Sigló goðsögnin Nanna Franklíns látin 105 ára gömul Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2022 15:41 Nanna Franklíns var uppáhaldsfrænkan segir systur sonur hennar í færslu á Facebook þar sem greint er frá andlátinu. Guðmundur Jón Albertsson Nanna Franklínsdóttir er látin 105 ára að aldri. Nanna hafði undanfarna daga borið titilinn elsti Íslendingurinn. Hallfríður Nanna Franklínsdóttir, jafnan nefnd Nanna Franklíns, fæddist þann 12. maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu. Hún var ein þrettán systkina sem mörg hver náðu afar háum aldri. Hún var ein þriggja systra sem náðu yfir hundrað ára aldri. Anna Margrét lést 105 ára árið 2015 og Margrét Franklínsdóttir systir þeirra varð hundrað ára þann 10. janúar síðastliðinn. Guðmundur Jón Albertsson, systursonur Nönnu, greinir frá andlátinu á Facebook. Þar kemur fram að Nanna, móðursystir og uppáhaldsfrænka Guðmundar og bræðra hans þriggja, hafi látist á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði í morgun. Langlífur systkinahópur Facebook-síðan Langlífi hefur reglulega fjallað um langlífa systkinahóp Nönnu. Foreldrar þeirra voru þau Franklín Þórðarson frá Stóra-Fjarðarhorni í Strandasýslu og Andrea Jónsdóttir frá Miðhúsum í Kollafirði. Andrea bjó lengst af á Siglufirði og varð 97 ára. Níu af systkinunum þrettán náðu yfir 90 ára aldri. Systurnar Nanna og Margrét hafa dvalið saman undanfarin ár á sjúkrahúsinu á Siglufirði. Trölli.is á Siglufirði hafði eftir Sigurði Ægissyni, sóknarpresti á Siglufirði, á 105 ára afmæli Nönnu í fyrra að Nanna hefði ætíð verið létt í lund, fylgst grannt með bæjarlífi og þjóðmálum. „Hún er alltaf sjálfri sér lík, hún Nanna, tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega, kemur til dyranna eins og hún er klædd, er skörp í orðaskiptum, hnyttin, skýr í huga, heldur sínu striki og er bara hún sjálf.“ Fjallabyggð Andlát Eldri borgarar Tímamót Langlífi Tengdar fréttir Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, er látin Dóra Ólafsdóttir, sem varð elst allra Íslendinga, er látin. Hún var 109 ára. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun. 5. febrúar 2022 07:58 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Hallfríður Nanna Franklínsdóttir, jafnan nefnd Nanna Franklíns, fæddist þann 12. maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu. Hún var ein þrettán systkina sem mörg hver náðu afar háum aldri. Hún var ein þriggja systra sem náðu yfir hundrað ára aldri. Anna Margrét lést 105 ára árið 2015 og Margrét Franklínsdóttir systir þeirra varð hundrað ára þann 10. janúar síðastliðinn. Guðmundur Jón Albertsson, systursonur Nönnu, greinir frá andlátinu á Facebook. Þar kemur fram að Nanna, móðursystir og uppáhaldsfrænka Guðmundar og bræðra hans þriggja, hafi látist á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði í morgun. Langlífur systkinahópur Facebook-síðan Langlífi hefur reglulega fjallað um langlífa systkinahóp Nönnu. Foreldrar þeirra voru þau Franklín Þórðarson frá Stóra-Fjarðarhorni í Strandasýslu og Andrea Jónsdóttir frá Miðhúsum í Kollafirði. Andrea bjó lengst af á Siglufirði og varð 97 ára. Níu af systkinunum þrettán náðu yfir 90 ára aldri. Systurnar Nanna og Margrét hafa dvalið saman undanfarin ár á sjúkrahúsinu á Siglufirði. Trölli.is á Siglufirði hafði eftir Sigurði Ægissyni, sóknarpresti á Siglufirði, á 105 ára afmæli Nönnu í fyrra að Nanna hefði ætíð verið létt í lund, fylgst grannt með bæjarlífi og þjóðmálum. „Hún er alltaf sjálfri sér lík, hún Nanna, tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega, kemur til dyranna eins og hún er klædd, er skörp í orðaskiptum, hnyttin, skýr í huga, heldur sínu striki og er bara hún sjálf.“
Fjallabyggð Andlát Eldri borgarar Tímamót Langlífi Tengdar fréttir Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, er látin Dóra Ólafsdóttir, sem varð elst allra Íslendinga, er látin. Hún var 109 ára. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun. 5. febrúar 2022 07:58 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, er látin Dóra Ólafsdóttir, sem varð elst allra Íslendinga, er látin. Hún var 109 ára. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun. 5. febrúar 2022 07:58