Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2022 08:31 Kamila Valieva er frábær skautakona en nú reynir mikið á andlegan styrk þessarar fimmtán ára stelpu. AP/Bernat Armangue Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. Kamila fær vissulega að keppa á leikunum en það tryggir þó ekki að hún gæti verið svipt verðlaunum sínum seinna þegar málið hefur farið alla sína leið í kerfinu. Hún er því ekki laus eftir fallið á lyfjaprófi í desembermánuði þar sem hún mældist með bannað, árangursaukandi hjartalyf að nafni trimetzadin. Kamila Valieva's defence team claimed she may have drunk banned substance from grandfather's glass | @PippaField23 https://t.co/KBONmug8fI— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 15, 2022 Denis Oswald, sem er í aganefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar, hefur sagt frá því að Kamila kenni hjartameðali afa síns um að trimetzadin hafi mælst í sýni hennar. Hún á að hafa drukkið úr glasi sem afi hennar hafi notað til að taka hjartalyfið sitt. „Hluti af vörn hennar er að sýni hennar hafi verið mengað vegna hjartalyfs sem afi hennar tók,“ sagði Denis Oswald í samtali við AP fréttastofuna. Oswald hefur unnið sem íþróttalögmaður og þekkir vel til. Hann segir að lögmenn Kamilu hafi nefnt fjölda atriða sem veki upp vafa um sekt skautakonunnar ungu. Kamila er frábær skautakona og flestir búast við því að hún vinni gullið í einstaklingskeppninni enda að bjóða upp á erfiðari stökk en hafa sést áður á leikunum. Það er hins vegar búið að vera mikið andlegt álag á þessar ungu stelpu eftir allt fárið síðustu daga og það mun eflaust taka sinn toll. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) CAS, Alþjóðaíþróttadómstóllinn, hlustaði ekki á Alþjóðaólympíunefndina, Alþjóðalyfjaeftirlitið eða Alþjóðaskautasambandið sem áfrýjuðu ákvörðun rússneska lyfjaeftirlitsins um að aflétta banni Valievu. Í rökstuðningi CAS sagði að taka þyrfti tillit til þess að Valieva væri aðeins fimmtán ára gömul, það væri ekki hennar sök að niðurstöður lyfjaprófa væru lengi að skila sér, og að það gæti valdið henni óafturkræfum skaða að fá ekki að keppa á Ólympíuleikunum. Kamila og félagar unnu liðakeppnina í listhlaupi á skautum en fengu ekki verðlaunin afhent og það verða heldur ekki nein verðlaun afhent verði Kamila ein af þeim þremur efstu í einstaklingskeppninni. Alþjóðaólympíunefndin ætlar ekki að afhenda nein verðlaun sem gæti þurft að taka til baka verði niðurstaðan sú að Kamila verði dæmd í bann. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Rússland Tengdar fréttir Segir að Valieva sé svo hæfileikarík að hún þurfi ekki að svindla Danshöfundur rússnesku skautakonunnar Kamilu Valievu segir að hún sé svo hæfileikarík að hún þurfi ekki að nota ólögleg lyf. 14. febrúar 2022 13:00 Engin fær að taka við verðlaunum ef Valieva vinnur Framkvæmdastjórn alþjóða ólympíunefndarinnar hefur ákveðið að hafa enga verðlaunaathöfn í listhlaupi á skautum fari svo að hin 15 ára gamla Kamila Valieva endi í einu af efstu þremur sætunum í einstaklingskeppninni. 14. febrúar 2022 11:30 Valieva fær að keppa þrátt fyrir lyfjaprófið Hin 15 ára gamla Kamila Valieva hefur fengið leyfi til að halda áfram að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking þrátt fyrir að hafa greinst með bannað, árangursaukandi hjartalyf. 14. febrúar 2022 08:34 Fimmtán ára rússneska undrabarnið féll á lyfjaprófi Hin fimmtán ára Kamila Valieva, sem átti stóran þátt í því að rússneska ólympíunefndin vann gull í liðakeppninni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, er sögð hafa fallið á lyfjaprófi fyrir leikana. 10. febrúar 2022 07:30 Rússneskt undrabarn skráði sig á spjöld Ólympíusögunnar Rússneska skautakonan Kamila Valieva frá Rússlandi sýndi snilli sína í liðakeppninni í listhlaupi á Vetrarólympíuleikunum í Peking og framkvæmdi stökk sem enginn annar hefur áður gert. 7. febrúar 2022 15:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Kamila fær vissulega að keppa á leikunum en það tryggir þó ekki að hún gæti verið svipt verðlaunum sínum seinna þegar málið hefur farið alla sína leið í kerfinu. Hún er því ekki laus eftir fallið á lyfjaprófi í desembermánuði þar sem hún mældist með bannað, árangursaukandi hjartalyf að nafni trimetzadin. Kamila Valieva's defence team claimed she may have drunk banned substance from grandfather's glass | @PippaField23 https://t.co/KBONmug8fI— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 15, 2022 Denis Oswald, sem er í aganefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar, hefur sagt frá því að Kamila kenni hjartameðali afa síns um að trimetzadin hafi mælst í sýni hennar. Hún á að hafa drukkið úr glasi sem afi hennar hafi notað til að taka hjartalyfið sitt. „Hluti af vörn hennar er að sýni hennar hafi verið mengað vegna hjartalyfs sem afi hennar tók,“ sagði Denis Oswald í samtali við AP fréttastofuna. Oswald hefur unnið sem íþróttalögmaður og þekkir vel til. Hann segir að lögmenn Kamilu hafi nefnt fjölda atriða sem veki upp vafa um sekt skautakonunnar ungu. Kamila er frábær skautakona og flestir búast við því að hún vinni gullið í einstaklingskeppninni enda að bjóða upp á erfiðari stökk en hafa sést áður á leikunum. Það er hins vegar búið að vera mikið andlegt álag á þessar ungu stelpu eftir allt fárið síðustu daga og það mun eflaust taka sinn toll. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) CAS, Alþjóðaíþróttadómstóllinn, hlustaði ekki á Alþjóðaólympíunefndina, Alþjóðalyfjaeftirlitið eða Alþjóðaskautasambandið sem áfrýjuðu ákvörðun rússneska lyfjaeftirlitsins um að aflétta banni Valievu. Í rökstuðningi CAS sagði að taka þyrfti tillit til þess að Valieva væri aðeins fimmtán ára gömul, það væri ekki hennar sök að niðurstöður lyfjaprófa væru lengi að skila sér, og að það gæti valdið henni óafturkræfum skaða að fá ekki að keppa á Ólympíuleikunum. Kamila og félagar unnu liðakeppnina í listhlaupi á skautum en fengu ekki verðlaunin afhent og það verða heldur ekki nein verðlaun afhent verði Kamila ein af þeim þremur efstu í einstaklingskeppninni. Alþjóðaólympíunefndin ætlar ekki að afhenda nein verðlaun sem gæti þurft að taka til baka verði niðurstaðan sú að Kamila verði dæmd í bann.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Rússland Tengdar fréttir Segir að Valieva sé svo hæfileikarík að hún þurfi ekki að svindla Danshöfundur rússnesku skautakonunnar Kamilu Valievu segir að hún sé svo hæfileikarík að hún þurfi ekki að nota ólögleg lyf. 14. febrúar 2022 13:00 Engin fær að taka við verðlaunum ef Valieva vinnur Framkvæmdastjórn alþjóða ólympíunefndarinnar hefur ákveðið að hafa enga verðlaunaathöfn í listhlaupi á skautum fari svo að hin 15 ára gamla Kamila Valieva endi í einu af efstu þremur sætunum í einstaklingskeppninni. 14. febrúar 2022 11:30 Valieva fær að keppa þrátt fyrir lyfjaprófið Hin 15 ára gamla Kamila Valieva hefur fengið leyfi til að halda áfram að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking þrátt fyrir að hafa greinst með bannað, árangursaukandi hjartalyf. 14. febrúar 2022 08:34 Fimmtán ára rússneska undrabarnið féll á lyfjaprófi Hin fimmtán ára Kamila Valieva, sem átti stóran þátt í því að rússneska ólympíunefndin vann gull í liðakeppninni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, er sögð hafa fallið á lyfjaprófi fyrir leikana. 10. febrúar 2022 07:30 Rússneskt undrabarn skráði sig á spjöld Ólympíusögunnar Rússneska skautakonan Kamila Valieva frá Rússlandi sýndi snilli sína í liðakeppninni í listhlaupi á Vetrarólympíuleikunum í Peking og framkvæmdi stökk sem enginn annar hefur áður gert. 7. febrúar 2022 15:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Segir að Valieva sé svo hæfileikarík að hún þurfi ekki að svindla Danshöfundur rússnesku skautakonunnar Kamilu Valievu segir að hún sé svo hæfileikarík að hún þurfi ekki að nota ólögleg lyf. 14. febrúar 2022 13:00
Engin fær að taka við verðlaunum ef Valieva vinnur Framkvæmdastjórn alþjóða ólympíunefndarinnar hefur ákveðið að hafa enga verðlaunaathöfn í listhlaupi á skautum fari svo að hin 15 ára gamla Kamila Valieva endi í einu af efstu þremur sætunum í einstaklingskeppninni. 14. febrúar 2022 11:30
Valieva fær að keppa þrátt fyrir lyfjaprófið Hin 15 ára gamla Kamila Valieva hefur fengið leyfi til að halda áfram að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking þrátt fyrir að hafa greinst með bannað, árangursaukandi hjartalyf. 14. febrúar 2022 08:34
Fimmtán ára rússneska undrabarnið féll á lyfjaprófi Hin fimmtán ára Kamila Valieva, sem átti stóran þátt í því að rússneska ólympíunefndin vann gull í liðakeppninni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, er sögð hafa fallið á lyfjaprófi fyrir leikana. 10. febrúar 2022 07:30
Rússneskt undrabarn skráði sig á spjöld Ólympíusögunnar Rússneska skautakonan Kamila Valieva frá Rússlandi sýndi snilli sína í liðakeppninni í listhlaupi á Vetrarólympíuleikunum í Peking og framkvæmdi stökk sem enginn annar hefur áður gert. 7. febrúar 2022 15:00