Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2022 11:20 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. Þetta kom fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tilslakanir aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins voru til umræðu. Þær afléttingar sem taka gildi á miðnætti eru að mestu í samræmi við skref tvö í afléttingaráætlun stjórnvalda. Í máli Willums Þórs kom einnig fram að reglugerð um sóttvarnir í skólastarfi yrði afnumin. Veitinga- og skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis og allir gestir þurfa að vera farnir út fyrir klukkan eitt. „Við erum að afnema skólareglugerðina þannig að grunn- og framhaldsskólar fá félagslífið sitt allt til baka,“ sagði Willum Þór. Reiknar hann með að hægt verði að ráðast í fullar afléttingar undir lok mánaðarins, komi ekkert óvænt upp á. Þá munu hátt í tíu þúsund einstaklingar losna úr sóttkví í dag en reglur sem gilda um sóttkví verða afnumdar í dag. Um þá sem komast í tæri við smitaða einstaklinga gildir að sögn Willums eftirfarandi: „Bara að hafa gát. Fara varlega. Ef fólk upplifir eða fær einkenni að fara þá í próf. Annars ekki. Bara fara varlega.“ Þeir sem þegar eru í sóttkví þurfa því ekki að mæta í sýnatöku til að losna og á það einnig við um þá sem áttu að fara í sýnatöku í dag. Þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti verður ekki lengur skylt að sæta smitgát þótt hvatt sé til hennar og þar með fellur jafnframt brott skylda til sýnatöku í lok smitgátar, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Þegar slakað var á aðgerðum síðast, þann 28. janúar síðastliðinn, var reiknað með að næsta skref í afléttingu aðgerða yrði stigið 24. febrúar. Því er ljóst að stjórnvöld eru talsvert á undan þeirri áætlun. Fylgst var með nýjustu vendingum í fréttinni hér að neðan: Síðustu daga hafa um og yfir tvö þúsund manns greinst með Covid-19 á hverjum degi. Í dag eru 10.241 í einangrun vegna Covid-19. 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er nú 63 ár. Karl á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild í gær. Helstu breytingar á samkomutakmörkunum eru eftirfarandi: Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Þetta kom fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tilslakanir aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins voru til umræðu. Þær afléttingar sem taka gildi á miðnætti eru að mestu í samræmi við skref tvö í afléttingaráætlun stjórnvalda. Í máli Willums Þórs kom einnig fram að reglugerð um sóttvarnir í skólastarfi yrði afnumin. Veitinga- og skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis og allir gestir þurfa að vera farnir út fyrir klukkan eitt. „Við erum að afnema skólareglugerðina þannig að grunn- og framhaldsskólar fá félagslífið sitt allt til baka,“ sagði Willum Þór. Reiknar hann með að hægt verði að ráðast í fullar afléttingar undir lok mánaðarins, komi ekkert óvænt upp á. Þá munu hátt í tíu þúsund einstaklingar losna úr sóttkví í dag en reglur sem gilda um sóttkví verða afnumdar í dag. Um þá sem komast í tæri við smitaða einstaklinga gildir að sögn Willums eftirfarandi: „Bara að hafa gát. Fara varlega. Ef fólk upplifir eða fær einkenni að fara þá í próf. Annars ekki. Bara fara varlega.“ Þeir sem þegar eru í sóttkví þurfa því ekki að mæta í sýnatöku til að losna og á það einnig við um þá sem áttu að fara í sýnatöku í dag. Þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti verður ekki lengur skylt að sæta smitgát þótt hvatt sé til hennar og þar með fellur jafnframt brott skylda til sýnatöku í lok smitgátar, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Þegar slakað var á aðgerðum síðast, þann 28. janúar síðastliðinn, var reiknað með að næsta skref í afléttingu aðgerða yrði stigið 24. febrúar. Því er ljóst að stjórnvöld eru talsvert á undan þeirri áætlun. Fylgst var með nýjustu vendingum í fréttinni hér að neðan: Síðustu daga hafa um og yfir tvö þúsund manns greinst með Covid-19 á hverjum degi. Í dag eru 10.241 í einangrun vegna Covid-19. 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er nú 63 ár. Karl á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild í gær. Helstu breytingar á samkomutakmörkunum eru eftirfarandi: Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira