Leiðtogi sem kann að leiða kjarabaráttu Björn Páll Fálki Valsson skrifar 12. febrúar 2022 16:01 Sem félagsmaður í Eflingu hef ég fylgst spenntur með breytingum í félaginu okkar á síðustu árum. Kjarasamningalotan 2018-2020 var mikil prófraun fyrir nýja forystu. Allt var gert til að leggja stein í götu okkar. Ný forysta félagsins – fremst í flokki Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins - lét aldrei deigan síga og náði mjög góðum samningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Niðurstaða mín er alveg skýr: Sólveig Anna kann að leiða kjarabaráttu. Hún kann þá list að blása félagsmönnum baráttuanda í brjóst, og hún kann að tala máli þeirra við samningaborðið og í fjölmiðlum. En hún kann líka að fylkja fólki saman og leiða fram samstöðuna sem öllu skiptir. Þess vegna treysti ég Sólveigu Önnu til að vera formaður Eflingar. Mikið hefur gert til að setja athyglina í þessari kosningabaráttu á aðra hluti heldur en árangur Eflingar í kjarabaráttunni. Það kemur kannski ekki á óvart, enda eru valdamikil öfl í samfélaginu sem vilja ekki sjá herskáa verkalýðsbaráttu. Fyrir mig sem félagsmann í Eflingu er það samt þannig, að árangur í kjaramálum skiptir öllu máli. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með árásum úr öllum áttum gegn Sólveigu Önnu. Ég er henni mjög þakklátur fyrir þær fórnir sem hún hefur fært, til þess að setja loksins félagsfólk í fyrsta sæti í öðru stærsta stéttarfélagi landsins. Það var ekki fyrr en hún varð formaður að Efling fór að skipta máli í íslensku samfélagi. Ég hvet Eflingarfélaga til að standa við bakið á Sólveigu Önnu og kjósa Baráttulistann áður en kosningu lýkur á þriðjudaginn, vegna þess að það skiptir máli að sá sem leiðir kjarabaráttuna næsta vetur hafi reynslu, þrautseigju og hugrekki. Ekki má missa sjónar á lokamarkmiði okkar Eflingarfélaga, sem eru bætt kjör, þrátt fyrir fjaðrafok um önnur mál. Þótt kjarabarátta verka- og láglaunafólks sé ekki auðveld, þá hefur Sólveig Anna sýnt að það er mögulegt að ljúka kjaraviðræðum með farsælum hætti. Þess vegna skiptir lykilmáli að hafa hana í brúnni. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Sem félagsmaður í Eflingu hef ég fylgst spenntur með breytingum í félaginu okkar á síðustu árum. Kjarasamningalotan 2018-2020 var mikil prófraun fyrir nýja forystu. Allt var gert til að leggja stein í götu okkar. Ný forysta félagsins – fremst í flokki Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins - lét aldrei deigan síga og náði mjög góðum samningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Niðurstaða mín er alveg skýr: Sólveig Anna kann að leiða kjarabaráttu. Hún kann þá list að blása félagsmönnum baráttuanda í brjóst, og hún kann að tala máli þeirra við samningaborðið og í fjölmiðlum. En hún kann líka að fylkja fólki saman og leiða fram samstöðuna sem öllu skiptir. Þess vegna treysti ég Sólveigu Önnu til að vera formaður Eflingar. Mikið hefur gert til að setja athyglina í þessari kosningabaráttu á aðra hluti heldur en árangur Eflingar í kjarabaráttunni. Það kemur kannski ekki á óvart, enda eru valdamikil öfl í samfélaginu sem vilja ekki sjá herskáa verkalýðsbaráttu. Fyrir mig sem félagsmann í Eflingu er það samt þannig, að árangur í kjaramálum skiptir öllu máli. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með árásum úr öllum áttum gegn Sólveigu Önnu. Ég er henni mjög þakklátur fyrir þær fórnir sem hún hefur fært, til þess að setja loksins félagsfólk í fyrsta sæti í öðru stærsta stéttarfélagi landsins. Það var ekki fyrr en hún varð formaður að Efling fór að skipta máli í íslensku samfélagi. Ég hvet Eflingarfélaga til að standa við bakið á Sólveigu Önnu og kjósa Baráttulistann áður en kosningu lýkur á þriðjudaginn, vegna þess að það skiptir máli að sá sem leiðir kjarabaráttuna næsta vetur hafi reynslu, þrautseigju og hugrekki. Ekki má missa sjónar á lokamarkmiði okkar Eflingarfélaga, sem eru bætt kjör, þrátt fyrir fjaðrafok um önnur mál. Þótt kjarabarátta verka- og láglaunafólks sé ekki auðveld, þá hefur Sólveig Anna sýnt að það er mögulegt að ljúka kjaraviðræðum með farsælum hætti. Þess vegna skiptir lykilmáli að hafa hana í brúnni. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun