Birgitta Rún vill fimmta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 08:28 Birgitta Rún Birgisdóttir sækist eftir fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Aðsend Birgitta Rún Birgisdóttir býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ í vor. Þetta kemur fra í tilkynningu frá Birgittu en prófkjörið fer fram þann 26. febrúar næstkomandi. Birgitta hefur setið í íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar að undanförnu og verið vramaður í lýðheilsuráði auk þess að vera virk í starfi Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu. Hún segir að í starfinu hafi kviknað hjá henni brennandi áhugi á að vinna að góðum málefnum fyrir nærsamfélagið hennar. Birgitta er 37 ára gömul og uppalin í Reykjanesbæ. Hún er með B.Sc. gráðu í geislafræði og stundar nú mastersnám í forystu og stjórnun við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Hún segist hafa sérstakan áhuga á að hafa jákvæð áhrif á leik- og grunnskólastarf og tómstundarstarf í sveitarfélaginu. „Undanfarin ár hef ég starfað við íþróttaþjálfun í Sporthúsinu í Reykjanesbæ. Ég hef meðal annars leikið stórt hlutverk í þjálfun í Superform og í spinning. Þá hef ég að auki sinnt hlaupa- og fjarþjálfun. Samhliða þessum störfum hef ég sótt mér menntun og námskeið á sviði einkaþjálfunar og næringar,“ skrifar Birgitta í tilkynningunni og segir lýðheilsu, hreyfingu og vellíðan íbúa brenna henni á hjarta. Hún telji sig hafa mikið fram að færa í þágu heilsu og vellíðunar íbúa bæjarins. „Ég hef mikinn áhuga á að láta til mín taka í öðrum málefnum fjölskyldna á svæðinu. Ég hef menntun og reynslu úr heilbrigðisgeiranum og sem móðir skil ég vel nauðsyn þess að hafa öfluga heilbrigðisþjónustu,sem veitt er á breiðum grunni, hér í heimabyggð. Ég vil leggja lóð mín á vogarskálarnar með því að taka þátt í að þrýsta á stjórnvöld að gera mun betur í þessum málaflokki.“ Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Þetta kemur fra í tilkynningu frá Birgittu en prófkjörið fer fram þann 26. febrúar næstkomandi. Birgitta hefur setið í íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar að undanförnu og verið vramaður í lýðheilsuráði auk þess að vera virk í starfi Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu. Hún segir að í starfinu hafi kviknað hjá henni brennandi áhugi á að vinna að góðum málefnum fyrir nærsamfélagið hennar. Birgitta er 37 ára gömul og uppalin í Reykjanesbæ. Hún er með B.Sc. gráðu í geislafræði og stundar nú mastersnám í forystu og stjórnun við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Hún segist hafa sérstakan áhuga á að hafa jákvæð áhrif á leik- og grunnskólastarf og tómstundarstarf í sveitarfélaginu. „Undanfarin ár hef ég starfað við íþróttaþjálfun í Sporthúsinu í Reykjanesbæ. Ég hef meðal annars leikið stórt hlutverk í þjálfun í Superform og í spinning. Þá hef ég að auki sinnt hlaupa- og fjarþjálfun. Samhliða þessum störfum hef ég sótt mér menntun og námskeið á sviði einkaþjálfunar og næringar,“ skrifar Birgitta í tilkynningunni og segir lýðheilsu, hreyfingu og vellíðan íbúa brenna henni á hjarta. Hún telji sig hafa mikið fram að færa í þágu heilsu og vellíðunar íbúa bæjarins. „Ég hef mikinn áhuga á að láta til mín taka í öðrum málefnum fjölskyldna á svæðinu. Ég hef menntun og reynslu úr heilbrigðisgeiranum og sem móðir skil ég vel nauðsyn þess að hafa öfluga heilbrigðisþjónustu,sem veitt er á breiðum grunni, hér í heimabyggð. Ég vil leggja lóð mín á vogarskálarnar með því að taka þátt í að þrýsta á stjórnvöld að gera mun betur í þessum málaflokki.“
Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira