Vilja bæta geðheilbrigði viðskiptavina: „Maður á það til að týnast í tímalínunni hjá öðrum“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. febrúar 2022 21:23 Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova. Vísir/Egill Símfyrirtækið Nova segist vilja bæta geðheilbrigði viðskiptavina sinna með því að bjóða þeim ódýra sálfræðiþjónustu. Þingmaður Viðreisnar fagnar því að fyrirtæki séu farin að huga að málaflokknum en segir kaldhæðnislegt að þau séu á undan ríkinu að reyna að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Það hefur lengi tíðkast hjá símfyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum sínum upp á alls konar tveir fyrir einn tilboð. Nýjasta tilboð Nova hefur vakið talsverða athygli en það er á sálfræðiþjónustu á netinu hjá sálfræðistofunni Mín líðan. „Ástæðan fyrir því að Nova er yfir höfuð að tala um geðrækt er að okkar neikvæða spor er minna um umhverfið og meira um samfélagið,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova. Nova sé að selja aðgang að internetinu og snjalltækjum sem fylgi ákveðnar skuggahliðar. „Maður á það svona til að til að týnast í tímalínunni hjá öðrum og gleyma sér í glansmyndunum og gleyma svolítið sjálfum sér. Þannig það er mikilvægt að gera hluti fyrir þig og taka tíma frá símanum fyrir þig,“ segir Katrín. Þó fylgi tækninni auðvitað margir kostir eins og til dæmis rafræna sálfræðiþjónustan, sem hentar ekki síður fólki á landsbyggðinni. Segir lögin standa eftir hljóð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ánægð með að fyrirtæki vilji aðstoða kúnna sína að nálgast ódýrari sálfræðiþjónustu. „Það blasir auðvitað við að þegar fólk þarf að borga 15 til 20 þúsund krónur, segjum til dæmis bara foreldrar fyrir börnin sín, þá fer bara að skipta verulegu máli hverjir foreldrarnir eru. Og það er réttlætismál,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður. Hún hefur þó miklu stærri hugmyndir til að ná markmiði um ódýra sálfræðiþjónustu en 2 fyrir 1 tilboð hjá símfyrirtæki. Viðreisn leiddi breytingar á lögum fyrir tveimur árum sem gerðu það að verkum að Sjúkratryggingar Íslands gætu samið við sálfræðistofur. Þannig hefur leiðin að niðurgreiddri sálfræðiþjónustu af ríkinu hefur þegar verið rudd. „Þessi heimild hefur ekki verið nýtt. Það hefur ekki fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni inn í þessa sálfræðiþjónustu. Þannig að lögin standa eiginlega bara eftir hljóð. Það er heimild en ekki fjármagn. Og það endurspeglar auðvitað bara í mínum huga fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi á þessu máli,“ segir Þorbjörg. Fjarskipti Geðheilbrigði Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Það hefur lengi tíðkast hjá símfyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum sínum upp á alls konar tveir fyrir einn tilboð. Nýjasta tilboð Nova hefur vakið talsverða athygli en það er á sálfræðiþjónustu á netinu hjá sálfræðistofunni Mín líðan. „Ástæðan fyrir því að Nova er yfir höfuð að tala um geðrækt er að okkar neikvæða spor er minna um umhverfið og meira um samfélagið,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova. Nova sé að selja aðgang að internetinu og snjalltækjum sem fylgi ákveðnar skuggahliðar. „Maður á það svona til að til að týnast í tímalínunni hjá öðrum og gleyma sér í glansmyndunum og gleyma svolítið sjálfum sér. Þannig það er mikilvægt að gera hluti fyrir þig og taka tíma frá símanum fyrir þig,“ segir Katrín. Þó fylgi tækninni auðvitað margir kostir eins og til dæmis rafræna sálfræðiþjónustan, sem hentar ekki síður fólki á landsbyggðinni. Segir lögin standa eftir hljóð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ánægð með að fyrirtæki vilji aðstoða kúnna sína að nálgast ódýrari sálfræðiþjónustu. „Það blasir auðvitað við að þegar fólk þarf að borga 15 til 20 þúsund krónur, segjum til dæmis bara foreldrar fyrir börnin sín, þá fer bara að skipta verulegu máli hverjir foreldrarnir eru. Og það er réttlætismál,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður. Hún hefur þó miklu stærri hugmyndir til að ná markmiði um ódýra sálfræðiþjónustu en 2 fyrir 1 tilboð hjá símfyrirtæki. Viðreisn leiddi breytingar á lögum fyrir tveimur árum sem gerðu það að verkum að Sjúkratryggingar Íslands gætu samið við sálfræðistofur. Þannig hefur leiðin að niðurgreiddri sálfræðiþjónustu af ríkinu hefur þegar verið rudd. „Þessi heimild hefur ekki verið nýtt. Það hefur ekki fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni inn í þessa sálfræðiþjónustu. Þannig að lögin standa eiginlega bara eftir hljóð. Það er heimild en ekki fjármagn. Og það endurspeglar auðvitað bara í mínum huga fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi á þessu máli,“ segir Þorbjörg.
Fjarskipti Geðheilbrigði Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira