Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2022 13:40 Notkun hraðprófa hefur minnkað til muna að undanförnu. Vísir/Vilhelm Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori. Þetta kemur fram í svari heilsugæslunnar við fyrirspurn Félags atvinnurekenda sem hefur gert athugasemdir við að HH hafi ítrekað keypt hraðpróf án þess að bjóða kaupin út. Fram kom um miðjan janúar að Sjúkratryggingar Íslands hafi verið búnar að greiða tæpar 900 milljónir vegna hraðprófa sem tekin voru hjá heilsugæslunni og einkaaðilum. Heilsugæslan segir að bein innkaup sín hafi verið gerð á grundvelli ákvæðis í lögum um opinber innkaup sem heimili samningskaup án opinberrar birtingar útboðsauglýsingar þegar innkaup eru „algerlega nauðsynleg vegna aðkallandi neyðarástands sem stafar af ófyrirsjáanlegum atburðum.“ Kveðst heilsugæslan því hafa fylgt meginreglum innkaupalaga við kaupin. Fram kemur í svari heilsugæslunnar að fyrstu innkaup á hraðprófum hafi farið fram í maí síðastliðnum í kjölfar breyttrar stefnu yfirvalda um notkun hraðprófa í stað PCR-prófa vegna brottfarar frá landinu. „Voru kaupin ákveðin á fjarfundi fulltrúa HH, Heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands þann 18. maí sl. Ákvörðun um kaupin var tekin á grundvelli verðupplýsinga er bárust í kjölfar verðfyrirspurnar HH til þeirra þriggja fyrirtækja sem á þeim tíma seldu hraðpróf sem samþykkt höfðu verið af heilbrigðisráðuneytinu en við matið var aðeins litið til nefstrokuprófa.“ Yfirlit yfir kaup heilsugæslunnar á hraðprófum.HH Þurftu að bregðast skjótt við aðgerðum stjórnvalda Í ágúst tóku heilbrigðisyfirvöld þá ákvörðun að hefja notkun hraðprófa innanlands í sóttvarnaskyni og þurfti heilsugæslan þá að bregðast skjótt við. „Sendi HH í lok ágúst verðfyrirspurn til þeirra sex fyrirtækja sem seldu hraðpróf sem á þeim tíma höfðu verið samþykkt af heilbrigðisráðuneytinu en um 300.000 stk. var að ræða sem afhenda skyldi um miðjan september. Bárust stofnuninni í kjölfarið verðupplýsingar frá sex fyrirtækjum um sjö tegundir hraðprófa. Var ákvörðun um kaup tekin á grundvelli þeirra upplýsinga og niðurstaðna Veirufræðideildar Landspítala um gæði.“ Að sögn HH hófst undirbúningur gagnvirks innkaupakerfis fyrir hraðpróf í september en þegar lagerstaða var komin undir hættumörk í lok síðasta árs var aftur farið í bein innkaup í nóvember, desember og síðast 6. janúar. Var ákvörðunin byggð á því mati að afhendingartíminn yrði um tvöfalt lengri ef ákveðið væri að auglýsa innkaupin. Byggt var á sömu upplýsingum og forsendum sem notaðar voru við kaupin í ágúst. Að mati HH er ekki þörf á frekari innkaupum á hraðprófum eins og stendur en staðan verður endurmetin í samræmi við þróun faraldurs og ákvarðanir stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8. febrúar 2022 22:16 Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. 15. janúar 2022 12:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta kemur fram í svari heilsugæslunnar við fyrirspurn Félags atvinnurekenda sem hefur gert athugasemdir við að HH hafi ítrekað keypt hraðpróf án þess að bjóða kaupin út. Fram kom um miðjan janúar að Sjúkratryggingar Íslands hafi verið búnar að greiða tæpar 900 milljónir vegna hraðprófa sem tekin voru hjá heilsugæslunni og einkaaðilum. Heilsugæslan segir að bein innkaup sín hafi verið gerð á grundvelli ákvæðis í lögum um opinber innkaup sem heimili samningskaup án opinberrar birtingar útboðsauglýsingar þegar innkaup eru „algerlega nauðsynleg vegna aðkallandi neyðarástands sem stafar af ófyrirsjáanlegum atburðum.“ Kveðst heilsugæslan því hafa fylgt meginreglum innkaupalaga við kaupin. Fram kemur í svari heilsugæslunnar að fyrstu innkaup á hraðprófum hafi farið fram í maí síðastliðnum í kjölfar breyttrar stefnu yfirvalda um notkun hraðprófa í stað PCR-prófa vegna brottfarar frá landinu. „Voru kaupin ákveðin á fjarfundi fulltrúa HH, Heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands þann 18. maí sl. Ákvörðun um kaupin var tekin á grundvelli verðupplýsinga er bárust í kjölfar verðfyrirspurnar HH til þeirra þriggja fyrirtækja sem á þeim tíma seldu hraðpróf sem samþykkt höfðu verið af heilbrigðisráðuneytinu en við matið var aðeins litið til nefstrokuprófa.“ Yfirlit yfir kaup heilsugæslunnar á hraðprófum.HH Þurftu að bregðast skjótt við aðgerðum stjórnvalda Í ágúst tóku heilbrigðisyfirvöld þá ákvörðun að hefja notkun hraðprófa innanlands í sóttvarnaskyni og þurfti heilsugæslan þá að bregðast skjótt við. „Sendi HH í lok ágúst verðfyrirspurn til þeirra sex fyrirtækja sem seldu hraðpróf sem á þeim tíma höfðu verið samþykkt af heilbrigðisráðuneytinu en um 300.000 stk. var að ræða sem afhenda skyldi um miðjan september. Bárust stofnuninni í kjölfarið verðupplýsingar frá sex fyrirtækjum um sjö tegundir hraðprófa. Var ákvörðun um kaup tekin á grundvelli þeirra upplýsinga og niðurstaðna Veirufræðideildar Landspítala um gæði.“ Að sögn HH hófst undirbúningur gagnvirks innkaupakerfis fyrir hraðpróf í september en þegar lagerstaða var komin undir hættumörk í lok síðasta árs var aftur farið í bein innkaup í nóvember, desember og síðast 6. janúar. Var ákvörðunin byggð á því mati að afhendingartíminn yrði um tvöfalt lengri ef ákveðið væri að auglýsa innkaupin. Byggt var á sömu upplýsingum og forsendum sem notaðar voru við kaupin í ágúst. Að mati HH er ekki þörf á frekari innkaupum á hraðprófum eins og stendur en staðan verður endurmetin í samræmi við þróun faraldurs og ákvarðanir stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8. febrúar 2022 22:16 Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. 15. janúar 2022 12:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8. febrúar 2022 22:16
Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. 15. janúar 2022 12:30