Ari verður 19 ára í næsta mánuði og hefur leikið með U19-liði Bologna í vetur. Hann á að baki tíu leiki í efstu deild hér á landi með HK, árin 2019 og 2020, og hefur skorað í þeim eitt mark.
Ari er þegar mættur til landsins og byrjaður að æfa með Víkingum.
Víkingar greindu jafnframt frá því að þrír af lykilmönnunum á bakvið velgengni liðsins í fyrra, þeir Erlingur Agnarsson, Júlíus Magnússon og Kristall Máni Ingason, hefðu framlengt samninga sína við félagið. Erlingur og Kristall eru nú samningsbundnir Víkingi til ársins 2024 og Júlíus til 2025.
Þá hefur Bjarki Björn Gunnarsson skrifað undir framlengingu til ársins 2024 en hann var að láni hjá Þrótti Vogum á síðustu leiktíð.