„Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2022 23:31 Strákunum í Subway Körfuboltakvöldi þykir Ragnar Örn Bragason hafa bætt sig mikið sem varnarmaður á seinustu árum. Vísir/Bára Dröfn „Við ætlum að kíkja á Ragnar Örn Bragason, Breiðhyltinginn knáa sem er búinn að búa sér til heimili í Þorlákshöfn,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi, en Ragnar átti stórgóðan leik í öruggum sigri Þórsara gegn Keflvíkingum í gærkvöldi. „Ragnar var kannski ekki þekktur fyrr varnarleik en við sáum það í úrslitunum í fyrra, þar sem hann var mikið til settur á Hörð Axel, að hann getur vel haldið sínu þar,“ bætti Sigurður Orri, stjórnandi þáttarins, við. Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson voru með Sigurði í settinu og þeir höfðu einnig ýmislegt um þennan ágæta leikmann að segja. „Hann er líka með hæð og er „athletic“ eins og þú segir,“ sagði Teitur. „Hann var mikið gagnrýndur fyrir varnarleikinn fyrir nokkrum árum en mér finnst hann búinn að bæta varnarleikinn mjög mikið. Hann er líka bara búinn að vera hjá góðum þjálfurum.“ Sævar tók undir það sem kollegi sinn var að segja og bætti við að Ragnar hafi greinilega lagt mikið á sig til að verða betri varnarmaður. „Ég man þegar hann var hjá Keflavík þá voru hann og Ágúst Orrason saman í því liði og þeir þóttu of líkir. Frábærar skyttur, en hvorugur kannski frábær varnarmaður.“ „En Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður. Hann er kannski ekki einn af topp varnarmönnunum í deildinni, en hann er klárlega leikmaður sem getur stoppað sinn mann og sýnir metnað í að halda manninum sínum í fáum stigum.“ Teitur greip þá boltann aftur á lofti og sagði að honum þætti Ragnar skynsamur í sínum varnaraðgerðum. „Mér finnst hann líka svona skynsamur varnarmaður. Við sem að horfum mikið á NBA sjáum að hann kann að gefa villur. Þegar hann lendir í „mismatch“ og svoleiðis þá hefur hann vit á því að gefa villur frekar en að gefa lay-up.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Ragnar Örn Bragason Körfuboltakvöld Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
„Ragnar var kannski ekki þekktur fyrr varnarleik en við sáum það í úrslitunum í fyrra, þar sem hann var mikið til settur á Hörð Axel, að hann getur vel haldið sínu þar,“ bætti Sigurður Orri, stjórnandi þáttarins, við. Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson voru með Sigurði í settinu og þeir höfðu einnig ýmislegt um þennan ágæta leikmann að segja. „Hann er líka með hæð og er „athletic“ eins og þú segir,“ sagði Teitur. „Hann var mikið gagnrýndur fyrir varnarleikinn fyrir nokkrum árum en mér finnst hann búinn að bæta varnarleikinn mjög mikið. Hann er líka bara búinn að vera hjá góðum þjálfurum.“ Sævar tók undir það sem kollegi sinn var að segja og bætti við að Ragnar hafi greinilega lagt mikið á sig til að verða betri varnarmaður. „Ég man þegar hann var hjá Keflavík þá voru hann og Ágúst Orrason saman í því liði og þeir þóttu of líkir. Frábærar skyttur, en hvorugur kannski frábær varnarmaður.“ „En Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður. Hann er kannski ekki einn af topp varnarmönnunum í deildinni, en hann er klárlega leikmaður sem getur stoppað sinn mann og sýnir metnað í að halda manninum sínum í fáum stigum.“ Teitur greip þá boltann aftur á lofti og sagði að honum þætti Ragnar skynsamur í sínum varnaraðgerðum. „Mér finnst hann líka svona skynsamur varnarmaður. Við sem að horfum mikið á NBA sjáum að hann kann að gefa villur. Þegar hann lendir í „mismatch“ og svoleiðis þá hefur hann vit á því að gefa villur frekar en að gefa lay-up.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Ragnar Örn Bragason
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira