdegi í Laugardalslaug.Vísir/Vilhelm Einar Gautur var að velta fyrir sér hneykslunargirni sem nú gengur ljósum logum um samfélagið og sagði frá því að eitt sinn hafi hann, þá ungur maður, mætt í útiskýlið í Laugardalslaugum. Þá hafi verið búið að hækka vegg í austri þannig að dró úr sólskini. Hann spurði þá hvers vegna og þá voru svör þau að konan í blokkinni fyrir ofan hefði kvartað undan því að hún sæi allsbera menn í skýlinu frá svölum sínum, ef hún væri með kíki. Einar Gautur Steingrímsson veltir fyrir sér hneysklunargirni landsmanna. „Mér finnst að þeir sem hneykslast eigi ekki að leita í dyrum og dyngjum af hneykslunarefnum. Af nógu er að taka samt,“ segir Einar Gautur. Guðmundur segir söguna sannleikanum samkvæmt í samtali við Vísi. Stundum gerist eitt og annað þegar fólk sé einmana. „Oft var í það minnsta áður til dæmis hringt á nóttinni og eitt og annað áhyggjuefni rætt. Þessum hringingum var venjuleg vel tekið ef haldið var að hjálp væri af samtalinu.“ Téð útkall var líklega í kringum 1980 og var það í Reykjavík. Guðmundur telur óþarfi að tiltaka nánar staðsetningu, það skipti ekki máli. Svipað atriði var í Áramótaskaupi fyrir margt löngu, það hefur þá byggt á sannsögulegum atburðum þó ótrúlegt væri. Guðmundur segir að þetta hafi auðvitað þótt fyndið og gengið eitthvað. „En þetta truflaði aumingja konuna.“
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira