Major sakar Johnson um óheiðarleika og aðför að lýðræðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2022 12:16 John Major er ómyrkur í máli um framgöngu Johnson síðustu misseri. Boris Johnson braut sóttvarnalög, virðist ekki halda að reglurnar eigi við sig og hefur skapað vantraust á stjórnmálunum sem ógnar lýðræðislegri framtíð Bretlands. Þetta sagði John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, í ræðu sem hann hélt í Lundúnum í vikunni. Major sagði flokksbróður sinn og núverandi forsætisráðherra hafa sent ráðherra til að ganga erinda sinna og „verja hið óverjanlega“. Sannleikurinn virtist „valkvæður“ í augum Jonson en framganga hans hefði valdið orðstýr Bretlands á alþjóðavettvangi hnekkjum. Tilefni fordæmingar Major er svokallað „partygate“ en lögreglan í Lundúnum rannsakar nú að minnsta kosti tólf samkomur sem áttu sér stað í Downing-stræti og víðar á meðan sóttvarnalög voru í gildi um allt Bretland. „Lýðræðið okkar er viðkvæmur strúktúr; það er ekki ósigrandi virki. Það getur fallið ef enginn gerir athugasemd við það sem er rangt né berst fyrir því sem er rétt,“ sagði Major í ræðu sinni. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði Johnson og samstarfsmenn hans hafa brotið sóttvarnalög og brugðist við uppljóstrunum um brotin með óheiðarleika. New Partygate image shows Boris Johnson and open bottle of bubbly at No 10 Xmas quizhttps://t.co/JARzd4MWsr pic.twitter.com/kNVgs6OVVE— Mirror Politics (@MirrorPolitics) February 9, 2022 „Ósvífnar afsakanir voru skáldaðar. Dag eftir dag var almenningur beðinn um að trúa hinu ótrúlega. Ráðherrar voru sendir út af örkinni til að verja hið óverjandi, sem lét þá virðast auðtrúa eða kjánalega,“ sagði Major. Hann sagði enga ríkisstjórn starfhæfa ef grafið hefði verið undan trúverðugleika hennar og að ekki mætti gera lítið úr vantrausti kjósenda í garð stjórnmálanna. „Það má vera að hægt sé að finna með afsökun fyrir hvert og eitt brot, og fleiri, en heilt á litið segja þau aðra sögu,“ sagði Major. „Forsætisráðherrann og ríkjandi stjórn véfengja ekki bara lögin heldur virðast halda að þau, og aðeins þau, þurfi ekki að fara að reglum, hefðum, siðum... hvað sem þú vilt kalla það, opinbers lífs.“ Major sagði að sú trú að það væru ein lög fyrir stjórnvöld og önnur fyrir alla aðra væri pólitískur dauðadómur og að það væri nú að koma í bakið á Johnson. Guardian greindi frá. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Þetta sagði John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, í ræðu sem hann hélt í Lundúnum í vikunni. Major sagði flokksbróður sinn og núverandi forsætisráðherra hafa sent ráðherra til að ganga erinda sinna og „verja hið óverjanlega“. Sannleikurinn virtist „valkvæður“ í augum Jonson en framganga hans hefði valdið orðstýr Bretlands á alþjóðavettvangi hnekkjum. Tilefni fordæmingar Major er svokallað „partygate“ en lögreglan í Lundúnum rannsakar nú að minnsta kosti tólf samkomur sem áttu sér stað í Downing-stræti og víðar á meðan sóttvarnalög voru í gildi um allt Bretland. „Lýðræðið okkar er viðkvæmur strúktúr; það er ekki ósigrandi virki. Það getur fallið ef enginn gerir athugasemd við það sem er rangt né berst fyrir því sem er rétt,“ sagði Major í ræðu sinni. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði Johnson og samstarfsmenn hans hafa brotið sóttvarnalög og brugðist við uppljóstrunum um brotin með óheiðarleika. New Partygate image shows Boris Johnson and open bottle of bubbly at No 10 Xmas quizhttps://t.co/JARzd4MWsr pic.twitter.com/kNVgs6OVVE— Mirror Politics (@MirrorPolitics) February 9, 2022 „Ósvífnar afsakanir voru skáldaðar. Dag eftir dag var almenningur beðinn um að trúa hinu ótrúlega. Ráðherrar voru sendir út af örkinni til að verja hið óverjandi, sem lét þá virðast auðtrúa eða kjánalega,“ sagði Major. Hann sagði enga ríkisstjórn starfhæfa ef grafið hefði verið undan trúverðugleika hennar og að ekki mætti gera lítið úr vantrausti kjósenda í garð stjórnmálanna. „Það má vera að hægt sé að finna með afsökun fyrir hvert og eitt brot, og fleiri, en heilt á litið segja þau aðra sögu,“ sagði Major. „Forsætisráðherrann og ríkjandi stjórn véfengja ekki bara lögin heldur virðast halda að þau, og aðeins þau, þurfi ekki að fara að reglum, hefðum, siðum... hvað sem þú vilt kalla það, opinbers lífs.“ Major sagði að sú trú að það væru ein lög fyrir stjórnvöld og önnur fyrir alla aðra væri pólitískur dauðadómur og að það væri nú að koma í bakið á Johnson. Guardian greindi frá.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira