#Kommentsens Matthías Freyr Matthíasson og Þóra Björnsdóttir skrifa 10. febrúar 2022 13:00 Alþjóðlegi netöryggisdagurinn (Safer Internet Day) er haldinn víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna og ungmenna á netinu. Á Íslandi er netöryggisdagurinn skipulagður af SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni). Í tilefni netöryggisdagsins þann 8. febrúar 2022 hófu Ábendingalína Barnaheilla og SAFT herferð í samstarfi við TikTok undir myllumerkinu #Kommentsens. Fimm ungmenni, fjórtán ára og eldri, unnu að herferðinni með Barnaheillum og skrifuðu handrit fyrir myndbönd sem eru nú í dreifingu á TikTok. Þau tóku einnig þátt í hönnun og gerð herferðarinnar og gáfu henni nafnið #Kommentsens. Ungmennin ákváðu þessa útgáfu af herferðinni þetta árið því þau sjá þörfina á því að hvetja alla til góðra samskipta, nota „common sense“ og að jákvæð skilaboð fái meira vægi. Markmið herferðarinnar er að hvetja til góðra samskipta á milli barna og unglinga á samfélagsmiðlum og benda þeim á að nota #Kommentsens áður en þau segja eitthvað leiðinlegt við aðra á netinu. #Kommentsens kennir krökkum líka leiðir til að forðast niðrandi ummæli á færslurnar sínar á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Ljóst er að með aukinni netnotkun og tilkomu þess að geta skrifað athugasemdir við hinar ýmsu færslur, eða kommentakerfi, hefur notkun ljótra og meiðandi orða og skoðana orðið sýnilegri. Nauðsynlegt er að samfélagið allt taki höndum saman um að stemma stigu við slíkum samskiptum og því fyrr því betra. Internetið getur verið stórkostleg viðbót við líf fólks og hefur opnað fyrir óteljandi möguleika til lærdóms, skemmtunar, fræðslu og aukinnar víðsýni. Internetið og samfélagsmiðlar hafa hins vegar líka sínar slæmu hliðar og því er nauðsynlegt að fullorðnir einstaklingar í lífi barna fylgist með netnotkun og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna og leiðbeini þeim hvernig hægt sé að nýta þennan vettvang með jákvæðum og uppbyggjandi hætti. Á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára aldurstakmark og mikilvægt er að foreldrar virði það. Einnig er mikilvægt að fullorðnir séu fyrirmyndir og sýni í verki hvernig nýta megi internetið á jákvæðan máta. Með því að stuðla að öruggu interneti fyrir alla, erum við að gefa öllum færi á að taka þátt í því samfélagi sem myndast hefur í gegnum internetið. Verðir þú var við ólöglegt og/eða óæskilegt efni á netinu sem varðar börn eða beinist gegn börnum og ungmennum undir 18 ára aldri bendum við á Ábendingalínu Barnaheilla á vefsvæðinuwww.barnaheill.isTákn hennar er strokleður sem er efst, hægra megin á síðunni. Allar tilkynningar sem til hennar berast eru skoðaðar og rannsakaðar af lögreglu sem rekur slóðir efnisins, finnur það og sér til þess að það sé fjarlægt. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hvetja samfélagið allt til að standa saman um að tryggja jákvæðari samskipti – líka á samfélagsmiðlum. Það er #Kommentsens. Matthías Freyr Matthíasson er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Þóra Björnsdóttir er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Matthías Freyr Matthíasson Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn (Safer Internet Day) er haldinn víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna og ungmenna á netinu. Á Íslandi er netöryggisdagurinn skipulagður af SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni). Í tilefni netöryggisdagsins þann 8. febrúar 2022 hófu Ábendingalína Barnaheilla og SAFT herferð í samstarfi við TikTok undir myllumerkinu #Kommentsens. Fimm ungmenni, fjórtán ára og eldri, unnu að herferðinni með Barnaheillum og skrifuðu handrit fyrir myndbönd sem eru nú í dreifingu á TikTok. Þau tóku einnig þátt í hönnun og gerð herferðarinnar og gáfu henni nafnið #Kommentsens. Ungmennin ákváðu þessa útgáfu af herferðinni þetta árið því þau sjá þörfina á því að hvetja alla til góðra samskipta, nota „common sense“ og að jákvæð skilaboð fái meira vægi. Markmið herferðarinnar er að hvetja til góðra samskipta á milli barna og unglinga á samfélagsmiðlum og benda þeim á að nota #Kommentsens áður en þau segja eitthvað leiðinlegt við aðra á netinu. #Kommentsens kennir krökkum líka leiðir til að forðast niðrandi ummæli á færslurnar sínar á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Ljóst er að með aukinni netnotkun og tilkomu þess að geta skrifað athugasemdir við hinar ýmsu færslur, eða kommentakerfi, hefur notkun ljótra og meiðandi orða og skoðana orðið sýnilegri. Nauðsynlegt er að samfélagið allt taki höndum saman um að stemma stigu við slíkum samskiptum og því fyrr því betra. Internetið getur verið stórkostleg viðbót við líf fólks og hefur opnað fyrir óteljandi möguleika til lærdóms, skemmtunar, fræðslu og aukinnar víðsýni. Internetið og samfélagsmiðlar hafa hins vegar líka sínar slæmu hliðar og því er nauðsynlegt að fullorðnir einstaklingar í lífi barna fylgist með netnotkun og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna og leiðbeini þeim hvernig hægt sé að nýta þennan vettvang með jákvæðum og uppbyggjandi hætti. Á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára aldurstakmark og mikilvægt er að foreldrar virði það. Einnig er mikilvægt að fullorðnir séu fyrirmyndir og sýni í verki hvernig nýta megi internetið á jákvæðan máta. Með því að stuðla að öruggu interneti fyrir alla, erum við að gefa öllum færi á að taka þátt í því samfélagi sem myndast hefur í gegnum internetið. Verðir þú var við ólöglegt og/eða óæskilegt efni á netinu sem varðar börn eða beinist gegn börnum og ungmennum undir 18 ára aldri bendum við á Ábendingalínu Barnaheilla á vefsvæðinuwww.barnaheill.isTákn hennar er strokleður sem er efst, hægra megin á síðunni. Allar tilkynningar sem til hennar berast eru skoðaðar og rannsakaðar af lögreglu sem rekur slóðir efnisins, finnur það og sér til þess að það sé fjarlægt. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hvetja samfélagið allt til að standa saman um að tryggja jákvæðari samskipti – líka á samfélagsmiðlum. Það er #Kommentsens. Matthías Freyr Matthíasson er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Þóra Björnsdóttir er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun