Slógu eigið met í kjarnasamruna frá 1997: „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2022 22:01 Kjarnasamrunaver JET sem notað var til að slá gamalt met stofnunarinnar frá 1997. JET Vísindamenn á JET-rannsóknarstöðinni (Joint European Torus) tilkynntu í dag að þeir hefðu slegið nýtt met í kjarnasamruna. Við það slógu vísindamennirnir gamalt met JET frá 1997 með því að framleiða rúmlega tvöfalt meiri orku. Í nýjustu tilraun vísindamanna JET tókst þeim að framleiða 59 megajúl af varmaorku með samruna yfir fimm sekúndna tímabil. Orkumyndun tilraunarinnar samsvaraði um ellefu megavöttum, eða ellefu megajúlum á sekúndu. Það voru sömuleiðis vísindamenn JET sem áttu gamla metið en árið 1997 framleiddu vísindamenn stofnunarinnar 21,7 megajúl af varmaorku með kjarnasamruna eða um 16 megavött. Það þurfti þó 24 megavött til að koma samrunanum af stað. Hér má sjá stutt myndband sem sýnir inn í kjarnasamrunaver JET. Record-breaking 59 megajoules of sustained fusion energy at world-leading UKAEA s Joint European Torus (JET) facility. Video shows the record pulse in action. Full story https://t.co/iShCGwlV9Y #FusionIsComing #FusionEnergy #STEM #fusion @FusionInCloseUp @iterorg @beisgovuk pic.twitter.com/ancKMaY1V2— UK Atomic Energy Authority (@UKAEAofficial) February 9, 2022 Vísindamenn binda miklar vonir við að í framtíðinni megi skapa gífurlega orku með lítilli mengun og geislun. Það á að gera með kjarnasamruna sem gengur í einföldu máli út á það að endurskapa það ferli sem gerist í stjörnum alheimsins. Léttir atómkjarnar eru látnir renna saman svo þeir mynda aðra þyngri kjarna en við losnar mikil orka úr læðingi. Við þetta ferli myndast gífurlega mikill hiti en hann er talinn vera um tíu sinnum hærri en hitinn í miðju sólarinnar. Verið er að smíða stærsta kjarnasamrunaver heimsins í Frakklandi en þar verður samruni myndaður með því að ofurhita þungavetni og tritíum. Ofninn verður um 23 þúsund tonn að þyngd en einn rafsegull af þremur er sagður geta lyft heilu flugmóðurskipi. 35 þjóðir heims koma að verkefninu, sem ber heitið ITER, og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðinga unnið við það. Nýjasti árangur vísindamanna JET markar góðar fregnir fyrir kjarnasamrunaverið í Frakklandi en í tilrauninni þar sem nýja metið var sett, var notast við sama ferli. „Nýjar tilraunir JET hafa fært okkur skrefi nærri kjarnasamrunaorku,“ hefur BBC eftir Dr. Joe Milnes, sem stýrir aðgerðum á rannsóknarstofunni. „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu inn í vél okkar og haldið henni þar í fimm sekúndur með góðri virkni, sem færir okkur inn á nýtt svið.“ Í tilkynningu JET er haft eftir Dr. Bernard Bigo, sem stýrir ITER, að nýja metið sé mjög jákvæð vísbending um að rannsóknarvinnan sé á réttri leið. Tækni Vísindi Orkumál Umhverfismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Í nýjustu tilraun vísindamanna JET tókst þeim að framleiða 59 megajúl af varmaorku með samruna yfir fimm sekúndna tímabil. Orkumyndun tilraunarinnar samsvaraði um ellefu megavöttum, eða ellefu megajúlum á sekúndu. Það voru sömuleiðis vísindamenn JET sem áttu gamla metið en árið 1997 framleiddu vísindamenn stofnunarinnar 21,7 megajúl af varmaorku með kjarnasamruna eða um 16 megavött. Það þurfti þó 24 megavött til að koma samrunanum af stað. Hér má sjá stutt myndband sem sýnir inn í kjarnasamrunaver JET. Record-breaking 59 megajoules of sustained fusion energy at world-leading UKAEA s Joint European Torus (JET) facility. Video shows the record pulse in action. Full story https://t.co/iShCGwlV9Y #FusionIsComing #FusionEnergy #STEM #fusion @FusionInCloseUp @iterorg @beisgovuk pic.twitter.com/ancKMaY1V2— UK Atomic Energy Authority (@UKAEAofficial) February 9, 2022 Vísindamenn binda miklar vonir við að í framtíðinni megi skapa gífurlega orku með lítilli mengun og geislun. Það á að gera með kjarnasamruna sem gengur í einföldu máli út á það að endurskapa það ferli sem gerist í stjörnum alheimsins. Léttir atómkjarnar eru látnir renna saman svo þeir mynda aðra þyngri kjarna en við losnar mikil orka úr læðingi. Við þetta ferli myndast gífurlega mikill hiti en hann er talinn vera um tíu sinnum hærri en hitinn í miðju sólarinnar. Verið er að smíða stærsta kjarnasamrunaver heimsins í Frakklandi en þar verður samruni myndaður með því að ofurhita þungavetni og tritíum. Ofninn verður um 23 þúsund tonn að þyngd en einn rafsegull af þremur er sagður geta lyft heilu flugmóðurskipi. 35 þjóðir heims koma að verkefninu, sem ber heitið ITER, og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðinga unnið við það. Nýjasti árangur vísindamanna JET markar góðar fregnir fyrir kjarnasamrunaverið í Frakklandi en í tilrauninni þar sem nýja metið var sett, var notast við sama ferli. „Nýjar tilraunir JET hafa fært okkur skrefi nærri kjarnasamrunaorku,“ hefur BBC eftir Dr. Joe Milnes, sem stýrir aðgerðum á rannsóknarstofunni. „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu inn í vél okkar og haldið henni þar í fimm sekúndur með góðri virkni, sem færir okkur inn á nýtt svið.“ Í tilkynningu JET er haft eftir Dr. Bernard Bigo, sem stýrir ITER, að nýja metið sé mjög jákvæð vísbending um að rannsóknarvinnan sé á réttri leið.
Tækni Vísindi Orkumál Umhverfismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira