Ríkið bregst þolendum ofbeldisglæpa Indriði Ingi Stefánsson skrifar 16. febrúar 2022 07:00 Þegar fólk verður fyrir ofbeldi getur verið nokkuð löng þrautarganga að fá einhvers konar réttlæti. Verður málið rannsakað? Verði það rannsakað, verður það tekið fyrir? Verði það tekið fyrir, verður þá ákært? Verði ákært, næst sakfelling? Göngum nú út frá því að allt þetta gerist og sakfelling náist, þá er þolenda mögulega dæmdar bætur. Þá er síðasta spurningin, tryggir ríkið bæturnar? Ríkið tryggir bara sumar bætur Til að ríkið tryggi bæturnar þarf upphæðin að uppfylla ákveðin skilyrði. Séu bætur hærri en 400 þúsund tryggir ríkið bæturnar upp að 5 milljónum. Þetta varð til þess að ég sendi fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem ég óskaði eftir árlegum fjölda þolenda sem eru dæmdar bætur undir 400 þúsund og áætluðum kostnaði við að tryggja greiðslur til þessara þolenda. Svar sem ekki svarar fyrirspurninni Nýlega barst mér svar við þessari fyrirspurn, sem þó svaraði ekki spurningunni efnislega heldur eingöngu að á síðustu 10 árum hefði í 900 málum verið dæmdar bætur en tilgreindi ekki hversu oft bæturnar hefðu verið undir 400 þúsund krónum. Í raun eru fyrir hvert mál tveir möguleikar að bæturnar hafi verið yfir 400 þúsund krónum eða ekki. Í þeim tilfellum sem bæturnar eru hærri er ríkið þegar að greiða kostnaðinn og því aðeins um að ræða þau mál sem bæturnar eru lægri en 400 þúsund, fyrir hvert þeirra mála er svo aðeins um þann hluta bótana sem ríkið nær ekki að innheimta af geranda. Metum samt umfangið Við getum samt út frá þessum upplýsingum gróflega áætlað þennan kostnað, því skulum við þá framkvæma þá einföldu útreikninga sem þarf til að umfangsmeta þetta. Meðalfjöldi mála á ári hverju eru 900/10 = 90, gefum okkur einfaldlega að í öllum málunum séu dæmdar bætur 399.999 og því ekki tryggðar af ríkinu og að ríkið nái ekki að innheimta eina krónu af gerendum. Í þessu allra versta tilfelli væri kostnaðaraukning ríkisins á ári hverju tæpar 36 milljónir. En nokkuð augljóslega verður kostnaðaraukningin ekki svona mikil. Þessu átti fyrirspurnin að svara en gerir ekki. Óháð öllu er tilfellið er að þessi kostnaður er smánarlega lítill sem og sparnaðurinn, sem er á kostnað þolenda ofbeldisglæpa. Hvað er á bak við tölurnar? Tölur eru ekki mannlegar, en á bak við hverja einustu tölu er þolandi sem brotið var á. Með því að tryggja þolendum ekki bæturnar þýðir fyrir þolanda að málinu er ekki lokið, þarna er óuppgerð skuld sem þolandi hefur litla möguleika á að innheimta og í mörgum tilfellum hefur þolandi ekki þrek til þess. Það er skömm að því að ekki fáist þetta einfalda svar, að það kosti ríkið að hámarki 36 milljónir á ári að tryggja þessum þolendum þessar bætur. Sem geta aldrei bætt þann skaða sem þolandi varð fyrir en væru fyrst og fremst viðurkenning og merki um að málinu væri lokið. Það er óskiljanlegt að þessu hafi ekki verið breytt fyrir löngu. Verandi varaþingmaður er óvíst hvort eða hvenær ég fæ tækifæri, en það mun verða mitt fyrsta verk komi til þess, að mæla fyrir þessari breytingu, nema annar þingmaður verði fyrri til - sem ég sannarlega vona. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Kynferðisofbeldi Indriði Stefánsson Kópavogur Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk verður fyrir ofbeldi getur verið nokkuð löng þrautarganga að fá einhvers konar réttlæti. Verður málið rannsakað? Verði það rannsakað, verður það tekið fyrir? Verði það tekið fyrir, verður þá ákært? Verði ákært, næst sakfelling? Göngum nú út frá því að allt þetta gerist og sakfelling náist, þá er þolenda mögulega dæmdar bætur. Þá er síðasta spurningin, tryggir ríkið bæturnar? Ríkið tryggir bara sumar bætur Til að ríkið tryggi bæturnar þarf upphæðin að uppfylla ákveðin skilyrði. Séu bætur hærri en 400 þúsund tryggir ríkið bæturnar upp að 5 milljónum. Þetta varð til þess að ég sendi fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem ég óskaði eftir árlegum fjölda þolenda sem eru dæmdar bætur undir 400 þúsund og áætluðum kostnaði við að tryggja greiðslur til þessara þolenda. Svar sem ekki svarar fyrirspurninni Nýlega barst mér svar við þessari fyrirspurn, sem þó svaraði ekki spurningunni efnislega heldur eingöngu að á síðustu 10 árum hefði í 900 málum verið dæmdar bætur en tilgreindi ekki hversu oft bæturnar hefðu verið undir 400 þúsund krónum. Í raun eru fyrir hvert mál tveir möguleikar að bæturnar hafi verið yfir 400 þúsund krónum eða ekki. Í þeim tilfellum sem bæturnar eru hærri er ríkið þegar að greiða kostnaðinn og því aðeins um að ræða þau mál sem bæturnar eru lægri en 400 þúsund, fyrir hvert þeirra mála er svo aðeins um þann hluta bótana sem ríkið nær ekki að innheimta af geranda. Metum samt umfangið Við getum samt út frá þessum upplýsingum gróflega áætlað þennan kostnað, því skulum við þá framkvæma þá einföldu útreikninga sem þarf til að umfangsmeta þetta. Meðalfjöldi mála á ári hverju eru 900/10 = 90, gefum okkur einfaldlega að í öllum málunum séu dæmdar bætur 399.999 og því ekki tryggðar af ríkinu og að ríkið nái ekki að innheimta eina krónu af gerendum. Í þessu allra versta tilfelli væri kostnaðaraukning ríkisins á ári hverju tæpar 36 milljónir. En nokkuð augljóslega verður kostnaðaraukningin ekki svona mikil. Þessu átti fyrirspurnin að svara en gerir ekki. Óháð öllu er tilfellið er að þessi kostnaður er smánarlega lítill sem og sparnaðurinn, sem er á kostnað þolenda ofbeldisglæpa. Hvað er á bak við tölurnar? Tölur eru ekki mannlegar, en á bak við hverja einustu tölu er þolandi sem brotið var á. Með því að tryggja þolendum ekki bæturnar þýðir fyrir þolanda að málinu er ekki lokið, þarna er óuppgerð skuld sem þolandi hefur litla möguleika á að innheimta og í mörgum tilfellum hefur þolandi ekki þrek til þess. Það er skömm að því að ekki fáist þetta einfalda svar, að það kosti ríkið að hámarki 36 milljónir á ári að tryggja þessum þolendum þessar bætur. Sem geta aldrei bætt þann skaða sem þolandi varð fyrir en væru fyrst og fremst viðurkenning og merki um að málinu væri lokið. Það er óskiljanlegt að þessu hafi ekki verið breytt fyrir löngu. Verandi varaþingmaður er óvíst hvort eða hvenær ég fæ tækifæri, en það mun verða mitt fyrsta verk komi til þess, að mæla fyrir þessari breytingu, nema annar þingmaður verði fyrri til - sem ég sannarlega vona. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar