Styrkjum íþróttafélögin í landinu Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 18:00 Íþróttafélög, héraðssambönd og sérsambönd í landinu hafa tapað miklum fjármunum í Covid, tapið hleypur á milljörðum, ekki síst vegna fækkunar áhorfenda og niðurfellingar á viðburðum. Til viðbótar er það reynsla margra félaga að erfiðara sé að fá styrki frá fyrirtækjum en áður var. Íþróttahreyfingin er langstærsta fjöldahreyfing á Íslandi og hún byggir að mestu á sjálfboðaliðum. Knattspyrnan er þar fjölmennust og með umfangsmestu starfsemina. Því veldur það mér verulegum áhyggjum að ég heyri á fólki í félögum landsins að stjórnir og ráð eigi sífellt erfiðara með að fjármagna starfið. Þá hefur sjálfboðaliðum fækkað hjá mörgum. Eitt mikilvægasta hlutverk knattspyrnufélaga er að skipuleggja æfingar og keppni fyrir börn og unglinga. Markmiðið er að auka árangur og hæfni í fótbolta en ekki síður að efla félagslega og uppeldislega þætti, eins og leiðtoga-, samvinnu-, félags- og samskiptafærni ásamt vináttu. Auk þess sýna ótal rannsóknir fram á ávinning íþróttaiðkunar fyrir líkamlega og andlega heilsu. Því þarf ekki að koma á óvart að mjög margir foreldrar vilja að börn þeirra stundi íþróttir, þar á meðal knattspyrnu. Út frá mikilvægi, umfangi og starfsemi íþróttahreyfingarinnar er því alveg ljóst að styrkja þarf íþróttafélögin í landinu. Við fengum stuðning í fyrri bylgjum faraldursins, sem skipti miklu máli og við erum afar þakklát fyrir - en eins og allir vita lengdist Covid-tímabilið með gríðarlega neikvæðum áhrifum á rekstur íþróttafélaga. Vil ég því biðla til ríkisstjórnarinnar um að koma íþróttahreyfingunni til hjálpar. Ef ekki tel ég að afleiðingarnar verði grafalvarlegar. Ég hef þó fulla trú á að ríkisstjórnin sýni skilning á þeirri stöðu sem við erum í og grípi til aðgerða á næstu vikum. Íþróttaæfingar eru fastur liður í lífi mjög margra barna og unglinga, svo koma meistaraflokkarnir og loks landsliðin. Ein órjúfanleg keðja sem má ekki rofna. Við erum vonandi að fara yfir síðasta Covid-hjallinn og nú verður ríkið að stíga inn í. Íþróttafélögin mega ekki vera í mörg ár að jafna sig á afleiðingum Covid. Starfsemi sem byggir eins mikið á sjálfboðaliðum og raun ber vitni þolir það einfaldlega ekki. Hættan er að stjórnarfólk og sjálfboðaliðar bugist af álagi og hverfi á braut. Smá saman mun það gerast að ástandið bitnar á gæðum starfsins. Ég treysti því að á næstu vikum komi góðar fréttir fyrir þessa hreyfingu sem er svo stór partur af lífi okkar Íslendinga. Að lokum við ég minna á að fyrir hverja krónu sem sett er í íþróttastarf skila sér ansi margar til baka. Sem dæmi kemur fram á heimasíðu Sænska knattspyrnusambandsins að fyrir hverja krónu sem fer til fótboltans koma tíu krónur til baka til samfélagsins. Að styðja við fótboltann og íþróttir er því fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður KSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Íþróttir barna KSÍ Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Íþróttafélög, héraðssambönd og sérsambönd í landinu hafa tapað miklum fjármunum í Covid, tapið hleypur á milljörðum, ekki síst vegna fækkunar áhorfenda og niðurfellingar á viðburðum. Til viðbótar er það reynsla margra félaga að erfiðara sé að fá styrki frá fyrirtækjum en áður var. Íþróttahreyfingin er langstærsta fjöldahreyfing á Íslandi og hún byggir að mestu á sjálfboðaliðum. Knattspyrnan er þar fjölmennust og með umfangsmestu starfsemina. Því veldur það mér verulegum áhyggjum að ég heyri á fólki í félögum landsins að stjórnir og ráð eigi sífellt erfiðara með að fjármagna starfið. Þá hefur sjálfboðaliðum fækkað hjá mörgum. Eitt mikilvægasta hlutverk knattspyrnufélaga er að skipuleggja æfingar og keppni fyrir börn og unglinga. Markmiðið er að auka árangur og hæfni í fótbolta en ekki síður að efla félagslega og uppeldislega þætti, eins og leiðtoga-, samvinnu-, félags- og samskiptafærni ásamt vináttu. Auk þess sýna ótal rannsóknir fram á ávinning íþróttaiðkunar fyrir líkamlega og andlega heilsu. Því þarf ekki að koma á óvart að mjög margir foreldrar vilja að börn þeirra stundi íþróttir, þar á meðal knattspyrnu. Út frá mikilvægi, umfangi og starfsemi íþróttahreyfingarinnar er því alveg ljóst að styrkja þarf íþróttafélögin í landinu. Við fengum stuðning í fyrri bylgjum faraldursins, sem skipti miklu máli og við erum afar þakklát fyrir - en eins og allir vita lengdist Covid-tímabilið með gríðarlega neikvæðum áhrifum á rekstur íþróttafélaga. Vil ég því biðla til ríkisstjórnarinnar um að koma íþróttahreyfingunni til hjálpar. Ef ekki tel ég að afleiðingarnar verði grafalvarlegar. Ég hef þó fulla trú á að ríkisstjórnin sýni skilning á þeirri stöðu sem við erum í og grípi til aðgerða á næstu vikum. Íþróttaæfingar eru fastur liður í lífi mjög margra barna og unglinga, svo koma meistaraflokkarnir og loks landsliðin. Ein órjúfanleg keðja sem má ekki rofna. Við erum vonandi að fara yfir síðasta Covid-hjallinn og nú verður ríkið að stíga inn í. Íþróttafélögin mega ekki vera í mörg ár að jafna sig á afleiðingum Covid. Starfsemi sem byggir eins mikið á sjálfboðaliðum og raun ber vitni þolir það einfaldlega ekki. Hættan er að stjórnarfólk og sjálfboðaliðar bugist af álagi og hverfi á braut. Smá saman mun það gerast að ástandið bitnar á gæðum starfsins. Ég treysti því að á næstu vikum komi góðar fréttir fyrir þessa hreyfingu sem er svo stór partur af lífi okkar Íslendinga. Að lokum við ég minna á að fyrir hverja krónu sem sett er í íþróttastarf skila sér ansi margar til baka. Sem dæmi kemur fram á heimasíðu Sænska knattspyrnusambandsins að fyrir hverja krónu sem fer til fótboltans koma tíu krónur til baka til samfélagsins. Að styðja við fótboltann og íþróttir er því fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður KSÍ.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun