Guðbjörg Oddný vill 3. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2022 13:39 Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Aðsend/Aldís Pálsdóttir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi og varaþingmaður, sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer dagana 3.-5. mars næstkomandi. Í tilkynningu frá Guðbjörgu Oddnýju segir að hún sé uppalin í Hafnarfirði, fædd árið1985 og sé gift Gísla Má Gíslasyni, hagfræðingi. Þau eiga saman þrjú börn. „Guðbjörg Oddný skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2008 og varð þar fyrsti varabæjarfulltrúi flokksins. Hún hefur setið í fjölskylduráði, fræðsluráði og sem formaður menningar- og ferðamálanefndar. Guðbjörg er fulltrúi bæjarins í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Guðbjörg var einnig á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum sl. haust og varð þá varaþingmaður í Suðvesturkjördæmi. Guðbjörg Oddný hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðustu 12 ár og hefur meðal annars setið í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórn Fram, Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, sem varaformaður. Hún situr núna í stjórn fulltrúaráðsins í Hafnarfirði og í framkvæmdastjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Guðbjörg Oddný starfar sem samskiptastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Benchmark Genetics,“ segir í tilkynningunni. Sífellt að efla að þróa þjónustuna Haft er eftir Guðbjörgu Oddnýju að það sé frábært að ala upp börn í Hafnarfirði og að hún vilji leggja sitt af mörkum til að svo verði áfram. „Við þurfum sífellt að leita leiða til að efla og þróa þjónustuna fyrir íbúa á öllum aldri og grípa tækifærin sem nóg er af í bænum. Ég hef mikinn áhuga á að gera gagn fyrir samfélagið okkar og tel reynslu mína og framtíðarsýn koma að góðum notum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar." Ég vil að við höldum áfram að þjónusta fjölskyldur vel í Hafnarfirði. Við verðum að hlúa vel að börnunum okkar og leyfa þeim að blómstra í bæði námi og leik. Mikilvægt er að halda áfram að styðja vel við íþróttafélögin og einnig við skapandi frístundir svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Hafnarfjörður er besti staðurinn til að ala upp börnin okkar og við verðum að leitast að því að bæta þjónustuna á hverju degi til að halda því þannig. Verði ég bæjarfulltrúi mun ég leita leiða við að gera betur fyrir fjölskyldur og hlúa að þeim í sífellt breytilegum heimi. Ég legg áherslu á það að bærinn reyni að einfalda lífið fyrir fjölskyldur og við vinnum saman að því að minnka flækjustig og stress. Það er meðal annars mikilvægt að dagvistun barna frá 12 mánaða aldri sé tryggð svo foreldrar geti snúið til baka til vinnu eftir fæðingarorlof,“ er haft eftir Guðbjörgu. Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Í tilkynningu frá Guðbjörgu Oddnýju segir að hún sé uppalin í Hafnarfirði, fædd árið1985 og sé gift Gísla Má Gíslasyni, hagfræðingi. Þau eiga saman þrjú börn. „Guðbjörg Oddný skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2008 og varð þar fyrsti varabæjarfulltrúi flokksins. Hún hefur setið í fjölskylduráði, fræðsluráði og sem formaður menningar- og ferðamálanefndar. Guðbjörg er fulltrúi bæjarins í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Guðbjörg var einnig á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum sl. haust og varð þá varaþingmaður í Suðvesturkjördæmi. Guðbjörg Oddný hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðustu 12 ár og hefur meðal annars setið í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórn Fram, Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, sem varaformaður. Hún situr núna í stjórn fulltrúaráðsins í Hafnarfirði og í framkvæmdastjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Guðbjörg Oddný starfar sem samskiptastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Benchmark Genetics,“ segir í tilkynningunni. Sífellt að efla að þróa þjónustuna Haft er eftir Guðbjörgu Oddnýju að það sé frábært að ala upp börn í Hafnarfirði og að hún vilji leggja sitt af mörkum til að svo verði áfram. „Við þurfum sífellt að leita leiða til að efla og þróa þjónustuna fyrir íbúa á öllum aldri og grípa tækifærin sem nóg er af í bænum. Ég hef mikinn áhuga á að gera gagn fyrir samfélagið okkar og tel reynslu mína og framtíðarsýn koma að góðum notum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar." Ég vil að við höldum áfram að þjónusta fjölskyldur vel í Hafnarfirði. Við verðum að hlúa vel að börnunum okkar og leyfa þeim að blómstra í bæði námi og leik. Mikilvægt er að halda áfram að styðja vel við íþróttafélögin og einnig við skapandi frístundir svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Hafnarfjörður er besti staðurinn til að ala upp börnin okkar og við verðum að leitast að því að bæta þjónustuna á hverju degi til að halda því þannig. Verði ég bæjarfulltrúi mun ég leita leiða við að gera betur fyrir fjölskyldur og hlúa að þeim í sífellt breytilegum heimi. Ég legg áherslu á það að bærinn reyni að einfalda lífið fyrir fjölskyldur og við vinnum saman að því að minnka flækjustig og stress. Það er meðal annars mikilvægt að dagvistun barna frá 12 mánaða aldri sé tryggð svo foreldrar geti snúið til baka til vinnu eftir fæðingarorlof,“ er haft eftir Guðbjörgu.
Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira