Þurfa að hlaupa 76 kílómetra á dag til að vera „frábær“ í starfi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. febrúar 2022 20:00 Óraunhæfar kröfur eru gerðar til ræstingafólks sem brjóta í bága við vinnuverndarlöggjöf að mati Vinnueftirlitsins. Til að ná því sem er skilgreint sem „frábær árangur“ í starfi heilan vinnudag er ætlast til vinnuálags sem samræmist því að hlaupa næstum tvö maraþon. Þessi viðmið má finna í kjarasamningi ræstingarfólks við atvinnurekendur. Í þeim er fylgiskjal þar sem tekin eru dæmi um mismunandi vinnuhraða eftir flóknum mælikvörðum og starfsmenn skilgreindir út frá þeim á hátt sem Starfsgreinasambandinu þykir óviðeigandi. Það hefur áhrif á laun ræstingarfólks í hvaða flokki það er skilgreint. Frábær starfsmaður endist ekki lengi Tökum dæmi um lýsingu á starfsmanni sem vinnur eftir hraða á lægsta mælikvarða: „Starfsmaður er mjög hægfara og klaufalegur og hefur fálmkenndar hreyfingar, virðist hálfsofandi og áhugalaus um starfið,“ segir þar. Þessi vinnuhraði er sambærilegur því álagi á líkamann sem verður við að ganga á rúmlega þriggja hraða kílómetra á klukkustund. Og starfsmanni á besta mælikvarða er lýst svona: „Vinnur einstaklega hratt og af ákafa og einbeitni sem ekki er líklegt að endist lengi. Frábær árangur í starfi sem aðeins örfáir starfsmenn ná.“ Það álag jafngildir því að vera á 9,6 kílómetra hraða á klukkustund. Þessa mælikvarða má finna í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. Þessir kvarðar eru einn af fjölmörgum þáttum sem hafa áhrif á laun ræstingafólks.skjáskot/Kjarasamningar SA og SGS Álag fyrir atvinnuíþróttamenn Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ljóst að þetta séu gjörsamlega óraunhæfir mælikvarðar: „Ef þú ert á hámarksvinnukvarðanum þá er eins og þú labbir 9,6 kílómetra á klukkustund. Ef þú ert að labbar 9,6 kílómetra á klukkustund í átta tíma á dag þá átt þú að vera að gera eitthvað annað. Þú átt að vera að keppa í einhverri íþrótt,“ segir Flosi. Og þarna ýkir hann ekki. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Vísir/Sigurjón Ef gengið eða öllu heldur hlaupið er á þessum hraða í um átta tíma á dag jafngildir það því að fara næstum tvö maraþon, eða um 76 kílómetra. Það er lengri vegalend en þegar gengið er frá Reykjavík til Borgarness. 76 kílómetrar eru næstum því tvö maraþon og rúmlega leiðin frá Reykjavík að Borgarnesi.vísir/ragnar Það gerir það ekki nokkur maður er það? „Jú, starfsfólk í ræstingu gerir það,“ segir Flosi. Þó auðvitað sé ljóst að það séu ekki margir í þeim bransa sem vinni eftir þessum mesta vinnuhraða allan daginn alla daga. Hversu margir heldurðu að geri það? „Það er ómögulegt um að segja og það er enginn sem heldur það út lengi,“ segir Flosi. Svona vinnuálagi fylgi gjarnan mikil stoðkerfisvandamál. Starfsgreinasambandið hefur reynt að fá þessa mælikvarða út úr kjarasamningum án árangurs. Stangast á við vinnuverndarlög Sambandið sendi því fyrirspurn á Vinnueftirlit ríkisins og bað það um að meta hvort þessir mælikvarðar séu eðlilegir. Og svarið er skýrt. Þar segir orðrétt að mælikvarðinn „sé ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaganna og góða vinnuvernd. Mælt er með því að þegar mat er lagt á álag starfsfólks í vinnu verði verkefi og vinnuaðstæður starfsfólks tekið til sérstakar skoðunar.