Verbúðin er enn okkar saga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 07:00 Mér finnst eins og þjóðin hafi setið límd við sjónvarpsskjáinn í gær. Síðustu vikurnar hafa kaffistofur landsmanna rætt síðasta þátt og um leið rifjað upp tímann sem var, fatnaðinn, reykingarnar og hártískuna og lífið í verbúðinni. Umræðuefni dagsins verða sennilega lokaorð sjávarútvegsráðherrans sem þakkaði þeim sem hlýddu. En Verbúðin er ekki bara saga tímans sem var. Hún gerir miklu meira en að kveikja umræður um útlit níunda áratugarins. Verbúðin er um leið spegill tímans sem er. Enn vantar heilbrigðar reglur um sjávarútveginn. Kvótakerfinu var komið á vegna alvarlegs ástands fiskistofna við landið. Það varð til þess að ákvarðanir um veiðar eru teknar út frá vísindalegum forsendum. Framleiðni, hagræðing og verðmætasköpun hefur aukist. Það er í þágu þjóðfélagsins alls. Um fyrirkomulag veiða á forsendum vísinda er ekki auðvitað ekki deilt. Á hinum pólitíska vettvangi og af hálfu hagsmunaaðila er stunduð gaslýsing með því að tala eins og ákall þjóðarinnar um réttlæti snúist um afstöðu til sjálfbærra veiða. Ágreiningurinn snýst um hvað þjóðin fær fyrir að veita útgerðinni aðgang að sjávarauðlindinni. Þetta vita þau vel sem stunda gaslýsinguna. Hvar er réttlætið? Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja um 77% þjóðarinnar að útgerðir landsins greiði markaðsgjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Um fá mál er þjóðin jafn einhuga. Samkvæmt sömu könnun er 7,1% þjóðarinnar á móti því að útgerðirnar greiði markaðsgjald. Þrátt fyrir það er þetta er leiðin sem valin er, leiðin sem fámennur minnihluti styður. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa núna saman um að verja óbreytt ástand. Arðgreiðslur út úr sjávarútvegi frá 2016 til 2020 voru meira en 70 milljarðar króna. Útgerðir hafa á sama tíma greitt tæpa 35 milljarða í veiðigjöld. Á þessu sést að veiðigjöldin eru helmingur þess sem eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna fengu í arð. Hagnaður útgerða fyrir skatta og gjöld frá 2011 til 2020 var 616 milljarðar. Á sama tíma greiddi sjávarútvegurinn tæplega 30% í skatta, opinber gjöld og veiðigjöld. Eðlilega spyr þjóðin sig hvar skynsemin og réttlætið sé þegar þetta er staðan. Og svör við grundvallarspurningum um réttlæti og sanngirni verða að vera önnur en afvegaleiðing og gaslýsing. Skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá Orð skipta máli. Til þess að orðið „þjóðareign“ fái raunverulega merkingu verður að vera alveg skýrt að nýting á sam eiginlegri auðlind sé tímabundin og um leið að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Þetta vantaði í frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um auðlindaákvæði. Í stjórnarskrá þarf að ramma þessi atriði skýrt inn. Með því að verja þjóðareignina í stjórnarskrá myndi ekki skipta máli hvaða flokkar væru við völd því ríkisstjórnin væri bundin af stjórnarskrá. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir. Hagsmunir hinna fáu Það er meginregla að tímabinda réttindi þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Í öllum lýðræðisríkjum gildir þessi sama aðalregla, enda þjónar hún almannahagsmunum. Dæmin úr okkar löggjöf eru víða: Í lögum um fiskeldi er talað um rekstrarleyfi til 16 ára. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í frumvarpi um hálendisþjóðgarð var talað um tímabindingu atvinnuleyfa í náttúruauðlind hálendisins. