Öldur á Garðskaga náðu yfir 30 metra hæð í óveðrinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 22:17 Öldur náðu nokkrar yfir þrjátíu metra hæð í óveðrinu á mánudag. Vísir/Vilhelm Öldur við Garðskaga á Suðurnesjum náðu ítrekað yfir þrjátíu metra hæð í óveðrinu sem gekk yfir landið síðdegis á mánudag og aðfaranótt þriðjudags. Með því var met slegið í ölduhæð við Íslandsstrendur en það fyrra var frá árinu 1990. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segið að metið frá árinu 1990 hafi einmitt verið sett á sama stað. Öldurnar sem riðið hafi yfir Garðskaga núna í byrjun vikunnar hafi verið svo kröftugar að sú kröftugasta hafi slegið öldumælingardufl út, en hann mæli mest 40 metra ölduhæð og því óvíst hve há aldan var í raun. Heppilegt hafi þó verið að lágstreymt var á þessum tíma og sjávarstaðan því hagstæð. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að áður en veðrið skall á hafi ölduspá gert ráð fyrir að mjög háar öldur næðu landgrunni. Líkur voru taldar á að ölduhæð gæti náð sömu hæðum og voru mældar 9. janúar 1990 þegar Garðskagaduflið mældi 25 metra háa öldu, en hún var stök og sú hæsta sem mælst hafði við strendur Íslands á þeim tíma. Í óveðrinu hafi alls tíu stakar öldur yfir 25 metra hæð mælst við Garðskaga og fjórar öldur yfir þrjátíu metrum. Eins hafi ein alda mælst sem sprengdi skalann á duflunum, sem er fjörutíu metrar, og því ekki hægt að segja með vissu um að sú mæling sé rétt. Verið sé að vinna að frekari greiningu úr ölduduflinu og fá staðsetningu á gæðum gagnanna. Ef rétt reynist gæti aldan, sem sló duflið út, verkið langhæsta mælda aldan við Íslandsstrendur og sennilega með þeim hærri sem mældar hafa verið í heiminum. Veður Suðurnesjabær Tengdar fréttir Fleiri viðvaranir: Hvassviðri og ofankoma í kortunum Gular viðvaranir tóku gildi víðsvegar á Suðurlandi, suðvestur og vesturhorni landsins klukkan 18 í dag. Gert er ráð fyrir töluverðri ofankomu og hvassviðri en hiti verður víðast hvar á og yfir frostmarki. 7. febrúar 2022 18:35 Boðaði vetrarríki þegar veðrið snarversnaði í beinni Ekkert lát er á vonskuveðri en gular viðvaranir tóku gildi á suðvestur og vesturhorni landsins fyrr í dag. Veðurfræðingur boðar vetrarríki og segir ráðlegt að hafa snjóskófluna reiðubúna til taks næstu daga. 7. febrúar 2022 21:45 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segið að metið frá árinu 1990 hafi einmitt verið sett á sama stað. Öldurnar sem riðið hafi yfir Garðskaga núna í byrjun vikunnar hafi verið svo kröftugar að sú kröftugasta hafi slegið öldumælingardufl út, en hann mæli mest 40 metra ölduhæð og því óvíst hve há aldan var í raun. Heppilegt hafi þó verið að lágstreymt var á þessum tíma og sjávarstaðan því hagstæð. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að áður en veðrið skall á hafi ölduspá gert ráð fyrir að mjög háar öldur næðu landgrunni. Líkur voru taldar á að ölduhæð gæti náð sömu hæðum og voru mældar 9. janúar 1990 þegar Garðskagaduflið mældi 25 metra háa öldu, en hún var stök og sú hæsta sem mælst hafði við strendur Íslands á þeim tíma. Í óveðrinu hafi alls tíu stakar öldur yfir 25 metra hæð mælst við Garðskaga og fjórar öldur yfir þrjátíu metrum. Eins hafi ein alda mælst sem sprengdi skalann á duflunum, sem er fjörutíu metrar, og því ekki hægt að segja með vissu um að sú mæling sé rétt. Verið sé að vinna að frekari greiningu úr ölduduflinu og fá staðsetningu á gæðum gagnanna. Ef rétt reynist gæti aldan, sem sló duflið út, verkið langhæsta mælda aldan við Íslandsstrendur og sennilega með þeim hærri sem mældar hafa verið í heiminum.
Veður Suðurnesjabær Tengdar fréttir Fleiri viðvaranir: Hvassviðri og ofankoma í kortunum Gular viðvaranir tóku gildi víðsvegar á Suðurlandi, suðvestur og vesturhorni landsins klukkan 18 í dag. Gert er ráð fyrir töluverðri ofankomu og hvassviðri en hiti verður víðast hvar á og yfir frostmarki. 7. febrúar 2022 18:35 Boðaði vetrarríki þegar veðrið snarversnaði í beinni Ekkert lát er á vonskuveðri en gular viðvaranir tóku gildi á suðvestur og vesturhorni landsins fyrr í dag. Veðurfræðingur boðar vetrarríki og segir ráðlegt að hafa snjóskófluna reiðubúna til taks næstu daga. 7. febrúar 2022 21:45 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fleiri viðvaranir: Hvassviðri og ofankoma í kortunum Gular viðvaranir tóku gildi víðsvegar á Suðurlandi, suðvestur og vesturhorni landsins klukkan 18 í dag. Gert er ráð fyrir töluverðri ofankomu og hvassviðri en hiti verður víðast hvar á og yfir frostmarki. 7. febrúar 2022 18:35
Boðaði vetrarríki þegar veðrið snarversnaði í beinni Ekkert lát er á vonskuveðri en gular viðvaranir tóku gildi á suðvestur og vesturhorni landsins fyrr í dag. Veðurfræðingur boðar vetrarríki og segir ráðlegt að hafa snjóskófluna reiðubúna til taks næstu daga. 7. febrúar 2022 21:45