“ Þar segir Vinnueftirlið að þessir mælikvarðar í kjarasamningum ræstingarfólks séu ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaga og góða vinnuvernd. „Það er mjög alvarlegt. Og hvað það þýðir kemur í ljós á næstu vikum og í kjarasamningunum í haust,“ segir Flosi. Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Þessi viðmið má finna í kjarasamningi ræstingarfólks við atvinnurekendur. Í þeim er fylgiskjal þar sem tekin eru dæmi um mismunandi vinnuhraða eftir flóknum mælikvörðum og starfsmenn skilgreindir út frá þeim á hátt sem Starfsgreinasambandinu þykir óviðeigandi. Það hefur áhrif á laun ræstingarfólks í hvaða flokki það er skilgreint. Frábær starfsmaður endist ekki lengi Tökum dæmi um lýsingu á starfsmanni sem vinnur eftir hraða á lægsta mælikvarða: „Starfsmaður er mjög hægfara og klaufalegur og hefur fálmkenndar hreyfingar, virðist hálfsofandi og áhugalaus um starfið,“ segir þar. Þessi vinnuhraði er sambærilegur því álagi á líkamann sem verður við að ganga á rúmlega þriggja hraða kílómetra á klukkustund. Og starfsmanni á besta mælikvarða er lýst svona: „Vinnur einstaklega hratt og af ákafa og einbeitni sem ekki er líklegt að endist lengi. Frábær árangur í starfi sem aðeins örfáir starfsmenn ná.“ Það álag jafngildir því að vera á 9,6 kílómetra hraða á klukkustund. Þessa mælikvarða má finna í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. Þessir kvarðar eru einn af fjölmörgum þáttum sem hafa áhrif á laun ræstingafólks.skjáskot/Kjarasamningar SA og SGS Álag fyrir atvinnuíþróttamenn Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ljóst að þetta séu gjörsamlega óraunhæfir mælikvarðar: „Ef þú ert á hámarksvinnukvarðanum þá er eins og þú labbir 9,6 kílómetra á klukkustund. Ef þú ert að labbar 9,6 kílómetra á klukkustund í átta tíma á dag þá átt þú að vera að gera eitthvað annað. Þú átt að vera að keppa í einhverri íþrótt,“ segir Flosi. Og þarna ýkir hann ekki. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Vísir/Sigurjón Ef gengið eða öllu heldur hlaupið er á þessum hraða í um átta tíma á dag jafngildir það því að fara næstum tvö maraþon, eða um 76 kílómetra. Það er lengri vegalend en þegar gengið er frá Reykjavík til Borgarness. 76 kílómetrar eru næstum því tvö maraþon og rúmlega leiðin frá Reykjavík að Borgarnesi.vísir/ragnar Það gerir það ekki nokkur maður er það? „Jú, starfsfólk í ræstingu gerir það,“ segir Flosi. Þó auðvitað sé ljóst að það séu ekki margir í þeim bransa sem vinni eftir þessum mesta vinnuhraða allan daginn alla daga. Hversu margir heldurðu að geri það? „Það er ómögulegt um að segja og það er enginn sem heldur það út lengi,“ segir Flosi. Svona vinnuálagi fylgi gjarnan mikil stoðkerfisvandamál. Starfsgreinasambandið hefur reynt að fá þessa mælikvarða út úr kjarasamningum án árangurs. Stangast á við vinnuverndarlög Sambandið sendi því fyrirspurn á Vinnueftirlit ríkisins og bað það um að meta hvort þessir mælikvarðar séu eðlilegir. Og svarið er skýrt. Þar segir orðrétt að mælikvarðinn „sé ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaganna og góða vinnuvernd. Mælt er með því að þegar mat er lagt á álag starfsfólks í vinnu verði verkefi og vinnuaðstæður starfsfólks tekið til sérstakar skoðunar.“ Þar segir Vinnueftirlið að þessir mælikvarðar í kjarasamningum ræstingarfólks séu ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaga og góða vinnuvernd. „Það er mjög alvarlegt. Og hvað það þýðir kemur í ljós á næstu vikum og í kjarasamningunum í haust,“ segir Flosi.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira