Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum Vésteinn Örn Pétursson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 11. febrúar 2022 22:45 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, er starfandi forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti. „Staðan á spítalanum er bara svipuð, það eru álíka margir sjúklingar inniliggjandi og í gær, 34 minnir mig. En starfsfólki með Covid, sem fer í einangrun, fer fjölgandi síðan í gær,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við erum alltaf að skoða þetta á hverjum degi, hvernig staðan er og hvort það sé ástæða til þess að hækka viðbúnaðarstig spítalans. Eins og staðan er núna er þess ekki þörf. En það sem er okkar helst glíma er í raun og veru fjöldi starfsmanna sem eru í einangrun,“ sagði Guðlaug Rakel. Nú séu um 27 prósent starfsmanna spítalans þegar búnir að fá Covid. Hún segist vona að einangrun starfsmanna fari því að verða minna vandamál, en telur ekki að komið sé að því enn. Hún á von á því að róðurinn á spítalanum verði áfram þungur. „Já, ég á nú von á því, vegna þess að smit innan spítalans er töluvert dreift. Við erum með þetta á níu ólíkum deildum innan spítalans. Það er ákveðið púsluspil að koma því saman og einangra sjúklinga, og vernda aðra sjúklinga fyrir smiti.“ Líkt og fjallað hefur verið um í dag hafa reglur um sóttkví verið afnumdar. Á miðnætti í kvöld taka þá gildi rýmkaðar sóttvarnatakmarkanir sem fela meðal í sér að 200 mega koma saman og leyfilegur opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist um klukkustund. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48 Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. 11. febrúar 2022 11:20 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Staðan á spítalanum er bara svipuð, það eru álíka margir sjúklingar inniliggjandi og í gær, 34 minnir mig. En starfsfólki með Covid, sem fer í einangrun, fer fjölgandi síðan í gær,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við erum alltaf að skoða þetta á hverjum degi, hvernig staðan er og hvort það sé ástæða til þess að hækka viðbúnaðarstig spítalans. Eins og staðan er núna er þess ekki þörf. En það sem er okkar helst glíma er í raun og veru fjöldi starfsmanna sem eru í einangrun,“ sagði Guðlaug Rakel. Nú séu um 27 prósent starfsmanna spítalans þegar búnir að fá Covid. Hún segist vona að einangrun starfsmanna fari því að verða minna vandamál, en telur ekki að komið sé að því enn. Hún á von á því að róðurinn á spítalanum verði áfram þungur. „Já, ég á nú von á því, vegna þess að smit innan spítalans er töluvert dreift. Við erum með þetta á níu ólíkum deildum innan spítalans. Það er ákveðið púsluspil að koma því saman og einangra sjúklinga, og vernda aðra sjúklinga fyrir smiti.“ Líkt og fjallað hefur verið um í dag hafa reglur um sóttkví verið afnumdar. Á miðnætti í kvöld taka þá gildi rýmkaðar sóttvarnatakmarkanir sem fela meðal í sér að 200 mega koma saman og leyfilegur opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist um klukkustund.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48 Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. 11. febrúar 2022 11:20 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48
Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. 11. febrúar 2022 11:20