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um fiskinn í sjónum. Eftir síðasta þátt Verbúðarinnar hljótum við að spyrja hvers vegna aðrar reglur gilda um nýtingu fiskimiðanna. Hagsmunum hverra þjónar það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Sjávarútvegur Viðreisn Alþingi Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Mér finnst eins og þjóðin hafi setið límd við sjónvarpsskjáinn í gær. Síðustu vikurnar hafa kaffistofur landsmanna rætt síðasta þátt og um leið rifjað upp tímann sem var, fatnaðinn, reykingarnar og hártískuna og lífið í verbúðinni. Umræðuefni dagsins verða sennilega lokaorð sjávarútvegsráðherrans sem þakkaði þeim sem hlýddu. En Verbúðin er ekki bara saga tímans sem var. Hún gerir miklu meira en að kveikja umræður um útlit níunda áratugarins. Verbúðin er um leið spegill tímans sem er. Enn vantar heilbrigðar reglur um sjávarútveginn. Kvótakerfinu var komið á vegna alvarlegs ástands fiskistofna við landið. Það varð til þess að ákvarðanir um veiðar eru teknar út frá vísindalegum forsendum. Framleiðni, hagræðing og verðmætasköpun hefur aukist. Það er í þágu þjóðfélagsins alls. Um fyrirkomulag veiða á forsendum vísinda er ekki auðvitað ekki deilt. Á hinum pólitíska vettvangi og af hálfu hagsmunaaðila er stunduð gaslýsing með því að tala eins og ákall þjóðarinnar um réttlæti snúist um afstöðu til sjálfbærra veiða. Ágreiningurinn snýst um hvað þjóðin fær fyrir að veita útgerðinni aðgang að sjávarauðlindinni. Þetta vita þau vel sem stunda gaslýsinguna. Hvar er réttlætið? Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja um 77% þjóðarinnar að útgerðir landsins greiði markaðsgjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Um fá mál er þjóðin jafn einhuga. Samkvæmt sömu könnun er 7,1% þjóðarinnar á móti því að útgerðirnar greiði markaðsgjald. Þrátt fyrir það er þetta er leiðin sem valin er, leiðin sem fámennur minnihluti styður. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa núna saman um að verja óbreytt ástand. Arðgreiðslur út úr sjávarútvegi frá 2016 til 2020 voru meira en 70 milljarðar króna. Útgerðir hafa á sama tíma greitt tæpa 35 milljarða í veiðigjöld. Á þessu sést að veiðigjöldin eru helmingur þess sem eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna fengu í arð. Hagnaður útgerða fyrir skatta og gjöld frá 2011 til 2020 var 616 milljarðar. Á sama tíma greiddi sjávarútvegurinn tæplega 30% í skatta, opinber gjöld og veiðigjöld. Eðlilega spyr þjóðin sig hvar skynsemin og réttlætið sé þegar þetta er staðan. Og svör við grundvallarspurningum um réttlæti og sanngirni verða að vera önnur en afvegaleiðing og gaslýsing. Skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá Orð skipta máli. Til þess að orðið „þjóðareign“ fái raunverulega merkingu verður að vera alveg skýrt að nýting á sam eiginlegri auðlind sé tímabundin og um leið að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Þetta vantaði í frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um auðlindaákvæði. Í stjórnarskrá þarf að ramma þessi atriði skýrt inn. Með því að verja þjóðareignina í stjórnarskrá myndi ekki skipta máli hvaða flokkar væru við völd því ríkisstjórnin væri bundin af stjórnarskrá. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir. Hagsmunir hinna fáu Það er meginregla að tímabinda réttindi þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Í öllum lýðræðisríkjum gildir þessi sama aðalregla, enda þjónar hún almannahagsmunum. Dæmin úr okkar löggjöf eru víða: Í lögum um fiskeldi er talað um rekstrarleyfi til 16 ára. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í frumvarpi um hálendisþjóðgarð var talað um tímabindingu atvinnuleyfa í náttúruauðlind hálendisins. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um fiskinn í sjónum. Eftir síðasta þátt Verbúðarinnar hljótum við að spyrja hvers vegna aðrar reglur gilda um nýtingu fiskimiðanna. Hagsmunum hverra þjónar það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar